– FARÐU ÚT FYRIR ÞÆGINDARAMMANN –

ÞÆGINDARAMMI

INSTA-STORY SPURNINGABOX

Ég fékk þessa hugmynd þegar ég fór að pæla í því hvað ég er búin að vera að gera við líf mitt seinustu tvö árin 2018-2019…en ég get alveg sagt að ég hef verið að taka mörg skref út fyrir þægindarammann á þessum tíma sem er ekki beint alltaf eins auðvelt og kannski sýnist. Ég ætla að tala betur um það hér í þessari færslu. 

Hvað er þægindarammi?

Þægindarammi er í rauninni bara þæginlegustu aðstæður sem hægt er að biðja um, þar sem þér líður sem best og þarft helst ekki að takast á við neinar breytingar eða áskoranir.

Í gær skellti ég inn spurningaboxi í insta-story til að fá að vita aðeins hvað ykkur langar til að ég skrifi um hér í þessari færslu. Það var mjög gaman að sjá hvaða hluti þið eruð forvitin um og allar hugmyndirnar sem þið komuð með. 

Svör við spurningunum eru hér fyrir neðan:

img_9739

‘’HVERNIG VAR AÐ FLYTJA Í BURTU FRÁ ÖLLUM? SAKNARU ÞESS AÐ BÚA Á ÍSLANDI? ÉG ER NÚNA Í SKÓLA Í DK OG VERÐ BARA TIL JÓLA EN LANGAR AÐ FLYTJA ÚT EFTIR AÐ ÉG KLÁRA’’

Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá fannst mér það ekkert svo erfitt af því að ég var svo rosalega spennt fyrir komandi tímum. Svo vissi ég líka að það væri ekki langt fyrir bæði mig að fara til íslands, eða fyrir fjölskyldu og vini að koma í heimsókn til mín. 

Nei ég sakna þess ekki mikið að búa á Íslandi. Ég gæti alveg hugsað mér að fara næst eitthvert annað, mig grunar samt að Ísland verði næst á dagskrá.

,, FÆRÐU OFT HEIMÞRÁ?’’

Ég fór seinast til Íslands í maí og ég held að ég fari ekki næst fyrr en um jólin :O! Það lætur mig fá smá hnút í mallakútinn en þá er mikilvægt að vera duglegur að heyra í fólkinu sínu og kannski reyna að finna sér eitthvað til að hlakka til. 

Sumarið hér í Svíþjóð er búið að vera svo æðislegt, við erum búin að gera svo margt skemmtilegt! En svo er líka búið að vera erfitt að vera ekki á Íslandi, það er svo mikið af skemmtilegum fjölskyldu- og vinahittingum sem maður missir af. 

 En það er bara partur af þessu, við fáum öll heimþrá. Svo er líka bara gott að sakna, þá vitum við að við eigum góða að ❤ 

img_2272


,,HVERNIG Á ÉG AÐ ÞORA AÐ VERA MEIRA ÉG SJÁLF Á INSTAGRAM’’

Það er allra best að vera bara maður sjálfur. Mér finnst til dæmis lang skemmtilegast að fylgjast með fólki sem er persónulegt á instagram. Þetta er svo flottur miðill þar sem maður getur fengið hvatningu og jafnvel kynnst nýju fólki.

Verkefni fyrir þig:

Prófaðu að setja í insta-story einu sinni á dag, eitthvað sem þér þykir skemmtilegt eða gerir þig glaða. Maður þarf ekki alltaf að vera að gera eitthvað sérstakt, það gæti alveg eins verið mynd af matnum þínum, uppáhalds þáttunum þínum, skólastofan, fjölskyldan, kaffihús…

Og svo er alltaf skemmtilegt að bæta inn texta og skrifa það sem þér dettur í hug:)

img_5401

,,HVERNIG ÞORÐIRU AÐ FLYTJA ÚT Í BURTU FRÁ ÖLLUM?’’

Þetta er jú stórt skref út fyrir þægindarammann en trúðu mér, þetta er svo gaman!

Mig hafði alltaf langað að flytja út þannig að ég gat bara ekki beðið eftir því að prófa að fara eitthvert annað! En ég skil það alveg að það sé kannski ekki það auðveldasta að ákveða að flytja bara út í burtu frá öllum. 

Ég segi samt bara GO FOR IT. Um að gera að prófa þó það sé ekki nema í nokkra mánuði. Vertu með opinn huga fyrir því að kynnast nýju fólki, nýrri menningu og nýju tungumáli. Þá verður þetta það besta sem þú hefur gert.

fiji_copy

,,MÆLI MEÐ FYRIR ALLA AÐ PRÓFA AÐ FERÐAST EINIR’’

Já! Ég verð að gera meira af því 😀 Fyrir mig er það til dæmis stórt skref út fyrir þægindarammann.

img_1585

,,HVAÐ ER ÞAÐ SEM LÆTUR ÞIG FARA ÚT FYRIR ÞÆGINDARAMMANN?’’

Hér eru nokkur dæmi frá mér:

Ferðast og skoða jörðina okkar, það er bæði svo gaman og svo lærir maður svo margt á því að skoða nýja menningarheima.

Flytja erlendis, þó það sé ekki nema í nokkra mánuði muntu aldrei gleyma þeim tíma og átt eftir að nýta þann lærdóm út í lífið.

– Taka skrefið og gera það sem þú elskar þrátt fyrir að vita kannski ekkert hvert það mun leiða þig. Þú veist ekkert nema að prófa, ekki satt?

Opna bloggsíðu, það var sko STÓRT skref fyrir mig! Ég vissi ekkert hvað ég var að gera, en þetta er eitt af því sem ég elska mest að gera á daginn og vá hvað ég er glöð að hafa bara hent mér í djúpu.

– Finna sér nýja vinnu sem gerir þig glaða/glaðan. Maður á ekki að vera að halda sér í vinnu sem gerir þig ekki hamingjusama/n en auðvitað er sniðugt að vera kominn með einhverja hugmynd af vinnu og helst að vera búinn að sækja um annað starf áður en þú segir upp haha. 

– Fara á dale Carnegie, ég er búin að prófa það einu sinni og mig langar aftur! 

Stígðu skrefið!

Að stíga skrefið út fyrir þennan þæginlega (leiðinlega) ramma kemur manni bara lengra í lífinu þótt það sé kannski ekki það auðveldasta. Og ef maður gerir mistök eða að hlutirnir fara ekki eins og maður vildi, þá lærir maður bara á því að hafa prófað. Það eru svo margir sem við lítum upp til sem hafa labbað á vegg óteljandi mörgum sinnum áður en þau hittu í mark. 

Hik er sama og tap:)

img_5331

Takk fyrir að gefa þér tíma til að lesa færsluna mína. Þetta var kannski aðeins öðruvísi færsla en ég er vön að gera. Mig langar að byrja að setja inn svona persónulegt inn á milli allra ferðalaganna. Hvernig lýst þér á það?

Endilega skelltu í ,,follow” ef þig langar til að fylgjast enn betur með mér hér á blogginu.

Instagram:

https://www.instagram.com/arnapetra/

ArnaPetra (undirskrift)

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s