Hvernig á að pakka fyrir svona stórt ferðalag?
Þegar ég pakkaði fyrir mitt ferðalag þá stressaði ég mig ROSALEGA mikið… skipulagsfríkið hún Arna kom sterk inn þar. En þegar ég hugsa út í það núna þá kom það sér bara vel af því að þá var maður ekki að gleyma neinu.
Það er alltaf talað um að pakka frekar minna en meira þegar maður er á bakpokaferðalagi, en ég er ekki alveg viss um að ég sé sammála því. Ég var með 60+20 lítra bakpoka og margir voru að segja að það væri of mikið en mér fannst það fullkomið, mætti vera stærra mín vegna en ég myndi þá líklegast detta aftur fyrir mig, litla Arna.
En þið getið kannski ekki alveg pakkað nákvæmlega eins og ég af því að þetta fer alveg eftir því hvert þú er að fara og einnig eftir veðri. Ertu að fara í bæði heit og köld lönd? Ertu að fara í mikið af gönguferðum eða til dæmis pakkaferð eins og við fórum í til Afríku? En ef þú ert að fara í pakkaferðir þá er þér yfirleitt sagt hvað þú þarft að hafa með þér.
BAKPOKI
Við vorum með Vango freedom 60+20 lítra (eldri útgáfuna) og keyptum hann í Everest í Skeifunni en mér sýnist að það sé búið að gera endurbætta útgáfu af honum.
Bakpokinn vinstra megin er bakpokinn sem við vorum með, en hægra megin er endurbætta útgáfan. Þessi bakpoki er svo þægilegur af því að það er hægt að opna hann alveg eins og á ferðatösku, sem gerir auðveldara fyrir þig að finna dótið þitt.
Hér getið þið skoðað bakpokann á heimasíðunni.
EKKI GLEYMA!

☐ Vegabréf
☐ Visa inn í þau lönd sem þarf (Að sækja um visa er hausverkur þannig best að klára það af og gott að hafa fyrirvara)
☐ Veski
☐ Kreditkort
☐ Ferðatrygging
☐ Afrit af vegabréfi til öryggis
FÖT
Taktu bara það þægilega! Mjög mikilvægt af því að þú átt ekki eftir að nota fötin sem eru kannski flott en óþægileg, ég lofa…
NÆRFÖT OG SOKKAR
☐ Nærbuxur, taktu nóg.
☐ 1-2 Calvin toppar, taktu það sem þér líður best í.
☐ Hlýrabolur
☐ Sokkar (4 pör kannski, ég var aldrei í sokkum)
☐ Kosysokkar fyrir flug, ef þér verður oft kalt á tánum:)
☐ Föðurland, þurftum það samt bara fyrir Afríkupakkann.
KJÓLAR, BUXUR, BOLIR OG PEYSUR
☐ 1-2 létta kjóla, en svo mæli ég með að kaupa kjóla úti á engan pening…
☐ 1x hettupeysu, gott fyrir flug og þegar AC er að stríða þér.
☐ 1x síðbuxur (þægilegar!)
☐ 1-2x stuttbuxur
RÆKTARFÖT
Ég mæli mjög mikið með að hreyfa sig á meðan maður er að ferðast. Þó það sé ekki nema einn hlaupahringur eða einn yogatími… Þannig eftirfarandi er mjög gott að hafa ef þú heldur að þú eigir eftir að hreyfa þig.
☐ 1x ræktartoppur
☐ 1x stuttbuxur
☐ 1x ræktarbuxur
☐ 1-2x ræktarbolir
SKÓR
Ég hlustaði á ALLA í kringum mig og keypti þessa gullfallegu ECCO skó, þið vitið. En ég notaði þá kannski 3x… ég sendi þá heim og notaði svo bara Birkenstock alla daga. Margir eru samt mjög ánægðir með ECCO skóna en ég var það bara alls ekki;) og ekki heldur hin þrjú sem voru með mér.
☐ Birkenstock
☐ Ræktarskór, sem þú ferð bara í upp á völl og notar líka ef þú vilt hreyfa þig. Þeir eru plássfrekir þannig þú verður að meta það.
☐ Svo kaupirðu þér flip flops úti
SUNDFÖT
☐ Sundföt ….
Taktu það sem þú átt, eitt bikiní/sundskýla og einn sundbolur er nóg og svo geturðu alltaf keypt þér úti. Ekki gera eins og ég að kaupa þér RÁNdýrt bikini á netinu, það er óþarfi að mínu mati.
☐ Ferðahandklæði
SNYRTITASKA
☐ Hárbursti
☐ Mini sjampó og næring, ef þú ert með ljóst hár þá er MUST að hafa líka mini fjólublátt sjampó af því að sjórinn og sólin gerir hárið svo gult.
☐ Djúpnæring, MUST!
