– HVAÐ VILTU VITA? –

IMG_2147

Hvernig á maður að plana svona stórt ferðalag?

Það er nefnilega heill hellingur sem þarf að gera og plana fyrir svona ferðalag . . .

ohhh þetta er svo gaman!

– Hvaða heimsálfur?
– Hvaða lönd?
– Panta flug
– Hvaða staðir í hverju landi?
– Viltu fara í pakkaferðir eða plana sjálf/sjálfur?

Ég verð að mæla með því að hika ekki við að spyrja fólk með reynslu og fá góð tips frá þeim. Við töluðum við svo marga áður en við fórum sem gáfu okkur svo mikið af skemmtilegum hugmyndum. Svo er auðvitað alltaf gott að fá hjálp frá ferðaskrifstofu þegar maður er að gera þetta í fyrsta sinn.

f50e46a252a9d6f690eed3910e77b55a
(Mynd tekin af pinterest)

Fóruð þið á eigin vegum eða í gegnum ferðaskrifstofu? Hvort er betra?

Já, Kilroy hjálpaði okkur mikið. Þau sáu um öll flugin okkar (thank god) þetta er svo mikið púsl! Svo tókum við þessar pakkaferðir sem eru hér að neðan:

DUBAI PAKKINN:
2 daga stopover pakki.

20180124_172711_0_
AFRÍKU PAKKINN:
24 DAY WILDLIFE CAMPING SAFARI
6 NIGHTS LODGE, 2 NIGHTS CABIN, 15 NIGHTS CAMPIN

afrika

SRI LANKA PAKKINN:
Sri Lanka explorer, 8 dagar með driver.
Negombo – Sigiriya – Kandy – Nuwara Eliya – Ella – Colombo via Udawalawe.

IMG_2149

BALI PAKKINN:
Lapoint surf camp í viku á Bali, Canggu.

IMG_2119

FIJI PAKKINN:
Eyjahopp í 6 daga.
White sandy beach – Long beach – Beachcomber

20180514_150637


Hvað kostar að fara í heimsreisu?

Það er varla hægt að svara þessari spurningu af því að allar heimsreisur eru mismunandi.

Þetta fer allt eftir því hvernig þú vilt lifa, hvert þú ert að fara og hversu lengi… Viltu gista á hosteli eða leyfa þér flottari gistingar? Ætlaru að borða streetfood eða borða á fínum veitingastöðum? Ætlaru að kaupa þér mat á flugvellinum eða mæta með nesti? (mæta með nesti takk fyrir!) … það er hægt að telja endalaust áfram hvernig þú getur sparað þér peninginn.

Það er hægt að gera ferðalagið eins ódýrt og maður kemst upp með og svo er líka hægt að hafa það RÁNdýrt.

Ég myndi segja að þú ættir að finna þér smá balance, vera á hosteli og kynnast fullt af fólki sem er alltaf ákveðin stemning sem fylgir því og leyfa þér svo flottari gistingu á næsta stað. Maður kann að meta flottu gistingarnar svo vel eftir hostel. En það er alls ekkert að því að gista á hosteli, við fundum mjög mikið af flottum hostelum sem voru líka með private herbergjum. En ef þú ert að fara að ferðast á budgeti þá tekuru bakpokaferðalagið með trompi og gistir á hosteli EN mundu að vera alltaf með aircon eða allavega viftu! Það er ekkert verra en að fá engan svefn útaf óbærilegum hita… og það gerir upplifunina þína af staðnum verri, að mínu mati.

IMG_2151(Mynd tekin af pinterest)


Hvað kostaði heimsreisan ykkar?

Verðin eru líklega eitthvað breytt núna vegna gengisbreytinga en…
Öll 20 Flugin: sirka 437.000kr (ATH við vorum með mjög góðan fyrirvara).

Pakkarnir:

– Dubai pakkinn: 11.475kr
– Afríkupakkinn: 277.000kr
– Sri Lanka pakkinn: 75.000kr
– Bali surf campið: 60.900kr
– Fiji pakkinn: 84.500kr

Samtals: sirka 945.000kr sem við borguðum Kilroy.

Svo er það bara allt sem við gerðum á okkar vegum, að lifa á hverjum stað, activities og gistingar. Við Tómas vorum búin að safna miklum pening og vorum þá ekki að lifa mjög ódýrt, okkur leið til dæmis betur á flottari gististöðum og vildum kannski ekki alltaf vera að gista með öðru fólki, það er svona það sem ég myndi segja að hafi gert okkar heimsreisu í dýrari kantinum.

