– HVERNIG ER HÆGT AÐ SPARA SÉR PENINGINN? –

7856313872_img_5693

Við Helena fórum báðar í stórt ferðalag og okkur langar að hjálpa ykkur eins vel og við getum með því að svara spurningum ykkar.  Við viljum aðallega að þið þurfið ekki að gera sömu mistök og við og svo fylgja auðvitað nokkur góð tips. Svo kannski sjáið þið eitthvað sem þið voruð ekki einu sinni búin að hugsa út í.

Peningar taka frá manni mikla orku og með því getur það jafnvel eyðilagt ferðalagið. Við Helena erum sammála um það að aðal markmiðið á svona ferðalagi er að upplifa sem mest og að peningur sem við eyðum í upplifun sé aldrei tapaður peningur.

7518622816_img_5727
Arna:

Ég lagði af stað í mitt ævintýri í lok janúar og við Tómas fórum með öðru pari. Við vorum búin að plana öll flug þannig við vissum nánast alveg hvað við yrðum lengi í hverju landi. Þá var ekki að fara mikill aukakostnaður í flug. Áður en við fórum þá vissum við ekkert hvað við þyrftum mikinn pening til að lifa (t.d. gistingar, activities, mat og fleira). Það getur verið mjög erfitt að átta sig á því hversu mikinn pening maður þarf fyrir svona langt ferðalag og sérstaklega þegar maður er að fara í fyrsta sinn… og vorum við frekar stressuð um að klára allan peninginn og eiga svo eitthvað eftir af ferðalagin. Mig grunar að fleiri séu að hugsa það sama miðað við spurningar sem ég hef verið að fá síðustu mánuði.

En við fjögur vorum öll með rosa svipað á mann, eitthvað um 600-800 þúsund. Ég held nú samt að ég hafi eytt aðeins meira, en það var þá allavega eytt í upplifun:). Ég myndi alltaf mæla með því að taka meira heldur en minna ef þið hafið tök á því. Það er samt sem áður mjög erfitt að svara því hversu mikinn pening þarf í heildina en með þessum bloggpósti vonum við Helena að við náum að hjálpa ykkur með undirbúninginn og gefa ykkur góð tips til að spara ykkur peninginn.

7860508320_img_5743

Helena:
Í byrjun ársins 2018 lagði ég af stað til Suð-austur Asíu með tveimur vinkonum mínum og næstu þremur mánuðum myndum við eyða þar. Við byrjuðum frekar stressaðar þar sem við vissum voða lítið við hverju ætti að búast en eftir smá tíma vorum við orðnar vanar konur. Það er sumt sem mig langar að deila með framtíðar ferðlöngum sem ég held að hjálpi við peningsparnað á meðan ferðlaginu stendur.

 

SPURNINGAR


Hvað heimsreisa kostar svona sirka?

Það fer eftir því hvert þú ert að fara, hversu lengi og hvernig þú vilt lifa…
Ef við berum saman Thailand og Ástralíu þá er Thailand mikið ódýrari staður til að lifa á.
En heimsreisa getur kostað á milli 1-2 milljónir, við vitum að það er stór munur en það er bara ekki hægt að svara þessu þegar við vitum ekki hvert þið eruð að fara og hversu lengi.

 

Hvar voruð þið að vinna fyrir heimsreisu?

7518622816_img_5727
Arna:

Rétt fyrir heimsreisu þá var ég að vinna á elliheimilinu Mörk. En ég var hingsvegar löngu byrjuð að safna fyrir þessu ferðalagi af því að ég vissi alltaf að ég væri að fara að ferðast eftir menntaskóla.

7860508320_img_5743Helena:
Ég vann á veitingastaðnum Svarta Kaffið og var mjög dugleg að vinna og taka smátt og smátt pening frá á meðan ég var í Versló. Sumarið eftir útskrift vann ég af mér rassgatið hjá rútufyrirtækinu Trex en byrjaði aftur á Svarta Kaffinu um haustið.

Hvernig er best að safna fyrir heimsreisu þegar maður þarf að borga svo margt annað í hverjum mánuði?

Við vorum ekki fluttar að heiman þegar við vorum að safna fyrir ferðalaginu og vorum því mjög heppnar að þurfa ekki að borga neitt í leigu eða svoleiðis.

7518622816_img_5727
Arna:
Ég hef alltaf verið mjög sparsöm. Með menntaskólanum þá var ég að vinna aðra hverja helgi og einn dag í viku sem var alveg mikið meira en ég þurfti til að lifa út mánuðinn, peningalega séð. Ég reyndi alltaf að hugsa að ég þyrfti bara 40 þúsund kr. til að lifa út mánuðinn og restin færi inn á sparnaðarreikninn. Ég gerði þetta bara að vana, þó að sumir mánuðir væru dýrari en aðrir. Ef þið venjið ykkur á þetta þá safnast peningurinn hratt upp.

En þetta er kannski ekki eins einfalt þegar maður er fluttur út og þarf að borga í leigu og allan mat, en þá þarf maður bara að vera sniðugur og sparsamur… Ég mæli samt með því að taka samt alltaf til hliðar af laununum í hverjum mánuði þó það sé ekki nema 5000 kr. og líka þegar þið eruð ekki að safna fyrir neinu sérstöku.

