– DUBAI –

Elsku Dubai!

Við mættum seint um kvöldið á hótelið, skiluðum töskunum og hoppuðum strax í lestina til að komast í Dubai mall.

Já þarna sjáið þið fiskabúrið fræga og skautasvellið í mollinu.

Við splittuðum okkur upp og við Hrönn héldum að við myndum aldrei rata til baka. Fastar í molli, ekki svo slæmt… eða jú kannski þegar maður má ekki versla.

Við fórum á ströndina með Burj Al Arab í augsýn, sem er 7 stjörnu hótel, við höfðum reyndar ekki tíma til að kíkja inn í það en ég mun alveg bókað gera það í næstu ferð. Þannig að við héldum okkur bara við að horfa á bygginguna og steikja okkur í sólinni svona rétt áður en við fórum í eyðimörkina seinna um daginn.

20180124_16073520180124_160942

Dubai eyðimörkin fór þessum asskoti vel<3

Safari með einum vel rugluðum bílstjóra sem var með munnræpuna á einhverju allt öðru stigi, mig grunar að við höfum ekki verið þau einu sem voru svo ,,heppin” að hafa haft hann Ali sem bílstjóra. Hann var að gera okkur gráhærð elsku kallinn. Dont worry be happy sagði hann alltaf þegar hann vissi ekki hvað hann átti að tala um næst. En ég verð að viðurkenna að núna er hann bara mjög skemmtileg minning. Maður kynnist svo mikið af alls konar fólki sem gerir ferðina eftirminnilegri.

20180124_16490320180124_16485520180124_16482120180124004457_img_0940__1_20180124_172711_0_

Þetta tók vel á fyrir eina bílhrædda! Þið hefðuð átt að sjá mig, ég talaði ekkert alla bílferðina og hann sagði bara dont worry be happy og ætlaði sko ekkert að gera mér þann greiða að hægja á sér, hann fór bara hraðar. 

Við stoppuðum til að taka myndir og vá, þetta var ólýsanlegt! Við sáum ekkert nema eyðimörk alveg sama hvert við horfðum.

Svo hittust allir saman í eyðimörkinni til að borða og horfa á skemmtiatriði.
Við fengum okkur öll henna tattoo.

Horfðum á gosbrunnasýninguna sem er fyrir utan mollið og fyrir framan Burj Khalifa, sem er stærsta bygging heims, eins og er allavega.

Dubai tips:

– Þú getur ekki gert allt og þetta er staður sem þú vilt mjög líklega heimsækja aftur.
– Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af klæðnaði þegar þú ferð til dæmis á ströndina, þarft alls ekki að “covera” allt. En það er hinsvegar dresscode sumsstaðar… gott að kynna sér það.
– Leigubílar eru alls ekki dýrir, en lestakerfið er auðvitað ódýrara.

 

Dubai I will be back!

 

ArnaPetra (undirskrift)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s