– 2 DAYS IN KUALA LUMPUR –

WELCOME TO MY BLOG 

Vertu velkominn á bloggsíðuna mína elsku ferðalangur ❤  Ef þú ert ný/nýr hér inni þá geturðu lesið meira um mig hér.

// Welcome to my blog dear traveler ❤ If you are new here then you can read more about me and what my blog is about here.

kuala_lumpur-1

KUALA LUMPUR 

2 DAGAR!

Kuala Lumpur er höfuðborg Malasíu og er þekktust fyrir Petronas turnana, allar háu byggingarnar og stóru mollin. 

Eftir að hafa lesið mér aðeins til um borgina get ég sagt ykkur að fólk alls staðar að úr heiminum sest að í Kuala Lumpur og er borgin í raun blanda af alls konar fólki, trúarbrögðum, uppruna og hefðum. Endilega lestu meira til að sjá hvað við gerðum í Kuala Lumpur.

//Kuala Lumpur is the capital of Malaysia and is mostly known for the Petronas towers, the high buildings, and the big shopping malls. 

Kuala Lumpur is known for its multicultural community, and most of the people are from Malaysia, China and India.

20180422_181708

HVAÐ VEISTU?

Áður en ég heimsótti Kuala Lumpur þá vissi ég í rauninni ekki mikið um staðinn. Ég vissi af Petronas turnunum (mynd hér fyrir ofan) og að þetta væri höfuðborgin…

Ég var oft búin að mynda mér skoðanir áður en ég mætti á nýja staði eftir að hafa lesið mikið á netinu. En það er líka mjög gaman að vita ekki of mikið, þá færð þú tækifæri til þess að upplifa áfangastaðinn sjálf/sjálfur og myndað þér þínar eigin skoðanir.

Vonandi skiljið þið hvað ég meina haha!

// Before I visited Kuala Lumpur I didn’t know much. The only thing I knew was that it is the capital and I knew that the Petronas Towers are there.

Before visiting new places I had often read too many things on the internet, so I had already decided how the place would be. But it can also be really fun to visit a new place when you don’t know a lot about it. It is a different experience.

Does that make sense? I hope you understand what I mean..

img_8168img_816420180422_094435

APARTMENT IN KL
Luxury Condo Bukit Bintang

Við bókuðum okkur íbúð á booking á svo frábærum stað með útsýni yfir Kuala Lumpur Tower og svo sáum við meira að segja glitta í Petronas Turnana. Gæti ekki hafa beðið um betri gististað! Jú nema kannski the face suits…ef ég ætti endalausan pening:):)

// We booked an apartment in a good location. We had the view over the Menara and we also saw the Petronas Towers but they were far away. 

img_8166

SURIA KLCC

Ég og Hrönn fórum í smá stelpuferð og skoðuðum í búðir. Mollið var það stórt að við hefðum aldrei getað skoðað allar þessar búðir á einum degi. Ég leyfði mér aðeins og keypti mér tvo fallega boli og hriiikalega var ég spennt að nota þá!

Maður var orðinn frekar leiður á því að vera alltaf í sömu fötunum. En þannig er það þegar maður er að ferðast í marga mánuði, það er ekki mikið aukapláss í bakpokanum.

// Shopping day with Hrönn. We went to Suria KLCC which is a really big shopping mall in the center of Kuala Lumpur. We could never have gone through it in one day. But I bought two nice tops and I was so excited to use them!

We were all tired of wearing the same clothes almost every day. But that is how it is when you are living in a backpack.

img_8165

RAINY MAN!

Ég held að við höfum verið á regntímabili, það rigndi svo rosalega á okkur! Það var eins og við værum nýkomin úr sturtu eftir göngutúrinn okkar til baka á hótelið.

Til að komast inn í bygginguna þurftum við að tala við vörðinn sem stóð fyrir utan og hann ætlaði ekki að hleypa okkur inn af því að við vorum svo blaut. Þannig að við sátum bara þarna fyrir utan og biðum eftir því að þorna.

// I think we were on a rainy season at this time because it was raining so much! When we arrived at the hotel it felt like we had just come out of the shower, but with our clothes on.

To get in our apartment we needed to talk to the guard and he didn’t let us in until we were dry. So there we were, waiting…

20180422_203248img_8170img_8175

THE FACE SUITS

Þið verðið að heimsækja þetta hótel! Í þetta sinn fórum við bara á rooftop barinn á The Face Suits. Ég mæli svo mikið með því að kíkja þangað í drykk eða jafnvel gista þarna ef þið eigið pening fyrir því! Svo gæti jafvel verið að það sé hægt að kaupa dagpassa og fara í rooftop sundlaugina??

Ef einhver veit þá má endilega láta okkur vita:)

 // You MUST visit this hotel! We went to the sky bar for some drinks and it was amazing! I would recommend you to go there for a drink, or maybe stay there for one night only if you have the money for it:)

It would also be great to buy a day pass, go to the pool and eat good dinner. I am not sure if it’s possible but please comment below if you know.

WHAT NEXT?

Tveir dagar í Kuala Lumpur var mjög fínt. Þetta var stutt stopp en við gerðum bara nákvæmlega það sem okkur langaði og við vorum heldur ekki of miklir túristar eins og sjá má í þessari færslu.

En.

Veistu hver næsti áfangastaður er??? 

Það er sko einn af mínum allra allra uppáhalds stöðum…

Ég skal gefa þér hint.

Hann byrjar á B.

// Two days in Kuala Lumpur was really nice. It was a short visit but we did exactly what we wanted and not so touristy things as you maybe noticed in this post.

But.

Do you know the next destination??

It is one of my favorite places….

I can give you a hint.

It starts with a B.

img_5331

THANK YOU FOR READING ❤ 

Takk fyrir að gefa þér tíma til að lesa færsluna mína.

Endilega skelltu í ,,follow” ef þig langar til að fylgjast enn betur með mér hér á blogginu.

// Thank you for reading my post! 

Press the ”follow” button to keep up with my world trip!

Instagram:
https://www.instagram.com/arnapetra/

ArnaPetra (undirskrift)

One Comment Add yours

  1. Ioana says:

    Welcome enjoy your travels and blogging 💞🌍 KL is a cool cool place!

    Liked by 1 person

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s