– WHAT TO DO IN WARSAW? –

8108706442209069336_img_0316

Ég fór með tveimur vinkonum mínum, Sól og Maríu, til Póllands yfir eina helgi og ég myndi segja að ein helgarferð væri fullkomið til að ná að skoða Varsjá. Það litla sem ég vissi um Pólland áður en ég fór var að þar er mjög ódýrt og maturinn er góður. Það var bara alveg rétt en þá er ég að tala um allan mat ekki bara local matinn, mundu bara að smakka dumplings og vodka þá ertu góð/ur.

Ef þú ert að fara til Póllands eða langar að fara, haltu þá endilega áfram að lesa. Ég ætla að fara yfir hvar er gott að gista, góða veitingastaði og hvað er gaman að gera í Varsjá.

// I visited Warsaw with my friends, Sól and María. We stayed there for one weekend and that was a perfect time to explore the city. There were only a few things that I knew before going to Warsaw and that was that it is really cheap there and the food is really good…that was true and then I mean all kinds of food, not only local. But just remember to taste the dumplings and Polish vodka, then you’re good.

Keep on reading if you would like to know more. I will give you some restaurant recommendation and of course what to do in Warsaw.

HOTEL STAY:
P&O Apartments Nowy Swiat
Moxy Warsaw Praga

– P&O Apartments Nowy Swiat –

Við bókuðum okkur íbúðarhótel í þrjár nætur á frábærri staðsetningu þar sem flest allt sem okkur langaði til að sjá og skoða, var í göngufjarlægð. Við borguðum litlar 12.000kr á mann fyrir 3 nætur.

// We stayed at an apartment at a really good location. Everything that we wanted to see was in a walking distance from our apartment. Each person paid around 96 dollars for three nights. 

– Moxy Warsaw Praga –

Ég fór í samstarf með Moxy Praga þar sem ég tók þónokkrar myndir fyrir þau. Í staðin bauðst mér að gista á þessu frábæra hóteli sem er staðsett í svokölluðu trendy Praga hverfinu. Það hentaði mér mjög vel að fá að gista þarna, þar sem hótelið var nær flugvellinum og þá styttra fyrir mig að fara. Það er hins vegar ekki eins miðsvæðis og íbúðin sem við stelpurnar vorum á, en það tekur um 8 mínútur með uber að komast í miðbæinn frá þessu hóteli. Starfsfólkið var æði og skildu þau öll ensku sem var góð tilbreyting…svo var hótelherbergið frábært! Ég hafði það bara gott upp á herbergi í netflix & chill. Hversu næs að geta horft á netflix inni á hótelherberginu??

// I got the opportunity to work with Moxy Warsaw Praga. It is a stylish hotel located in the heart of the trendy Praga district in Warsaw. It is on the other side of the river, so it was nice to see a new side of the city. But still, it was only 8 minutes drive with uber to go to the city center. The staff at the hotel were really friendly and welcoming, which was good for me because I was alone that night. I loved that I could communicate with the staff because they understood English well…that was nice for a change. But that night I had a really nice cocktail at the Moxy bar and then I went to my room for a Netflix & chill! How nice is it to have the chance to watch Netflix in your hotel room??

Like they say:
MOXY is like your home…but with a bartender! 

MORGUNMATUR:
Vincent
Charlotte
Juice bar moodie

Vincent

Vincent er mjög huggulegt franskt kaffihús með allskonar bakkelsi, gott kaffi og prosecco ef þú ert í stuði 🥂 Hver er ekki í stuði fyrir búbblur í morgunmat?

// Vincent is a French coffee place that serves good breakfast, coffee and prosecco if you are up to it 🥂 Who doesn’t like a glass of prosecco for breakfast?

