– VIÐ ERUM 7 ÁRA –

-5844243031888198717_img_7152

VIÐ ERUM 7 ÁRA!

Hér sit ég í rauðu þrumunni (bíllinn okkar) á leiðinni til Danmerkur og ég nýti tímann í að skrifa á milli þess að vera í hver er maðurinn. Þið ættuð að þekkja þann ,,skemmtilega” leik. En í dag er stór dagur, við Tómas erum búin að vera saman í heil 7 ár OG svo er líka komið heilt ár síðan við fluttum til Svíþjóðar. Tíminn líður!

img_6278

ÞESSI SPURNING:

Ég fæ oft þessa spurningu:

,,Hvað eruð þið Tómas búin að vera lengi saman? ”

7 ár.

& þessi spurning kemur alltaf beint á eftir:

,,Bíddu, hvað ertu gömul??”

21.

HAHA! Já við erum gömul hjón eins og hún Elísabet systir Tómasar sagði við okkur í morgunn.

<img src=”https://arnapetra.files.wordpress.com/2019/08/t-3-a.jpg&#8221; class=”aligncenter size-full wp-image-4304″ alt=”T

UNGLINGAVEIK MEÐ ÚTIVISTATÍMA

Við byrjuðum saman þegar við vorum 14 ára og þá vorum við líka bara lítil börn með unglingaveiki og útivistatíma. Strætóferðirnar fram og til baka voru óteljandi og svo þurftum við helst að vera komin heim fyrir klukkan 10. Svo fengum við ekki einu sinni að gista saman fyrr en heilu ári eftir að við byrjuðum saman! HEILU ÁRI!

Þetta er kannski aðeins öðruvísi í dag þegar vinkonur mínar eru að byrja að hitta nýjann vin.

img_0551

UPP OG NIÐUR TÍMAR Í SAMBANDINU

Við Tómas erum búin að vera þroskast saman úr því að vera unglingaveikir krakkar yfir í ,,fullorðið” fólk. Og sambandið hefur svo sannarlega breyst síðan við kynntumst, breyst á góðann hátt. Við eigum auðvitað okkar upp og niður tíma, sem við ættum flest að þekkja. En eftir erfiða tíma koma góðir tímar. Ekki satt?? 

img_5401

FERÐALÖG OG FLUGNÁM

Síðan við Tómas kynntumst þá höfum við verið dugleg að ferðast og núna er minn maður kominn langleiðina með flugnámið þannig ferðalögin fara ekkert minnkandi. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum.

Við erum hins vegar að lifa í ákveðinni óvissu þar sem ég veit ekkert hvert við förum eftir Svíþjóð. Kannski við flytjum aftur heim til íslands í smá tíma? Kannski verðum við lengur í Svíþjóð? Kannski förum við bara til Ástralíu í nám sem mig langar í….nei ég segi svona. Ég get ekki farið svo langt í  burtu frá fólkinu mínu.

Þetta kemur allt saman í ljós.

20180502182800_img_5101

Eitt að lokum, þá ætla ég að fá að vera smá væmin…ég er alltaf að reyna að æfa mig í því (er það yfirleitt ekki) en það má á svona dögum 🙂

Ég er mjög spennt fyrir fleiri árum með Tómasi ❤ Það toppar enginn þetta eintak! Hann gerir alla daga betri og dregur mig upp en ekki niður og þannig á það líka að vera!

Jæja þið fáið ekki meira út úr mér í dag.

Takk fyrir að gefa þér tíma til að lesa færsluna mína.

Endilega skelltu í ,,follow” ef þig langar til að fylgjast enn betur með mér hér á blogginu.

Instagram:
https://www.instagram.com/arnapetra/

ArnaPetra (undirskrift)

 

 

4 Comments Add yours

 1. elgunnars says:

  Æi þið eruð æðisleg. 14 ára (þú gerir þér grein fyrir því að Alba verður 14 ára eftir 3 og hálft ár omg) og núna, orðin gömul sænsk hjón ❤

  Hlakka til að knúsa ykkur og skála fyrir 7 árunum um helgina.

  Liked by 1 person

  1. arnapetra says:

   Já guð það er hálf skrítið ef maður pælir í því! Nei ég bilast og svo er hann Agnar Darri 14 ára 🙈

   En við erum svo spennt að koma til ykkar í dag 💗🙏🏻 JÁTS við munum sko skála🥂

   Like

 2. Sigridurr says:

  Til hamingju! xxxx Hlakka til að fylgjast meira með ykkur og ykkar ferðalögum!

  Like

  1. arnapetra says:

   Takk æðislega 💗

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s