7860508320_img_5743Helena:
Í fyrsta lagi verðurðu að vera með sparireikning þar sem þú leggur eitthvað ákveðið frá á mánuði um leið og þú færð útborgað. Ég ákvað hversu mikinn pening ég myndi eyða í hverjum mánuði og reyndi að hreyfa ekki við sparireikningnum. Það gekk alls ekki alltaf upp og ég þurfti alveg nokkrum sinnum að fá “lánað” frá sparireikningum en þá reyndi ég að bæta það upp í næstu útborgun.


Hvernig er hægt að spara pening í hverjum mánuði til að safna fyrir svona ferðalag?

– Slepptu því að fara svona oft út að borða í hádeginu, gerðu þér nesti. Leyfa sér það kannski tvisvar í mánuði?
– Slepptu skyndibitanum og leyfðu þér frekar að fara út að borða 1x í mánuði.
– Verslaðu í matinn og eldaðu heima/ ef þú býrð hjá foreldrum þínum, vertu þá í mat.
– Ekki kannski djamma yfir þig allar helgar, það er mjög dýrt.

 

Hvar finnur maður ódýrustu flugin og hótelin?

7518622816_img_5727
Arna:
Hótel: Við notuðum yfirleitt booking.com.

Flug: Við vorum búin að panta nánast öll flugin okkar í gegnum Kilroy en við keyptum örfá flug og notuðum þá síðuna Kiwi.com sem virkar svipað og Dohop.com.

7860508320_img_5743Helena:
Hotel: Ég notaði mikið Hostelworld til að finna gististað á næsta áfángastað. Svo er hægt að leita að gististöðum í google maps.

Flug: Kilroy var búið að bóka öll flug fyrir okkur fyrirfram.


Er hægt að fara aðra leið með að tryggja sig heldur en í gegnum Kilroy af því að það er svo dýrt?

Já, það er hægt. Við báðar tryggðum okkur í gegnum Platinum kreditkort sem við förum meira út í hér fyrir neðan.

Þarf maður kreditkort?

7518622816_img_5727
Arna:

Já, ég sótti um kreditkort sérstaklega fyrir þetta ferðalag. Það er ákveðið öryggi að hafa kreditkort og svo var ég tryggð í gegnum það. Ég þurfti hins vegar að kaupa auka tryggingu af því að ég var að ferðast í 4 mánuði en tryggingin á kortinu var bara í 3 mánuði. Ég keypti þessa auka tryggingu hjá TM.

7860508320_img_5743Helena:
Klárlega! Ég fékk mínar tryggingar í gegnum kreditkortið en það er ekki eina ástæðan. Þegar við vorum að bóka okkur hostel og svoleiðis í gegnum netið þá notuðum við alltaf kreditkortið til að borga. Ástæðan fyrir því var að ef við myndum vera rukkaðar aukalega eða ef slatti af pening væri tekinn út af kortinu þá vorum við tryggðar fyrir þessum pening (því hann er á kreditkortinu) og myndum fá hann til baka frá bankanum. Sem betur fer þurftum við samt aldrei að díla við það.

 

Hvort fannst ykkur betra að greiða með pening eða korti og hvernig er best að hafa þetta?

7856313872_img_5693Það fyrsta sem við gerðum þegar við mættum á nýjan áfangastað var að taka út pening. Best að taka út á flugvöllum eða í banka þó það sé dýrara því það er ekki alltaf öruggt að taka út pening í bara einhverjum hraðbanka. Við erum heppin að búa á þessu litla skeri þar sem maður þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að vera rændur, en á svona ferðalagi þarf maður að pæla í þessum hlutum. Gott er að taka út slatta af pening á hverjum stað fyrir sig og svo finnur maður út úr því “as you go” hversu mikið þú þarft hverju sinni. En í rauninni borguðum við allt með pening… nema það sem þú pantar í gegnum netið (flug, gistingu, rútuferðir o.fl.).

Hvernig er best að koma sér á hotelið frá flugvellinum?

7518622816_img_5727
Arna:
Ég mæli með að vera alltaf komin með pickup þegar þið mætið á staðinn og það er líka bara miklu öruggara. Einnig muna að skoða hvort hótelið/hostelið bjóði upp á frítt pickup. En ef ekki þá fer það mikið eftir stöðum hvað er ódýrast. Tuk-tuk eru yfirleitt mjög ódýrir EN þeir reyna oft að svindla á ferðamönnum og rukka mikið meira en á að gera. Best er þá að kynna sér hvað tuk-tuk á að kosta á hverjum stað fyrir sig. Við notuðum líka Grab (uber í asíu) þegar við vorum ekki búin að redda fari. Svo leigðum við oft vespur eins og á Bali, Sri Lanka, Thailandi og í Philippseyjum en það var nú samt ekki til að koma sér frá flugvellinum.

