Fyrsti áfangastaður reisunnar!
Ferðalagið var alls ekki stutt, eða 24 klst..
Keflavík – London – Istanbul – Cairo
Cairo er höfuðborg Egyptalands og er fjölmennasta borg afríku, og er mest þekkt fyrir pýramídana sem eru eitt af sjö undrum veraldar.
Ég er í þessu að lesa dagbókina mína sem ég skrifaði á ferðalaginu og er gjörsamlega að endurupplifa hræðslutilfinninguna sem ég fékk þegar ég kom til Cairo sem þú getur lesið um hér að neðan…
Þegar við mættum loksins á fyrsta áfangastað reisunnar þá vorum við dauðþreytt og bullandi stressuð af því að við vorum ekki alveg viss við hverju við ættum að búast þar sem áhyggjufullir foreldrar voru búnir að hræða okkur frekar mikið, verð ég að viðurkenna.
Ég og Hrönn vorum komnar með klútinn upp á haus til að fela hárið eins og okkur var sagt að gera, svo var leigubílstjórinn okkar ekki á þeim stað sem var lofað þannig við héldum að greyið maðurinn sem var kominn til að sækja okkur, væri að fara að ræna okkur?!
En svo var þetta auðvitað rétti bílstjórinn og við lögðum af stað uppá hotel. Klukkan var 4 að nóttu til og það var svartamyrkur. Á leiðinni sáum við gamlar konur sópandi göturnar og fólk standandi yfir varðeld (brennandi rusl). Svo má ekki gleyma hliðinu sem við þurftum að fara í gegnum til komast á götuna þar sem hotelið okkar er staðsett. En þar voru menn sem tóku á móti okkur haldandi á risa byssum (eða AK47). Þetta voru víst lögreglur en bara ekki í lögreglufatnaði eins og við erum vön að sjá.
Við mættum á hótelið sem leit úr fyrir að vera í ekki svo öruggu hverfi og við snillingarnir ekki búin að bóka gistingu, flott flott… alls ekki gera sömu mistök! Maður á ekkert að reyna að harka af sér í nokkra tíma til að sleppa við að borga gistingu, allavega ekki eftir svona langt ferðalag. Það var tekið OF vel á móti okkur, sem við kunnum (þá) bara alls ekki að meta. Þeir byrjuðu á því að bjóða okkur fría gistingu og svo stóðu welcoming drinks á borðinu sem við héldum að væru eitraðir og svo voru þessir 3 litlu strákar sem voru kannski milli 10-14 ára standandi yfir töskunum okkar.
Jesús hvað það er fyndið að hugsa um þetta núna! Þetta var svo mikil vitleysa, við treystum ekki neinu og svo var bara mjög óþægilegt að mæta í nýtt land og nýja heimsálfu um hánótt. Auðvitað á maður ekki að treysta öllum en þetta endaði á þvi að vera besta fólk í heimi sem við munum aldrei gleyma, þau vildu okkur bara vel.
Við vöknuðum svo daginn eftir á draumstað með útsýni yfir pýramídana út um herbergisgluggan okkar. Fórum í ,,ljúffengan” morgunmat, falafel og puslubrauð með smjöri og sultu.
Hotelið og umhverfið í kring.
Ég mæli svo mikið með þessu hóteli, mjög góð staðsetning eins og þið sjáið hér að ofan og svo er starfsfólkið svo frábært. En þið getið fundið hotelið hér.
Við eyddum kvöldunum okkar á hotelinu og yfirleitt með Shibin vini okkar sem var starfsmaður þar.
Dagur með Abdul
Við vorum svo heppin að hafa kynnst þessum snillingi, gamall hermaður, lögreglumaður og lífvörður! Við vorum í mjög góðum höndum. Hann kom okkur fram fyrir allar raðir og passaði að við værum ekki í kringum mikið af túristum. Svo sagði hann okkur söguna á bakvið pýramídana og á mjög skemmtilegan hátt. Þannig að ef ykkur langar að fá besta guide-inn þá getiði sent mér fyrirspurn og ég get reynt að finna upplýsingar til að ná í hann. Garðar bróðir minn og vinir hans fóru stuttu seinna til Cairo og þeir höfðu samband við hann líka.
Pýramídarnir.
Fengum að fara á cameldýr um Sahara eyðimörkina með útsýni yfir Pýramídana, magnað!
Kíktum inn í einn Pýramída. Innilokunarkennd dauðans takk fyrir!
Mæli með því að þið kaupið ykkur svona papyrus mynd og senda heim, ég gerði það ekki og sé eftir því. Þetta er mjög egypskt og pappírinn er gerður úr þessari papyrus plöntu. Ef þið hafið ekkert að gera og ykkur langar að sjá hvernig þetta er búið til þá getiði séð það hér.
Umferðin í Cairo er hreint út sagt í bullinu og auðvitað engar reglur, okkur leið eins og við gætum ekki stigið eitt skref til hliðar án þess að það yrði keyrt yfir okkur. Það var létt menningarsjokk út af fyrir sig, og sérstaklega að fara með Tukutuk! En það var samt svo gaman að upplifa þessa geðveiki.
Pizza hut with a view..
Nile cruise.
Við vorum ekki svo heppin með hóp í þessari bátsferð þannig ég get ekki mælt með henni.
Þið getið skoðað highlights á instagram frá Cairo hér.
Tips fyrir Cairo:
- Reyndu að mæta ekki til Cairo að nóttu til.
- Taktu út pening á flugvellinum.
- Verið opin fyrir nýrri menningu og ekki fordómafull.
- Starfsfólkið er virkilega næs og vilja helst fá þjórfé.
- Passa sig á umferðinni og muna spurja hvað kostar í tuktuk áður en þú hoppar inn.
- Það skilja alls ekki allir ensku þannig að það er best að fá einhvern af hotelinu með ykkur út og það er líka öruggara.
Endilega skrifið hér að neðan hvað ykkur finnst og ef þið hafið kannski einhverjar hugmyndir. Svo er ég líka alltaf til í að svara spurningum ef þið hafið einhverjar.