Charlotte

Charlotte er einn vinsælasti staðurinn hér í Póllandi fyrir morgunmat/brunch. Ég fékk mér Breakfast Charles sem er karfa með brauði og með því fylgdi sulta og súkkulaði til hliðar, soðið egg og síðan kaffi að eigin vali og eitt prosecco glas, allt þetta kostaði litlar 900 krónur. Það er alls ekki mikill peningur en þjónustan var ekki upp á marga fiska og við fengum matinn okkar allar á sitthvorum tímanum. Vona að það komi ekki fyrir ykkur líka:)

// Charlotte is one of the most popular places in Warsaw for breakfast/brunch. I ordered Breakfast Charles and got a whole basket of bread, on the side I got jam, and chocolate,  boiled egg, cappuccino and a glass of prosecco…and I paid 8 dollars. That is so cheap! BUT the service was not so good, we were three together and all of us got our food at a separate time. But I hope that will not happen to you when you visit Charlotte:)

MOODIE Cafe & Juice

Mjög góður staður til að fá sér ferskan djús!

// Very nice place for a fresh juice!


LUNCH:

Aioli
Fontanna
Matartúr með Airbnb experience!

Aioli

Á Aioli fékk ég mér thailenskt salat, las bók og sötraði á einu prosecco glasi og fylgdist með öllu fólkinu labba framhjá.

// I got some really good Thai salat. I just relaxed and read my book over a glass of prosecco. 

Fontanna

Fontanna er veitingastaður alveg við gosbrunnana. Þetta var svo frábær staður! Við vorum ekkert að flækja þetta og fengum okkur eldbakaða pizzu og fórum síðan og kældum okkur í gosbrunninum, saddar og sælar.

// Fontanna is located by the fountains. We had some really good pizza and after that we cooled down in the water.

-3063151355801241435_img_0133

– Matartúr með Mörtu –

Marta kynnti okkur fyrir pólsku Vodka sem er stór partur af Pólskri menningu. Í Póllandi á maður víst ekki að taka það sem skot heldur drekka það í örsmáum sopum og njóta… ég auðvitað steingleymdi því sem hún sagði um leið og skellti því í mig. SKÁL!

// Marta (our guide) introduced us to the polish Vodka which is a big part of their kultur. In Poland, they drink the vodka dry and they sip on it! It is not respectful to take it as a shot like we do in Iceland haha. Of course, I forgot what she said and took it as a shot… CHEERS!

-1417591480358911728_img_01251652378290354054012_img_0127

Ég borða ekki kjöt þannig að stelpurnar fengu að njóta þess að borða stóran disk af pólskri sviðasultu og kæfu eða hvað sem þetta nú var.

// I don’t eat meat but the girls enjoyed this Polish dish with all kinds of meat.

-2994346227036484498_img_0138

Dumplings, við smökkuðum þrjár tegundir.
1. Fyllt með kartöflu og kotasælu
2. Fyllt með sveppum
3. Fyllt með spínati og osti

– Matartúr með Mörtu –

Hafiði heyrt um Airbnb experience?

Ég verð að mæla með því! Það er hægt að prófa svo mikið sniðugt með heimafólki. Það var hægt að velja úr svo mörgu en matartúrinn varð fyrir valinu. Við fórum á milli veitingastaða með heimamanni (Mörtu) og hún sagði okkur frá Varsjá og hvað væri gaman að gera og einnig fræddi hún okkur um matinn og hvað væri best að borða.

Við borguðum um 4000 kr. fyrir túrinn, sem er í dýrari kantinum miðað við hvað allt hitt var að kosta okkur EN hún Marta var svo frábær að þetta var 100% þess virði. Innifalið í pakkanum var forréttur, aðal réttur og eftirréttur, hesslihnetu vodka og síðan fullt af skemmtilegum fróðleiksmolum frá henni Mörtu.

// Have you heard about Airbnb experience

I have to recommend it! You can try so many things with the local people. I booked a food tour with a woman named Marta. She told us all about Polish history, tradition and we ate a lot of local food.

DINNER:
The Mexican

Prime Cut

The mexican

Mjög góður matur og sætur mexikanskur staður. Það hefði samt mátt vera mexikósk tónlist.