Ef ég ætti að taka þetta allt saman þá myndi ég segja að þetta hafi kostað mig sirka 2 milljónir. En guð minn góður það þarf alls ekki að vera svona dýrt! Ég vona að þið áttið ykkur á því.

Hvernig er best að pakka fyrir svona ferðalag?

Ég ætla að gera sér færslu um það :).

Tókstu allar myndirnar á símann þinn eða varstu með myndavél?

Nánast allar myndirnar sem ég póstaði á instagram eða í insta-story (það er allt ennþá í highlights á instagram) voru teknar á myndavélinni minni, Canon EOS m6.

IMG_2124


Hvaða staðir voru skemmtilegastir?

,,Hvað fannst þér skemmtilegast?’’ var allra vinsælasta spurningin þegar ég kom heim, en ég var alltaf í vandræðum að svara henni, afhverju? Ég veit það ekki, ég átti kannski bara eftir að átta mig á því hvað stóð mest upp úr held ég.

En ég er búin að hafa nægan tíma núna til að átta mig á því hvað var skemmtilegast þótt allt hafi verið mjög skemmtilegt.

Það sem stóð allra mest upp úr eftir ferðina var Afríka, Philippseyjar og Bali!

Hvaða stöðum mætti sleppa?

Það fer algjörlega eftir því hvernig þú setur upp ferðalagið þitt. En ef ég mætti skipleggja reisuna aftur þá myndi ég breyta eftirfarandi:

 1. Ég myndi sleppa pakkanum í Sri lanka og fara frekar á eigin vegum, eða jafnvel velja annan pakka af því að það er hægt að gera svo margt annað í Sri Lanka.
 2. Ég myndi eyða styttri tíma í Thailandi af því að það er bara orðið ein túristasprengja. Hefði samt alls ekki vilja sleppa því, bara eyða styttri tíma þar.


Besta tips sem þú vildir að einhver hafi gefið þér áður en þú fórst?

Fjölbreytni! Það er svo auðvelt að hugsa bara um ströndina þegar maður býr á klakanum en þegar maður er kominn út þá vill maður kannski ekki alveg liggja á ströndinni alla daga. Reyndu að hafa eitthvað nýtt framundan til að prófa á hverjum stað. 

Ég spurði vini mína, sem eru líka búin að fara í heimsreisu, að sömu spurningu og þau nefndu þetta:

Screen Shot 2018-10-20 at 13.00.20

Tómas:

Ég hefði viljað taka með mér meira af fötum. Svo er gott að komast í stórborgir inn á milli. Ekki fara bara á túristastaði, það er stundum bara drepleiðinlegt! En ef þú ert að fara til Philippseyja ekki sleppa Siquijor.

óskar

Óskar:

Maður eyðir alltaf meiri pening en maður heldur, þannig safna frekar meira heldur en minna. Ekki bóka mikið fyrirfram og bara go with the flowww.

Hrönn

Hrönn:

Held að ef ég hefði viljað fá einhver tips þá hefði það verið að plana sem minnst fram í tímann (mjög þæginlegt í asíu). Það er ekkert skemmtilegra en að setjast niður á kvöldin og plana hvert maður ætti að fara á morgunn eða í næstu viku. Og eitt MÖST er að ekki einblína á þessa basic túristastaði. Sipuijor er svo gott dæmi um það, lítill sem enginn túristi, paradísareyja og local fólkið <3.

img_2135

Garðar (tvíbbinn minn):

Ég veit ekki, bara muna að njóta eða ehv.

Screen Shot 2018-10-20 at 13.02.20

Helena:

Klárlega að hafa ekki allt útplanað!! Svo gaman að geta tekið ákvarðanir in the moment.

Screen Shot 2018-10-20 at 13.04.12

María:

Já!!! Ég hef lært ansi margt á þessu ferðalagi mínu… meðal annars að maður á ekki að ferðast með passa sem rennur út eftir minna en 6 mánuði. Alltaf að sækja um vísa fyrir Víetnam allavega 2 vikum fyrirfram ekki 2 TÍMUM fyrir flug!! Sama með Kambódíu… sama með Ástralíu!! Áfram ég!

