– FRÁ SVÍÞJÓÐ TIL DANMERKUR Á BÍL –

FIMMTUDAGURINN:
PLAN B

Maður á alltaf að vera með plan B!

Planið var alltaf að fljúga til Esbjerg til að heimsækja systur Tómasar, Elísabetu og fjölskyldu hennar. Veðurguðirnir voru ekki með okkur í liði þannig að okkur tókst ekki að fljúga í þetta skipti. Maður er ekki að taka neinar áhættur þegar kemur að flugi. Ég veit að þið voruð nokkur sem fóruð sátt að sofa eftir að hafa heyrt að við ætluðum ekki að fljúga.

En við vorum auðvitað með plan B. Rauða þruman var NÝskoðuð og þá alveg tilbúin í langt ferðalag til Danmerkur.

img_7572.jpg

ROADTRIP

Við ákváðum að brjóta upp ferðalagið og gista eina nótt í Köben. Það tók 20 mínútna bátsferð til að komast yfir til Danmerkur en allt í einu tók ég eftir svo mikilli breytingu! Húsin, fólkið, tískan og hjólamenningin svo áberandi meiri… æj ég veit ekki ég upplifði Danmörku aðeins öðruvísi núna í þessari heimsókn.

7 ÁRA AFMÆLI

Mættum til Köben um 9 leytið og fórum beint að leita okkur að veitingastað. Við löbbuðum óvart inn á þennan æðislega stað, Madklubben. Fengum góðan mat, góðan danskann bjór (Elisabet og Tómas þið segið ekkert takk fyrir) og svo var þjónustan frábær.

SKÁL FYRIR OKKUR

Við færðum okkur svo yfir á barinn í einn bjór og spjölluðum um seinustu 7 árin okkar saman. Þetta er orðin nokkurs konar hefð hjá okkur að rifja upp gamlar minningar á þessum degi.

FÖSTUDAGURINN:
STRØGET

Ég er svolítið skotin í DK 🇩🇰 og gæti alveg hugsað mér að prófa að búa þar, kaupa mér fallegt hjól með körfu og borða smørrebrød í öll mál…

En í þetta skipti þá stoppuðum við bara stutt í Köben af því að við vildum ekki vera mætt of seint til Esbjerg. Við brunuðum svo bara af stað rétt eftir hádegi.

ROSKILDE

Á leiðinni stoppuðum við í Roskilde, þið kannist kannski við nafnið en þarna er Hróarskelduhátíðin haldin. Við fórum samt bara í brunch á Cafe 48 sem er á göngugötunni. Ekkert partýý í þetta sinn, það var löngu búið. 😄

💐💐

Við ætluðum að vera svo sæt og gefa fjölskyldunni blóm sem við keyptum í Hróarskeldu eeen því miður þá lifðu þau bílferðina ekki af.

MÆTT Á LEIK!

Við fórum beint á leik hjá Gunna og það var auðvitað sigur.

Leikurinn var í Ribe sem er elsti bær Danmerkur. Mjög sætur bær.

DINNER Í RIBE

Kvöldmatur í Ribe á stað sem heitir Quedensgard Cafe sem ég hef oft séð hjá henni Elísabetu á instagram 🙏🏻  Svo var svoo gott að fá að hitta þessa fallegu fjölskyldu loksins.

LAUGARDAGURINN:
SUNDLAUGARGARÐUR

Við byrjuðum morguninn á nokkrum Sjöstrand kaffibollum og eftir það vorum við tilbúin í daginn. Við Tómas fórum með krakkana í sundlaugargarð og ég hef ekki töluna á því hversu oft við Gunnar Manuel fórum í rennibrautina saman. Þarna fann ég barnið í mér og það var virkilega skemmtilegt get ég sagt ykkur.

KAFFE SMEDEN

Sjá þetta sæta kaffihús, þetta giiiirnilega hunda- og fílamunstraða kaffi og svo þetta gullfallega fólk ☕️♥️

PROSECCO TIME

Við skáluðum yfir sólsetrinu í þessu fallega danska umhverfi á leynistað sem ekki allir fá að heimsækja 🥂


PIZZA, RAUTT OG ÞAU ❤

Hjúin buðu okkur í pizzu og rautt en það besta var að við sátum úti og það var alveg stilla, eins og það gerist best! Svo sátum við úti og spjölluðum fram á nótt. Svo æðislegt kvöld.

TAKK FYRIR OKKUR

Elísabet & Gunni eru svo frábær og gáfu okkur litla gjöf fyrir Ítalíu sem er næst á dagskrá hjá okkur Tómasi 🇮🇹

Takk aftur fyrir okkur, þessi 10 klst bílferð var meira en þess virði ♥️

En næst komum við með Tómas Air ✈️

img_5331

Takk fyrir að gefa þér tíma til að lesa færsluna mína.

Endilega skelltu í ,,follow” ef þig langar til að fylgjast enn betur með mér hér á blogginu.

Instagram:

https://www.instagram.com/arnapetra/

ArnaPetra (undirskrift)

One Comment Add yours

  1. Helgi Omars says:

    En skemmtilegt!! x

    Liked by 1 person

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s