// Really good Mexican food. But it would have been nice to have some Mexican music, it was really quiet when we were there.

Prime Cut

Prime Cut er 5 stjörnu steikhús og ákváðum við stelpurnar að leyfa okkur aðeins og fá okkur þriggja rétta máltíð. Ég fékk mér þrjá rétti, tvö vínglös og síðan beileys með eftirréttinum og ég borgaði ekki nema 6.800kr fyrir þetta allt saman! Þjónustan var mjög góð og eftir matinn var okkur boðið að fara upp á skybar sem er í sömu byggingunni. Þetta var svo gott kvöld!

// Prime Cut is a 5-star steakhouse and we decided to treat our selves with a three-course dinner. I had three courses, two glasses of wine and baileys with my dessert, for all of this I paid 55 dollars! I was shocked! The staff was so nice and the service as well. After dinner, our waiter invited us to the sky bar at the top of the same building. 

BARS:

– the view
– Panorama sky bar
– Cocktail bar max & dom whiskey

The view

The View er bar upp á 30. hæð og er í sömu byggingu og Prime Cut. Mjög gaman að fara úr góðum dinner og síðan upp á skybar í smá party.

// The View is a bar up on 30. floor and is in the same building as the restaurant, Prime Cut. It was so much fun to go there after dinner.

Panorama sky bar

Þessi staður var mjög flottur og góður en hann er í dýrari kantinum miðað við aðra staði í Varsjá en auðvitað ekki dýrt miðað við hvað við erum vön heima á Íslandi. Ég mæli með að vera búin að borða áður en þið farið á Panorama og fá ykkur frekar drykk og litla smárétti ef þið hafið ennþá list.

// This place was so cool! But it was a bit expensive compared to the other places that we had been at. But it was still cheaper than in Iceland. I would recommend you to go there after dinner and grab a drink and maybe if you are still hungry, you can have some appetizers.

Cocktail bar max & dom whiskey

Nei bara vá hvað þetta er flottur staður!

// Loved this place! 

Na koncu teczy

Mjög góður ís en alls ekkert möst, bara ef þú átt leið hjá 🙏🏻

// Great ice cream store but I would not say that it is a must do, just if you are in the neighborhood I would recommend you to have some!

TRANSPORT:

– Uber
Uberinn er mjög ódýr í Póllandi og þægileg leið til að ferðast á milli ef maður vill spara á sér fæturna inn á milli. Það var að kosta okkur 300 kr. að fara í 10 mínútna ferð.

// Uber was so cheap there! For a 10-minute drive, It was around 2 dollars!

– Lest
Ég er ekki með mikla reynslu af lestinni en ég prófaði að taka lestina einu sinni og þá tók ég hana upp á flugvöll og hún var mjög ódýr. Ég notaði þessa vefsíðu hér.

// I only traveled by train once and then I was going to the airport, but it was really cheap! I used this website here.

What to do and explore?

– Palace of Culture
– Nowy Świat Street
– Anne’s Church (ekki möst)
– Old Town 
– Leigja hlaupahjól!

– Palace of Culture –

Við fórum upp í turninn eða ,,kirkjuna” eins og Sól vildi kalla hann og kostaði það litlar 500 kr. Við eyddum sirka 20 mínútum í þetta, þannig ég get ekki sagt að ég mæli með að fara þangað upp, það er mikið skemmtilegra að fara frekar upp á sky bar og sjá frekar Palace of Culture þaðan.

En við hittum einmitt á gay pride í Póllandi og á þessum degi var gay pride skrúðgangan í Varsjá og það voru allir að missa sig í gleðinni💛🧡❤️

// We went up to Palace of Culture or the Church like my friend, Sól called it. We paid around 4 dollars to go up. I wouldn’t say I recommend it because I think is more fun to go up in a sky bar and see the view over the city and be able to see this building.

Gay Pride was on that day in Poland and people were gathering all around this building:) Everybody so happy!