☐ Teygjur
☐ Tannbursti, tannkrem
☐ Andlitskrem
☐ Svitalyktareyðir
☐ Makeup remover
☐ Eyrnapinnar og bómull
☐ Sólarvörn (alls ekki nauðsynlegt, getur keypt allsstaðar)
☐ Varasalvi
☐ Litunardót, til að lita augabrúnirnar
☐ Plokkari
☐ Rakvél og auka rakvélablöð
☐ Nagglaklippur og nagglalakk
Það er mjög sniðugt að hafa kannski 2-3 svona. Allt þetta dót er mjög plássfrekt þannig maður verður helst að nota svona ferðakit.
MÁLNINGADÓT
Þú þarft alls ekki að taka mikið, maður er ekkert að nota málningadót þegar maður er brúnn og ferskur. En ég tók eftirfarandi með mér:
☐ Bronzing gel
☐ Sólarpúður
☐ Maskari venjulegan og vatnsheldan
MEDICAL KIT
Það er sniðugt að byrja að taka magatöflur til að styrkja magann áður en þú ferð í ferðalagið af því að það er mjög líklegt að þú fáir í magann þegar þú ert að fara í fyrsta skipti á nýja staði sem eru kannski ekki eins hreinir og heima.
Ég keypti allt mögulegt og var því viðbúin fyrir öllu, sem var kannski alveg sniðugt ef eitthvað skyldi gerast. En við vorum mjög heppin og urðum nánast ekkert veik.
☐ Plástur
☐ Verkjatöflur (t.d Íbúfen og panodil)
☐ Stopptöflur, jájá ef þú skildir vera óheppinn með mat
☐ Ofnæmistöflur
☐ Brjóstsviðatöflur
☐ Sýklalyf
☐ Nefsprey
☐ Magatöflur
☐ Afterbite
☐ Moskítósprey, hægt að kaupa allsstaðar en mundu að kaupa með DEET
☐ Pillan, stelpur
☐ Malaríulyf (Malarone), ef þú ert að fara á malaríusvæði.
☐ Sprautubók, ég þurfti aldrei að sýna hana en kannski betra að vera með hana til öryggis.
☐ Skæri
☐ Hælsærisplástrar
AUKAHLUTIR
☐ Sólgleraugu
☐ Lás
☐ Eyrnatapparnir voru mjög vinsælir!
☐ Taupokar úr IKEA, ég geymdi nærfötin í einum og svo var ég með annan fyrir óhrein föt.
☐ Svefnpoki (fyrir Afríkupakkann)
☐ Silki svefnpoki
☐ Höfuðljós!! Var möst í Afríkupakkanum
☐ Penni
☐ Dagbók, þú munt sjá eftir því ef þú gerir það ekki.
☐ Þvottaefni fyrir handþvott
☐ Koddaver
☐ Hálspúði uppblásinn, tekur ekkert pláss
☐ Spil og bók
TÆKI
☐ Sími
☐ Tölva
☐ Heyrnatól
☐ Öll hleðslutæki
☐ Myndavél, gorpro? ef þú hefur áhugann..
☐ Ferðahleðslukubbur
☐ Lítill hátalari
Ég tók þetta allt saman og hér er listinn:
Þið eruð örugglega að hugsa, hvernig kom hún öllu þessu fyrir?!
En málið er að maður verður að vera sniðugur þegar kemur að því að pakka… það er til dæmis mjög sterkur leikur að rúlla fötunum upp og geyma svo skóna í framaná hólfinu og nota lítil ferðakit í staðinn fyrir stóra sjampóbrúsa. Það er hægt að gera svo margt.
Hér fyrir neðan fæ ég sömu krakka og í póstinum sem þið getið séð hér.
En hér eru þau að segja hvað þeim finnst MUST að taka með í bakpokann og hverju hefði mátt sleppa.
TÓMAS
Arna sá um að pakka í pokann minn þannig mér dettur ekki mikið í hug. Hefði samt verið til í að vera með fleiri boli og nærbuxur. Þannig að takið frekar meira heldur en minna.
ÓSKAR
Við vorum náttúrulega að gista í tjaldi í Afríku.. þá var ferðahandhlæði það mikilvægasta í pokanum. En ef við horfum á ferðina í heild sinni þá hefði ég vilja sleppa ECCO skónum sem ég keypti viku fyrir reisu og hennti í miðri reisunni haha. Must að hafa alltaf á sér snakk/hnetur og vatn í pokanum. Og hátalari og Moskito net!!!
HRÖNN
Mm myndi segja að það væri möst að taka með góða skó,hælsærisplástra, verkjalyf, after bite krem, ferðakodda, eyrnatappa og lítið vasaljós. Líka mjög sterkur leikur að taka eina hettupeysu, góða sokka og ullarleggings því það er ekki alltaf jafn heitt alls staðar og útaf loftræsikerfum. Ef það er eitthvað sem ég hefði viljað sleppa þá var það til dæmis svona regnkápa yfir bakpokan því notaði það ekki einu sinni og allskonar drasl sem tengist bakpokanum sem tók bara auka pláss.
