– ISLAND HOPPING IN FIJI –

Við fórum til Fiji í 6 daga eyjahopp í gegnum ferðaskrifstofuna Kilroy.

Við pöntuðum coconut pakkann og vorum þá með sér herbergi og mat innifalið í pakkanum.

Eitt sem ég VERÐ að taka fram ef þú ert að fara í þennan pakka…
TAKTU MEÐ ÞÉR SNAKK, NAMMI & ORKUSTYKKI! 

Eyjarnar sem við heimsóttum:

– White Sandy Beach

– Long Beach

– Beachcomber

// We were on island hopping for 6 days in Fiji. We went through the travel agency, Kilroy. 
We booked the Coconut packed and got a private room and food inclusive. 

The islands we visited:

– White Sandy Beach

– Long Beach

– Beachcomber

20180509_213617

ALOHA FIJI

Þegar þú mætir til Fiji tekur heimafólk á móti þér syngjandi og spilandi á Ukulele…hversu krúttað??!

Við vorum mætt frekar seint til Fiji þannig að við ákváðum að fara beint í kvöldmat á hótelinu, Smugglers Cove. Við borðuðum kvöldmat úti og í miðjunni á útisvæðinu var lítil strönd þar sem fólkið sat í litlum hring og söng með heimafólkinu.

Okkur leið svo velkomin!!

// When we arrived in Fiji there were local people singing and playing on a ukulele!
That was a great first impression.

We arrived a bit late so we went straight to eat dinner at our Hotel, Smugglers Cove.
We ate dinner outside and in the middle of the outside area was a small beach where people were sitting and singing with the local people. 

20180510_101252

HVERNIG FÓR ÞETTA FRAMHJÁ OKKUR??

Þegar við pöntuðum okkur Fiji pakkann gerðum við það í sitt hvoru lagi og þegar við áttum að leggja af stað á fyrstu eyjuna kom í ljós að við vorum ekkert að fara á sömu eyjuna…

Þannig að enn og aftur þurftum við að kveðja þessa vitleysinga haha!

// When we ordered the trip to Fiji we did it separately so when we were going to the boat we realized that we were not going to the same island…

 So one more time we needed to say goodbye to them haha!

20180510130620_IMG_5272

WHITE SANDY BEACH

Þá héldum við Tómas okkar leið á fyrstu eyjuna, White Sandy Beach.
Þar var auðvitað tekið á móti okkur með söng og starfsfólkið var YNDISLEGT!

Þau lögðu öll nöfnin á minnið sem gerði upplifunina svo mikið persónulegri! Það er eitthvað við það þegar fólk kann nafnið manns, ég þarf að fara að æfa mig í því! Ég gleymi öllum nöfnum 🙄

Hér fyrir neðan koma myndir frá White Sandy Beach…

// Me and Tómas went to our first island, White Sandy Beach. 

The local people welcomed us by singing. So lovely! They even remembered all of our names right away, which made the experience so much personal. I love when people call me by name when they talk to me, I need to learn that! I just can not remember names…🙄

Down below you can see photos from our two days on White Sandy Beach.

Við eyddum dögunum okkar á ströndinni…

// We spent our days on the beach…

Tómasi leiddist það mikið að hann fór að lesa bók til gamans, það hef ég aldrei séð áður.

// Tómas got so bored that he started to read a book and that NEVER happens!

Þegar við vorum ekki á ströndinni þá vorum við hér inni að kúra og horfa á Grey’s Anatomy. Við áttum það svo mikið inni að taka því bara rólega, liggja í sólabaði, horfa á þætti og sofa lengi.

Það var engin dagskrá og liggur við ekkert að gera sem var mjög gott en á sama tíma mjög skrítið eftir mjög mikla keyrslu seinustu mánuði.

// When we were not on the beach we were inside watching Greys Anatomy. We really deserved this relaxing island hopping after having a busy but fun schedule for the past months. 

