M I L A N O
HOTEL:
MILAN ROYAL SUITES
Milano er staður sem ég get bara sagt hér og nú að ég á 100% eftir að heimsækja aftur! Ég gæti jafnvel hugsað mér að búa hér…
// Milan is a place I would love to visit again and I could also see myself living here… maybe one day??
DAY 1
Við Tómas (morgunnhanarnir) sátum á svölunum og fylgdumst með fólkinu labba framhjá yfir einum rótsterkum espresso. Við vorum aðallega að bíða eftir að allir hinir myndu vakna upp til lífsins svo við gætum byrjað daginn, en þetta var líka gaman☕️
// Me and Tómas started our day with a strong espresso on the balcony at our hotel ☕️ and we watched the people walk by.
BRERA – HVERFIÐ
Við byrjuðum á því að rölta um fallega hverfið okkar í leit að morgunmat. Við þurftum ekki að labba lengi til að finna staðinn, GodSaveTheFood.
// We started our day with a short walk to find a breakfast spot. It didn’t take us long to find this one which was just 2 minutes from our hotel.
VINTAGE MARKET
Á meðan við biðum eftir morgunmatnum þá fór ég og skoðaði markaðinn sem var í götunni. Ég er ein af þeim sem get gleymt mér heillengi á svona mörkuðum, en morgunnmaturinn beið mín þannig ég stoppaði bara stutt.
Það gæti verið gaman fyrir ykkur sem elskið vintage, að kíkja á þennan markað hér í Brera hverfinu, vegna þess að þarna leyndust allskonar gersemar!
**Markaðurinn er bara á sunnudögum.**
// While we waited for the breakfast, I walked around the vintage marked that was on the same street. For you who like vintage, I would recommend this market.
It is only on Sundays.
DUOMO di Milan
Þetta er fallegasta kirkja sem ég hef farið í. Öll smáatriðin! Vá. Ekki sleppa því að skoða þessa kirkju ef þú ert að fara til Milano.
// I have never seen as beautiful church before! WOW. Don’t forget to visit DUOMO if you are going to Milan.
GALLERIA VITTORIO EMANUELE
Hér þarf ekkert langan tíma, nema þú eigir nóóg af penge. Fínt að njóta bara og horfa á þessa fallegu byggingu. Við mamma létum okkur nú alveg dreyma og fórum í dýru búðirnar, við löbbuðum hins vegar tómhentar út…en við fórum síðan beint og keyptum okkur ljúffengann ís til að láta okkur líða betur.
Ísbúðin heitir Marchesi og er í galleríinu.
// You don’t have to spend to much time here, only if you have enough money;) Me and my mom went for some window shopping and after looking into some stores without buying anything, we decided to get us some ice cream to make us feel better.
The ice cream store: Marchesi
CABERNA DEL BORGO ANTICO
Besta pizza, besta vín og besta þjónusta! Þið verðið að fara á þennan stað hér í BRERA hverfinu og fá ykkur pizzu og helst þetta vín 🇮🇹🍷🍕
// The best pizza, the best wine and the best service! You have to eat here, have a pizza and this wine.
FORTUNE TELLER – BRERA
BRERA hverfið, sem ég er búin að vera að dásama svo mikið, er þekkt fyrir spákonur. Og þær eru á flestum hornum. Um að gera að láta spá fyrir ykkur.
// The BRERA neighbourhood, is know for the fortune tellers on every corner.
JAMAICA
Jamaica er elsti bar í BRERA. Hér voru víst allir listamennirnir að drekka og hafa gaman. Merkilegt, mjöög merkilegt!
// Jamaica is the oldest bar in BRERA. I was told that all the artist met here for drinks.
TERRAZZA TRIENNALE
Osteria Con Vista
Við klæddum okkur svo í kjólinn, hoppuðum í hælana og skelltum okkur út að borða. Veitingastaðurinn sem við fórum á var mjög flottur, en svo getum við rætt um matinn einhvern annan dag.
Við Hekla komum með þá kenningu að því fínni sem veitingastaðurinn er því skrítnari verður maturinn. Við erum að tala um að Tómas fékk gúrkusúpu í aðal rétt?
Gaman af því! Við erum búin að vera að hlægja yfir þessu í allann dag.
// We dressed up and went out for a fancy dinner. This restaurant is really nice but the food we can discuss some other day.
Me and Hekla have this theory that the fancier the restaurant is, the more weird the food will be. Why? Because Tómas got a cucumber soup for a main dish?? haha! We have been laughing the whole day.
DAY 2
PANINI DURINI
Við morgunn hanarnir vorum aftur vöknuð snemma og ákváðum að skella okkur út til að finna okkur huggulegt kaffihús. Við Tómas sátum þarna í góðann klukkutíma og ræddum um gúrkusúpuna…
// The early birds went straight out for some coffee, this lovely Monday morning. We sat there for a good hour and had a good conversation about the cucumber soup…
BYE BYE MILANO
Þetta voru varla tveir dagar, meira svona einn og hálfur. Þess vegna verð ég að koma hingað aftur við tækifæri og skoða meira!
Núna erum við í lest á leiðinni til Toscana. Við ætlum að gista í húsi rétt fyrir utan Florence, og ég er mjög spennt að sýna ykkur frá því…
Þangað til næst ❤
// After staying in Milano for one and a half day, I realised that it was not enough time! That is why I have to come back to see more of this city.
Now we are on our way to Toscana, in a house close to Florence. Looking forward to show you that…
Until next ❤
Instagram:
https://www.instagram.com/arnapetra/