– 3 DAYS IN TUSCANY –
Við ferðuðumst með lest frá Milano til Florence.
Það tók okkur um hálftíma að komast á hótelið frá lestarstöðinni. Umhverfið í kring um villuna sem við gistum í var ótrúlegt! Þetta var eiginlega nákvæmlega eins og ég hafði ímyndað mér nema bara enn betra.
Útsýnið, villan, veðrið og fjölskyldan mín ❤ Þetta var svo yndislegt.
Ég ætla að leyfa myndunum að tala…
// We took the train from Milan to Florence.It took us around 30 minutes from the train station, to our Hotel.
The view, the weather and my family. It was the best combo ❤ This was exactly what I had imagined before I visited Toscana, but even better.
HOTEL:
NOOO STRESS
Ekkert stress?? Nei ekki beint, þó það hafi svo sannarlega litið út fyrir það.
Ég og Hekla (kærasta Garðars) vorum með skólann hangandi yfir okkur og vorum báðar að fara í próf á meðan við vorum hér í Toscana. Ég þurfti aldeilis að spíta í lófana og byrja að læra þar sem ég var búin að setja námið alveg til hliðar dagana á undan. Það var alls ekki auðvelt að koma sér fyrir og byrja að læra á meðan hinir voru sötrandi á víni og liggjandi í sólabaði.
En lífið heldur áfram líka í útlöndum og það eru bara forréttindi að geta hoppað til Ítalíu!
// Not stress? Well that’s not quite right, but I can agree that it looked like it.
Me and Hekla (Garðar’s girlfriend) both needed to study and take tests while we were in Toscana.
It was not easy to look at all the others drinking wine and laying in the sun but life moves on everywhere you go. I just needed to remind myself how nice it is to be able to go to Italy with my family.
SCHOOL TEST IN ITALY
Hér sat ég og reyndi að læra…það gekk mjög illa:)
Ég tók prófið, skeit og hélt svo bara áfram að lifa lífinu.
// Here I was, trying to study…it went not so well:)
I took the test, it went terrible HAHA but I did my best.
RED & CHEESE
Rautt, ostar og gott spjall við fólkið mitt á þessum draumastað
// Red wine, cheese and family time
BAGNO A RIPOLI
Við fengum okkur göngutúr í bæinn, Bagno a Ripoli sem var í göngufjarlægð frá hótelinu.
Bærinn er pínulítill og þar var bara gamalt og krúttað fólk. Við sáum strax að það var ekki mikið hægt að gera í þessum bæ þannig við plöntuðum okkur bara á einum veitingastað og borðuðum góðan mat:):) …við höfum alltaf haft gaman að því!
// We walked to this small town, Bagno a Ripoli, which is in a walking distance from our hotel. This town is really cute🙂 But there wasn’t much to do, so we just ate good food…and that is exactly what we love doing!
ARNA – with the hat
READY FOR COOKING CLASS
VILLA BORDONI
Þarna vorum við nýkomin á svæðið og strax komin í svunturnar og með rautt í annarri. Við vorum svona aldeilis tilbúin að fara að læra á ítalska eldamennsku.
// We were born ready for this Cooking Class!
& we got apron, red wine and this beautiful view…how perfect?
COOKING CLASS IN CHIANTI
VILLA BORDONI
Við fórum í matreiðsluskóla á fallegasta stað sem ég hef á ævinni komið til, staðsettur í Chianti. Það tók okkur um klukkustund að koma okkur þangað með bíl en það var vel þess virði!
Þetta var svo gaman og sérstaklega að fá að gera þetta með fjölskyldunni! Við lærðum að gera pasta frá grunni, útbúa eðal tómatsósu, fínt kjöt og síðast en ekki síst…tiramisu! Slef.
// We went to a cooking class on one of the most beautiful places I have ever visited, located in Chianti. It took us around one hour to drive there from the hotel and it was 100% worth it!
It was so much fun that we did this with my family. We learned to make homemade pasta, REAL tomato souse, good meat and tiramisu!
BON APPETITOOO
Eruð þið að sjá þetta pasta sem við gerðum frá grunni???
Ég þarf ekki einu sinni að segja ykkur hvað þetta var gott, það sést bara.
Takk mamma fyrir að hafa valið þennan stað ❤ Þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég gerði á Ítalíu og svo var hann David (kokkurinn og eigandi hótelsins) svo frábær!
// Look at this pasta…take a moment and imagine how good this was!!
This experience was one of the best in my Italy trip and I can tell you that David (the chef and the owner of the hotel) had a big part in that! He was such a great person and I hope I will come back one day.
BYE BYE TOSCANA
next up: ROME
Takk fyrir að gefa þér tíma til að lesa færsluna mína:) En núna ætla ég að leggjast yfir þessa ferð og skrifa niður allt sem við gerðum! Þið megið búast við fullt af skemmtilegum færslum á næstunni.
// Thank you for reading my post!
Instagram:
https://www.instagram.com/arnapetra/