– MORA, SWEDEN –

Við vinirnir fórum í roadtrip til Mora sem er 3 klst. frá Västerås og er heimabærinn hans Tims. Þið sem vitið það ekki þá er Sunna íslensk vinkona sem ég kynntist hér úti í Svíþjóð og Tim kærastinn hennar er í flugnámi eins og Tómas.Borðuðum taco og fórum svo í sánu sem þau eru með í húsinu.
Það var mjög gott að komast aðeins út fyrir Västerås og slaka smá á og þið sem þekkið mig vitið að mér finnst kósý helgar bestu helgarnar.

7791287856_img_5791

Bolli í Mora…

7717864448_img_58197717907504_img_5829

Kíktum í verksmiðjuna þar sem Dalahestarnir eru búnir til.

Hlakka til að koma þangað aftur þegar allt er á kafi í snjó því þá ætla ég að láta reyna á skíði aftur!! Ég er búin að lofa að gefa því annan séns, en seinasta skipti fór ekki svo vel þar sem ég var dregin strax í drottningarbrekkuna eftir að hafa verið í barnabrekkunni, og auðvitað var ég skilin eftir alein og yfirgefin rúllandi niður hálfa brekkuna og labbaði svo niður hinn helminginn… Ég gef ykkur update þegar ég læt reyna á þetta aftur.

Takk aftur fyrir okkur Sunna og Tim<3<3

 

ArnaPetra (undirskrift)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s