GARÐAR
Hælsærisplástra, moskitó fæli og afterbite, after sun og ekki of mikið af fötum.
HELENA
Ég myndi mæla með því að sleppa fína snyrtidótinu. Þú ert svo sjaldan að fara að mála þig og þegar ég ákvað að vera smá fín og sæt (eins og á Vietnam New Years), skellti ég bara á mig maskara og glossi. Ég mæli hins vegar með að vera með augabrúnalitunar-græjur, það var mega þægilegt. Strap sandalar! Ekki mega sexy en maður labbar svo óendanlega mikið og þægindi eru major key!! on that subject, þægilegar stullur og þunnar, mjúkar síðbuxur (í klaustrum þarf maður að vera í síðum buxum) En það sem ég notaði bókstaflega ALLA daga var 66° norður mittistaskan til að geyma símann minn og veskið.
MARÍA
Less is more sögðu allir heimsfarar við mig áður en ég lagði af stað… ég túlkaði það væntalega sem more is more!!!!!! Ekki taka 5 skópör og ekki taka 7 sólgleraugu og ekki taka 17 sokkapör því þú munt kannski nota 1 par!! Must haves væri klárlega óhreinataugspoki því ef þú setur óhreina með hreina verður allt ÓHREINT og enginn mun vilja tala við þig því þú ert smelly!!!
SÓL
Það er MUST að taka nóg af moskitosprey! Sérstaklega ef þú ert að fara til Fiji í eyjahopp, það fæst ekkert á þessum eyjum. Ég brenndi mig á því haha. Ef þú ert stelpa vertu með pilluna fyrir alla dagana, þú nennir ekki að vera á ströndinni á túr. Ég hefði viljað sleppa lokuðum íþróttaskóm, ég gekk með þá í töskunni í 3 mánuði og aldrei notaði ég þá. Annars myndi ég passa að fylla pakpokann ekki af þvi að þú munt kaupa þér eitthvað t.d. Local föt.
FANNAR
Mér fannst koma sér vel að vera með nokkrar græjur í pokanum: vasaljós (það verður mjög dimmt á kvöldin í útlöndum), batteríbanka og þess háttar. Hefði viljað sleppa nánast öllum flíkunum, ef þú ert að fara eitthvað þar sem er kalt pakkaðu þá fyrir því en annars er 1-2 bolir, 1 stuttbuxur og sundskýla nóg fyrir mig. Vegna þess að það er mjög gaman að kaupa einhver menningarleg föt og klæðnað til þess að fara í á djammið, svo hendir maður auðvitað megninu af því en geymir bolina og svona til að hafa til skiptana, ég var farinn að geyma full mikið af drasl fötunum sem eg keypti svo pokinn minn var 18kg þegar ég kom heim.
KRISTIN
Ókei það eru tveir hlutir sem mér finnst möst að taka með sér í reisu. Annar hluturinn sem mér fannst möst að taka var kannski ekki rosa praktískur hlutur, en ég tók með mér bók þar sem ég skrifaði frá degi til dags allllt sem gerðist, hvert ég fór og hverjum ég kynntist. Og í dag þykir mér sjúklega vænt um þessa bók. Leyfi engum að lesa hana reyndar hahah…
Hinn hluturinn er straumbreytir svo það sé alltaf hægt að hlaða símann.
Það sem ég hefði 1000% viljað sleppa eru líka tveir hlutir. Við tókum með tölvu, sem var bara fyrirferðamikil og við notuðum hana ekkert. Síminn er alveg meira en nóg, svo hefði ég viljað sleppa ferðahandklæðinu, það tók líka bara pláss og ótrúlegt en satt þá eru handklæði á öllum hótelum, hostelum, stöðum sem við gistum á eða fórum á.
ESTER
Algjört must að hafa dagbók og reyna skrifa í hana stundum. Það er svo auðvelt að gleyma öllu því geggjaða sem þú sást og upplifaðir en ef þú skrifar það niður áttu það að eilífu! Líka svo gaman að lesa allt svona löngu seinna og líða eins og þú sért kominn til baka. Taktu þægilegar stuttbuxur til að nota dags daglega en samt nógu flottar til að nota á kvöldin og á djamminu. En svo hefði ég hefði vilja sleppa tölvunni, ég notaði hana ekki neitt.
Mig langar alltaf að reyna að minna ykkur á að við höfum öll mismunandi skoðanir og fínt fyrir ykkur að sjá það hjá þessum 10 snillingum hér að ofan. En svo langar mig einnig að segja að ef það kemur fyrir að þið þurfið að losa ykkur við föt, skó eða jafnvel svefnpoka þá mæli ég svo mikið með að gefa það frekar en að henda. Við gáfum til dæmis svefnpokana okkar og ég get sagt ykkur það að tilfinning að geta hjálpað er svo góð.
Hlakka til að heyra ef þetta getur nýst ykkur eitthvað!
I got this site from my buddy who shared with me on the topic of this web page
and at the moment this time I am browsing this web site and
reading very informative articles at this place.
LikeLike