Við Tómas ákváðum að fara upp í bústað til að slaka á og njóta þess að vera enn í fríi áður en við förum svo aftur heim til Västerås. Ég viðurkenni það alveg að ég er orðin spennt að komast aftur í rútínu. En það er líka svo gott að vera hér með fólkinu sínu! Núna ætlum við að reyna að nýta seinustu daganna okkar vel.
Morgunmatur//pönnsur kl. 12 á fimmtudegi er í lagi á svona frídögum, er það ekki annars??
Skeljar í fjöru.
Ég held að ég sé búin að gista oftar hér heldur en heima í Reykjavík. Fallega kjósin, uppáhalds staður.