Here in Fiji we just relaxed, sunbathed, watched tv and slept in…

HONEYMOON BEACH

Starfsfólkið sagði okkur að taka smá göngutúr á svo kallaða Honeymoon-eyju sem var þarna rétt hjá. Við fórum í stutta göngu yfir lítið fjall og þar var þessi gullfallega strönd sem við höfðum út af fyrir okkur.

Við komum okkur fyrir þar, syntum í sjónum og horfðum svo á sólina setjast.

// The staff told us about this beautiful beach that we had to visit! So we did, we went hiking over this small mountain and as soon as we were down we saw this beautiful beach. A private beach all to ourselves.

We found a spot, we went swimming in the ocean and watched the sunset.

20180511_184755

Ég fór auðvitað í göngutúr og tók ófáar myndir, þessi eyja er ekkert smá falleg!

// I, of course, went out for a walk on the island to take ALOT of pictures! 

20180512_115047

Á leið á næstu eyju…

// On our way to the next island.

LONG BEACH

Þessi eyja var full róleg, hreinskilnislega sagt þá var ekki mikið hægt að gera. Þannig að við vorum mest megnis í hengirólunum annað hvort að spjalla eða lesa. Þetta var voða kósý.

Við vorum frekar óróleg af því að við vorum spennt að fara að komast til Bandaríkjanna… í stað þess að njóta þess að vera komin alla leið til Fiji.

Ég vil bara minna ykkur á að það er allt í góðu að slaka á og gera ekki neitt þótt maður sé á ferðalagi! Það eru margir sem vilja meina að maður eigi alltaf að vera á fullu en það er líka gott að minna sig á að það þarf bara alls ekki alltaf.

Við náðum að minna hvort annað á það og komum úthvíld til Bandaríkjanna eftir þessa Fiji ferð!

// This island was really quiet, to be honest, it was a bit too quiet. There was not so much to do there, so we just enjoyed each other company or just relaxed in the hanging swings with a book. It was really cozy.

It was hard to be in such a calm place, we didn’t really know what to do with our time??
So instead of enjoying being in Fiji we were looking forward going to America…

I just want to remind you that it is okay to relax while you are traveling, you don’t always have to have a full schedule! It is good to remind ourselves that it is okay. 

So when we arrived in USA we were well-rested!

BEACHCOMBER

Á seinasta eyjahoppinu fengum við að hitta ferðafélagana okkar, Hrönn & Óskar ❤
Við vorum farin að sakna þeirra mikið….

Við gistum á eyjunni, Beachcomber í aðeins eina nótt og þar var sko bar!
Við fórum auðvitað beint þangað. Óskar & Hrönn fóru upp á svið og dönsuðu fyrir framan fólkið á eyjunni HAHA!

Brjálað stuð á Fiji krakkar…

// On the last island we got to meet Hrönn & Óskar again ❤ 

Finally! We stayed on the island, Beachcomber, for only one night and there was a bar on that island! So, of course, we went straight there. Hrönn and Óskar went on the stage and danced for all the people on the island HAHA! 

img_5331

THANK YOU FOR READING ❤ 

Takk æðislega fyrir að gefa þér tíma til að lesa færsluna mína. Mundu að njóta á meðan ferðalaginu stendur, alltaf! Alveg sama í hvaða aðstæðum.

Endilega skelltu í ,,follow” ef þig langar til að fylgjast enn betur með mér hér á blogginu.

NEXT UP: USA

Ég trúi ekki að næsta land sé SEINASTA STOPP heimsreisunnar!

//Thank you so much for reading my post! After reading this post I hope you will remember to enjoy your trip no matter what. You don’t have to always be running around, you can relax!

NEXT UP: USA

I can’t believe that the next country is our last STOP on this world trip!

Press the ”follow” button to keep up with my world trip!

Instagram:
https://www.instagram.com/arnapetra/

ArnaPetra (undirskrift)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s