Við Sunna (& Luna) ákváðum að nýta tækifærið þar sem við vorum báðar í fríi á sama tíma og fara í smá roadtrip um Svíþjóð. Planið okkar var að fara í smá roadtrip frá Västerås til Falkenberg sem átti að taka um 5 klst og gista síðan þar.
// Me and Sunna (& Luna) saw that we were both off at work at the same time so we decided to go on a road trip to see more of Sweden. The plan was to drive all the way from Västerås to Falkenberg and that was supposed to take around 5 hours.
Eftir 6 klst keyrslu vorum við loksins komnar á rettan stað. Ég stóð mig ekkert rosalega vel á mappinu og misstum við þar af leiðandi af mikilvægari beygju. En við höfðum bara gaman af þessari klukkustund sem við þurftum að keyra lengur og sungum úr okkur raddböndin… aðallega Sunna þar sem hún kann öll lög upp á 10! Ég varð bara hálf feimin hún var svo góð. Ég er bara ein af þeim sem kann enga texta, heldur bulla ég bara eitthvað, er ég ein um það??
// After 6 hours drive, we finally arrived at the right place. I was not so good with the maps… I forgot to tell Sunna about one really important turn so we needed to drive for a bit longer than we needed. But we sang together the whole way…well Sunna she knows every lyric 100%!! I am that kind of a person that can’t remember the song so I just make my own version, am I the only one??
– FALKENBERG STRANDBAD –
Spaið hér í Falkenberg Strandbad er með því flottara sem ég hef farið í og ég vildi óska þess að við hefðum geta verið lengur!
// This spa is one of the nicest spas that I have visited and I wish that we could have been there one more night!
Barþjónninn Latta var svo frábær og kom færandi hendi og gaf okkur Sunnu þessa fallegu kokteila!
// The bartender Latta was so lovely and gave us these amazing cocktails!
Æj hvað ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessari mús ❤
// How lucky am I to have met this one ❤
Súkkulaði og spil fyrir kvöldmat 🙏🏻
// Chocolate and playing cards before dinner.
Sjá þessa fegurðardrottningu!
// Look at this beauty queen!
Það er enginn kvöldmatur án þess að fá sér eftirrétt hér í svíþjóð. Við fengum okkur kvölmat á veitingastað á hótelinu sem hægt er að skoða betur hér.
// There is no dinner without a dessert here in Sweden.
We had such a good time at this restaurant, Famille.
Luna litli Hótelhvolpur
// Luna the Lobby dog
Arna á ströndinni í Sverige
// On the beach in Sweden
Í 30 gráðum er ekki annað hægt en að kæla sig niður með ís
// Who can say no to ice cream when it’s 30 degrees outside??
Það var ekki laust fyrir okkur aðra nótt í Falkenberg þannig við ákváðum að finna okkur gistingu sem væri þá aðeins nær Västerås. Gistingin sem við fundum okkur var ódýr og alveg lengst uppí sveit. Við keyrðum í sirka 3 klukkustundir en þá vorum við allavega komnar hálfa leiðina til Västerås. En það var alls ekki leiðinlegt hjá okkur Sunnu, við sungum ennþá meira…ég er farin að halda að hún Sunna sé orðinn atvinnusöngvari eftir þessa ferð.
// There were no rooms available the next night at Falkenberg Strandbad, so we decided to drive closer to Västerås. Sunna found us a cheap stay in the countryside. We drove for 3 hours, so we were closer to home (Västerås). But on the way we had so much fun, we sang even more and I have to say that I think Sunna is becoming a professional singer after this trip.
Trähörna Wärdhus! Ég mun ekki koma aftur takk fyrir bless… HAHA!
// Trähörna Wärdhus! I will not be back thank you goodbye… HAHA!
Hér plöntuðum við okkur, mjöög huggó herbergi og það fór mjög vel um okkur:)
// Here we stayed for one night, really nice and cozy room:)
Rétt eftir kvöldmat kom einn starfsmaðurinn til okkar og varaði okkur við slöngum (snákunum eins og Sunna vill segja) sem væru þar í kring og það versta var að einn þeirra er mjög eitraður. Svo til að gera þetta ennþá verra þá sagði hann að það væri allt í skógarmítlum, moskító og mýflugum…við ætluðum í alvöru að flýgja þennan stað en þá áttuðum við okkur á því að við vorum báðar búnar að fá okkur eitt glas af rósavíni. Það var ekkert annað í stöðunni en að gera gott úr þessu. Að gista þarna var allavega ekki að fara að drepa okkur… NEMA ef eitraða slangan myndi láta sjá sig! Guð hvað ég átti erfitt með mig! Mér leið eins og það væri snákur inni hjá okkur, moskító að bíta mig og skógarmítlar að festa sig á mér!!! Þú sem veist ekki hvað skógarmítill er, googlaðu.
… og við sem erum báðar búnar að fara til Afríku og gista við mun verri aðstæður en samt vorum við alveg að missa okkur! Nú meiri stælarnir í okkur.
// Right after dinner one of the staff came to us and told us to be aware of the snakes! And one of them is poisoning, he also told us that there is a lot of mosquitos and ticks…ABORT MISSION! We were going to escape but then we realized that we had already had one glass of rosé. So there we were, stuck in the middle of nowhere.
Ég skil ekki afhverju ég er ekki löngu búin að skoða meira af Svíþjóð! Vá hvað þetta var gaman. Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt hér, núna er það bara að plana og GERA!
Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst og hvort þið hafið farið á þennan stað eða hafið áhuga á að fara. Þið megið endilega kommenta hér að neðan ef þið hafið spurningar eða fleiri hugmyndir eða bara senda mér á instagram ef þið viljið létt spjall. Ég er búin að vera að tala við nokkra í gegnum instagram-ið mitt og hef verið að reyna að hjálpa eins og ég get. Það er mjög gaman að tala við ykkur! ❤
// I don’t know why I haven’t traveled more around Sweden! Wow, this was so much fun. There are so many places I want to visit here in Sweden so now I just need to plan and GO!
Looking forward to hearing what you think. Feel free to comment below if you have any questions or if you have more ideas for my readers. It is always fun to hear about your experience. And you can, of course, send me as well on Instagram, I have been helping out some travelers and it is so much fun to be able to help you as much as I can.
Instagram:
https://www.instagram.com/arnapetra/