Við Helena vorum búnar að vera að telja niður dagana í svo langan tíma! Loksins vinkonuhelgi…
Helena kom á föstudegi og tók rútuna frá vellinum beint til Västerås. Við eyddum einum degi þar til að sýna henni hvar við búum, skólann hans Tómasar og vinnuna mína.
Ég fór með stelpurnar á Steam Hotel (vinnustaðinn minn) í einn drykk.
Við fórum öll saman út að borða á tapas stað sem heitir Pinchos. Þar var tekið á móti okkur með poppi og svo var okkur vísað til borðs, en það var líka eina þjónusta kvöldsins… eftir það pöntuðum við matinn og drykkina í gegnum appið þeirra og fengum svo tilkynningu um að sækja pöntunina þegar allt var tilbúið, mjög skemmtilegt!
Pakkað fyrir helgi í Stokkhólmi…
Á laugardagsmorgninum tókum við Helena lestina til Stokkhólms.
Við vorum búnar að panta okkur gistingu á Generator sem er hostel, mjög vel staðsett og alls ekki dýrt.
Daily’s Cafe & Bistro… NAMM!
Búðarölt, drottninggatan.
<3<3
Dinner á Yellow þar sem við pöntuðum okkur nokkra forrétti saman og drykki.
Ekki sleppa því að skoða Gamla Stan ef þið eruð í Stokkhólmi, þetta er svo sætt hverfi, smá svona Ítalíu fílingur.
En þegar það er svona kalt þá er ekkert betra en að fara inn á sætt kaffihús í kaffibolla eða kakó.
Fotografiska.
Ég sit hér á Espresso house, nýbúin að kveðja Helenu mína . .
Vá hvað þetta var góð helgi!
Yndislegt!!
Vinkonustundir eru svo dýrmætar þegar maður býr í útlöndum ..
LikeLiked by 1 person