– SEINUSTU DAGAR –

Screenshot 2020-02-26 at 20.57.28

HÆ!

Mig langar til að taka saman seinustu daga sem hafa verið svo skemmtilegir…

IMG_6100IMG_6104

19. Februar.

Gullfallega Sunna, vinkona sem ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast hér úti átti afmæli. Við eyddum öllum deginum saman og fórum í roadtrip til Skultuna, borðuðum Lunch á Messingbruk & enduðum svo kvöldið á STEAM HOTEL…en ekki hvað!

Þennan sama dag þá gerði ég svolítið sem ég ætla að tala um í næsta YouTube myndbandi😬🤭

IMG_4920IMG_4922IMG_4751

21. Februar.

Gullfallega Magga Dís átti daginn & hún hélt auðvitað eitt rosalegt afmælispartýýý þar sem við hittumst margir íslendingar. Meðal annars Hera & Sara sem þið sjáið á myndunum. Við fjórar vorum saman í Vogaskóla og erum búnar að vera vinkonur í ég veit ekki hvað mörg ár…& núna búum við allar í Svíþjóð. Aldrei hefði mér dottið það í hug að við yrðum allar saman í Svíþjóð ❤

Núna verð ég bara hálf leið að hugsa út í það að vera bráðum að fara að flytja 😦

IMG_4787IMG_4796img_4847

22. Febrúar

Við vöknuðum eldhress um morguninn, fengum morgunmat í rúmið af yndislega Tómasi sem gat ekkert sofið, þannig að hann skellti sér í bakaríið. Eftir morgunmatinn þá fórum við í  góðan göngutúr í Björnön OG það var alveg sturlað veður (á sænskum mælikvarða). Ekki taka mark á honum Andra, hann er alltaf í stuttbuxum EN skoðið hins vegar vandlega hárið á Fannari…það segir allt sem segja þarf 😂

Eftir góðan göngutúr þá enduðum við á þessu sæta kaffihúsi og fengum okkur heita súpu með brauði eeeða réttara sagt brauði með súpu. Já, ég er ein af þeim. Þess vegna ELSKA ég Svarta Kaffið, gamla vinnustaðinn minn ❤

img_4846

STEAM HOTEL

Ég get sagt ykkur það að Steam er mitt annað heimili. Ég er bæði svo þakklát fyrir að vera með þessa vinnu og fá að kynnast þessu frábæra fólki sem eru að vinna með mér.

En núna er ég svo til í þetta stutta frí sem ég er komin í eftir erfiða vinnutörn. Núna bíð ég bara spennt eftir ykkur, Sól & Guðrún ❤

83366D76-2552-4C2B-8ABE-641B41A68B3CIMG_483122029A05-45DF-4BFF-8646-7A4B306663E6

25. Febrúar

Haldið þið að ég hafi ekki bara verið í fríi á þessum SÓLRÍKA ,,sumar”degi…sem endaði síðan á snjókomu & ég sem hafði hjólað niður í bæ illa klædd. Ég var einum of bjartsýn svona í febrúar.

Ég fékk mér kaffi með vini mínum & gat ekki annað en keypt mér Semlu á bolludeginum. Hún var ekki eins góð og á ÍSL en hún slapp. Ég át hana allavega.

Rosalega var gott að eiga svona frídag… ❤

img_5331

Takk fyrir að lesa færsluna kæri lesandi ❤

Ekki missa af næsta YouTube myndbandi sem kemur á sunnudaginn næsta.

https://www.youtube.com/channel/UCTkZp4bWEV0Rxv27Q8GcZug?view_as=subscriber

Knús & eigðu gott kvöld,

ArnaPetra (undirskrift)

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s