Það er svo mikið sem ég actually gerði en myndi ráðleggja öllum eins og að skrifa dagbók, ekki bóka allt fyrirfram og ekki hugsa þig um tvisvar! En ég hefði vilja heyra að það er ekkert sem heitir að vera feiminn þegar maður er að ferðast, ekkert til að skammast sín fyrir og ekki vera hrædd/hræddur við að tala við fólk.. það er pottþétt að hugsa það sama og þú og það er alltaf önnur manneskjan sem þarf að brjóta ísinn!!!

sól

Sól:

Það er fullt sem er gott að vita en á móti er reynslan að fara í reisu án þess að vera með allt á hreinu svo skemmtileg og að læra af hlutunum. Annars bara reddast hlutirnir alltaf.

fannar

Fannar:

Ég hefði verið til í að plana ferðina meira þó það hafi verið gaman að vera svolítið spontaneous en stundum vorum við ekki einu sinni komnir með gistingar sem var oft mikið vesen og kostaði okkur mikinn pening, en þetta eru núna bara góðar sögur. Ég hefði verið til í að fara í fleiri skipulagðar ferðir eins og uppáhalds tíminn minn var í Indo China af því að það var skipulögð ferð og alltaf eitthvað að gera. Þannig ég hefði verið til í að heyra frá einhverjum að ég ætti að skipuleggja mig meira því þá fær maður meira út úr hverjum degi. Svo þarf maður líka bara að upplifa sjálf/sjálfur til að sjá hvað maður fílar og hvað ekki, við erum öll með svo mismunandi skoðanir.

Peningamálin eru síðan annað.. Við byrjuðum rosa spenntir 4 strákar með helling af pening en eyddum svo sirka ⅔ af honum á innan við fyrstu 2 mánuðunum og áttum þá eftir að fara til Ástralíu og Nýja sjálands sem er mjög kostnaðarsamt. Það var búið að vara okkur við en við misstum okkur svolítið… passa þetta!

img_2133

Kristín Mutter:

Ókei eftir ekki svo langan umhugsunartíma, þá örugglega að pakka minna. Það voru í alvöru nokkrar flíkur sem ég notaði EKKERT. Hlutir sem ég ferðaðist með í 3 mánuði í kringum heiminn sem tók óþarfa pláss. (En náði að halda plássinu fínu með zip lock lofttæmandi pokum úr IKEA).

Líka að plana ferðina ekki of mikið, við plönuðum allt í gegnum Kilroy upp á dag og þurftum að fylgja þessari tight schedule sem okkur langaði svoo oft bara að breyta og vera lengur á ákveðnum stað eða bara gera eitthvað annað. Maður var bara svo hræddur og treystir sér ekki til þess að skipuleggja alveg sjálfur í fyrstu ferð, en það er svo ótrúlega auðvelt og allt svo sjúklega aðgengilegt. Vildi að við hefðum bara hent okkur í djúpu laugina þar…

img_2134

Ester:

Þetta er svo klassískt svar en svo mikilvægt!!
Að vera opinn fyrir öllu og ekki feiminn fyrir því að kynnast nýju fólki! Færð langmest útúr reisunni ef þú ert til í að prófa nýja hluti.

Það er mjög gaman að lesa yfir þetta og sjá hvað allir eru bæði með svipaðar og líka skiptar skoðanir… þetta er svo persónubundið. Maður verður bara að finna hvað hentar manni best.

cf1a3d89e5941c756fd725bec561f1d5(mynd tekin af pinterest)

Vona að ég hafi náð að svara öllum spurningunum vel og svo megið þið alltaf senda mér fleiri spurningar ef þið hafið eitthvað í huga eftir þennan póst.

Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst.

ArnaPetra (undirskrift)

6 Comments Add yours

 1. Bára says:

  Svoooo flott hjá þer Arna mín og mjög vel skrifað!!💕💕

  Like

  1. arnapetra says:

   Takk Bára mín ❤️

   Like

 2. María Egilsdóttir says:

  Love love, fullt af hlutum sem ég þarf að punkta niður fyrir næstu ferð😅💕

  Liked by 1 person

 3. Maria says:

  Hvernig linsu ertu með á myndavélinni þinni?😄 btw Mjög skemmtileg og hagnýt færsla!!

  Like

  1. arnapetra says:

   Canon 15-45mm linsa 🙂 takk æðislega María, svo ánægð að heyra!

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s