– Nowy Świat Street –

Nowy Świat er göngugatan sem endar í gamla bænum. Þar eru fullt af veitingastöðum, börum, kaffihúsum og búðum. Við hittum íslendinga á ferðalaginu sem fóru í svokallað bar crawl sem var algjör stemning! Mæli með því að skoða það.

// Nowy Świat is the main street here in Warsaw and it ends in the Old Town. There is a lot of restaurants, bars, stores, and coffee places. 

– Anne’s Church –

Anne’s Church er í Old Town og við lentum inni í henni bara fyrir tilviljun á meðan við vorum að bíða eftir henni Mörtu (guide). Ég er ekki mikið fyrir að skoða í kirkjur en þessi var mjög falleg.

// Anne’s Church is in the Old Town. We went inside this building and didn’t even know that it was a church, it at least didn’t look like a church in front. But it was beautiful.

– Old Town –

Gamli bærinn minnti mig smá á gamla stan hér í Stokkhólmi. En þetta er mjög sætt hverfi sem var endurbyggt eftir seinni heimsstyrjöldina. Þar eru mikið af kaffihúsum og svo er eitt torg þar eru veitingastaðir.

// Old Town reminded me of Gamla Stan, which is in Stockholm. Just a really touristy place but the buildings are reconstructed after WWII. Then there is one cute square with restaurants and coffee houses.

2722340126262076510_img_03867200199501426005055_img_0388

Hlaupahjól –

Það er eiginlega möst að prófa að leigja hlaupahjól! Vá hvað það var gaman:) Þau eru út um allt þannig þau eiga ekki eftir að fara fram hjá þér.

// It is a MUST DO to try these scooters!

 

FERÐA TIPS FYRIR PÓLLAND:

Þjónustan:
Þjónustan var ekki mjög góð þarna úti…

Enskukunnátta:
Ég get ekki sagt að þau séu flink í ensku en það er nú alltaf hægt að redda sér:)

Vodka:
Smakkaðu Pólskan vodka og ekki drekka hann sem skot! Þú verður að bera virðingu fyrir þeirra menningu og sötra á vodka skoti.

ÓDÝRT!
Það er alls ekki dýrt. Þannig að þá segi ég bara við þig að muna að njóta og leyfa þér ef þú hefur tök á, það er svo gaman að sitja saman í góðra vina hópi og prófa að smakka allskonar nýjan mat sem kostar þig ekki hálfan handlegginn.

Matartúr!
Skelltu þér í matartúr! Ég var svo ánægð með þennan túr með henni mörtu/heimamanni.

Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst og hvort þið hafið farið á þennan stað eða hafið áhuga á að fara. Þið megið endilega kommenta hér að neðan ef þið hafið spurningar eða fleiri hugmyndir eða bara senda mér á instagram ef þið viljið létt spjall. Ég er búin að vera að tala við nokkra í gegnum instagram-ið mitt og hef verið að reyna að hjálpa eins og ég get. Það er mjög gaman að tala við ykkur! ❤


// TRAVEL TIPS BEFORE GOING TO WARSAW:

– Service:
Just have that in mind that the service can be a bit bad, they often don’t understand English and can be unfriendly. (not everybody!)

– English:
Many of them don’t understand much English but of course, some of them do but in my experience, they were not so many and I was staying at really touristy places.

– Vodka:
Try the traditional vodka! And don’t take it as a shot like I did…

Food tour!
Go for a food tour with local people, it is so much fun!

CHEAP!
It is really cheap in Poland so just remember to enjoy your stay with good food and wine, if you can:)

// Looking forward to hearing what you think and if you have visited these places in Sri Lanka. Feel free to comment below if you have any questions or if you have more ideas for my readers. It is always fun to hear about your experience. And you can, of course, send me as well on Instagram, I have been helping out some travelers and it is so much fun to be able to help you as much as I can. 

ArnaPetra (undirskrift)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s