– ABOUT –

Ég heiti Arna Petra Sverrisdóttir og er 22 ára stelpa með fullar hendur af óvissu, það er að segja, ég veit ekkert hvað ég vil gera í lífinu annað en að ferðast, taka fínar myndir, baka (nýtt áhugamál) og elta flugmanninn… Ég er bara ein af þeim sem hefur ekki hugmynd um hvað ég vil gera sem er að mínu mati bara alls ekkert stress, ekki satt?

Ég er fædd og uppalin á Íslandi en draumurinn hefur alltaf verið að búa allt annarsstaðar en á klakanum og sá draumur rættist þetta árið! Ég bý sem sagt núna í Västerås sem er lítil og sæt borg rétt fyrir utan Stokkhólm.

Síðan ég var lítil hef ég alltaf verið svo rosalega forvitin þegar fólk í kringum mig eða jafnvel einhver sem ég finn á netinu flytur út, alveg sama hvert það fer.  Þannig að eftir að ég fékk allar spurningarnar þegar við Tómas fluttum út, sá ég að ég er ekki ein um að verða forvitin þegar kemur að því að prófa eitthvað nýtt, fara út fyrir þægindarammann og flytja í annað land. Þetta er ástæðan fyrir því að mig langaði að byrja að blogga.

En hér ætla ég að skrifa um allt frá heimsreisu, skemmtilegum ferðalögum og til hversdagsleikans hér heima í Svíþjóð. Þetta verður bland í poka af einhverju skemmtilegu.

Hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með.

Email:
arnapetra1997@gmail.com

Instagram:
https://www.instagram.com/arnapetra/

// English version:

My name is Arna Petra Sverrisdóttir and I am 20 years old from Iceland but living in Västerås, Sweden. Still trying to find out what I want to do with my life, but while I do that  I am following my lovely pilot (my boyfriend). But for now I am working at a restaurant at Steam Hotel and when I am not working I am writing on my blog. That is what I love doing at the moment, just enjoying life here in Västerås. 

I have always loved to follow people that travel a lot and people that go out of their comfort zone, like moving to another country! And after my world trip and us moving to Sweden, I got so many questions…then I saw that I am not the only one that is curious. So I decided to open this blog, to write about my world trip and my life here in Sweden. 

Hope you like it and I am looking forward to hearing what you think!

Contact information:
arnapetra1997@gmail.com

Instagram: 
https://www.instagram.com/arnapetra/

Lovelove,

ArnaPetra (undirskrift)