7860508320_img_5743Helena:
Við föttuðum það frekar seint að hótel/hostel bjóða upp á frítt pick-up þannig að klárlega byrja á að tékka á því. Þegar þið mætið á flugvöllinn þá er hellingur af transferum í boði frá alls konar mismunandi rútufyrirtækjum. Við keyptum stundum rútu inní borgina eða bæinn sem gistingin okkar var á og tókum tuk tuk þaðan. Stundum tókum við líka taxa. Verið bara viss um að taxinn sé með “meter” og biðjið hann um að kveikja á honum. Annars gæti bílstjórinn rukkað ykkur bara um það sem honum sýnist. Það er enginn ein leið sem er best, bara það sem hentar hverju sinni.


Hver er ódýrasta leiðin til að koma sér á milli staða til lengri leiða?


7856313872_img_5693

Rúturnar eru mjög sniðugar og oft mjög ódýrar. Svo er líka hægt að spara sér tímann og taka næturrútur. Það er líka mjög gott að tala við starfsfólkið á hótelinu/hostelinu sem þið eruð á vegna þess að þau vita yfirleitt ódýrustu leiðina.

Er sniðugt að kaupa símkort og er það dýrt?

7518622816_img_5727
Arna:

Við vorum ekki mikið að stressa okkur á þessu og notuðum alltaf bara netið á gististaðnum okkar og svo á veitingastöðum. Svo vorum við oft að villast af því að við vorum kannski búin að skella í google maps staðinn sem við vorum að fara á en það datt oft út og þá vorum við bara villt og ekki með net. Þegar ég pæli í þessu núna þá er þetta mikil vitleysa af því að það er ákveðið öryggi að hafa alltaf net ef eitthvað skyldi gerast, þannig já kaupa símkort!

7860508320_img_5743

Helena:
Við keyptum okkur alltaf nýtt simkort á flugvellinum þegar við mættum í nýtt land og ég mæli 100% með því. Það er svo lítið mál og við keyptum okkur líka nokkur GB af neti því við vildum alltaf vera tengdar við net sama hvar við vorum. Þetta er mjög þægilegt og kostar alls ekki mikið.

Í hvað fer mesti peningurinn, þá til að lifa?

7518622816_img_5727
Arna:
Til að lifa, þá myndi ég segja að mesti peningurinn fer í activities ef það er ekki fyrirfram bókað eins og t.d. fallhlífastökk eða köfun. Maturinn er ekki svo dýr en það fer auðvitað eftir því hvar þú ert staddur/stödd. Svo ræður þú líka alveg ferðinni, þá hvort þú ætlir að borða á ódýrum stöðum eða dýrum… Svo grunar mig að margir eyða miklum pening á djamminu en minn ferðahópur var ekkert rosalega mikið að djamma, meira svona einn bjór í sólinni. En á móti leyfðum við Tómas okkur flottari og þá dýrari gistingar því okkur leið betur og vorum yfirleitt ánægðari með áfangastaðina þegar við gistum á góðum og hreinum hótelum eða hostelum.

7860508320_img_5743Helena:
Maður er að kaupa sér mat nokkrum sinnum á dag þannig að auðvitað fer slatti af pening í það. Samt er auðvelt að finna sér ódýrari máltíðir eins og street food eða 7/11. Síðan þessir augljósu hlutir sem þarf alltaf að gera ráð fyrir eins og rútuferðir og gistingar. Activities eru alltaf dýrari en aðrir hlutir en ég mæli með því að skoða allt svoleiðis þegar þið mætið á nýtt hótel/hostel. Þar eru allar sniðugu ferðirnar sem eru í boði á hverju svæði fyrir sig á góðu verði og móttökufólkið bókar ykkur bara í það, sjúklega auðvelt og þægilegt. Það er eðlilegt að maður eyði meiri af pening í byrjun ferðalagsins en síðan fer maður að kunna betur á þetta allt saman og þá verður auðveldara að spara pening.

 

Í hvað voruð þið að eyða svona dags daglega?

7856313872_img_5693

– Samgöngur (rútuferðir, bátsferðir, tuk-tuk, jafnvel flug?)

– Gistingar

– Matur á hverjum degi

– Activities

– Djammið

Tips frá okkur:

7856313872_img_5693

– Ekki eyða of mikilli orku í peninga, muna að njóta.

– Ekki geyma öll verðmæti eða allan peninginn á sama stað!

– Ekki kaupa þér mat á flugvöllunum, taktu nesti!

– MIKILVÆGT! Ef þú ert að panta flugin þín í gegnum Kilroy og þarft að breyta einhverju þá verðurðu að láta Kilroy vita! Við lentum í miklu veseni sem ég ætla ekki að fara út í en það endaði með því að við þurftum að kaupa nýtt flug :).

– Ekki gleyma að taka myndir.

Takk fyrir okkur og allar þessar skemmtilegu spurningar, vonum að þetta hjálpi eitthvað. Ykkur er velkomið að spurja meira ef ykkur dettur eitthvað meira í hug ❤

arna&helena

One Comment Add yours

  1. togel says:

    This paragraph provides clear idea for the new users of blogging,
    that genuinely how to do running a blog.

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s