Þessi maður sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan var leiðarstjórinn. Hann vinnur við allt sem tengist nashyrningum og ég hef sjaldan séð manneskju hafa jafn mikla ástríðu fyrir vinnunni sinni. Þegar hann var að segja okkur frá öllu því sem er búið að vera að gerast á seinustu árum þá brotnaði maður eiginlega bara niður. Þetta var svo áhugavert og eiginlega bara ógeðslegt að heyra hvernig ástandið er sem ég ætla að segja ykkur betur frá hér fyrir neðan, eða allavega ykkur sem ekki vitið hvað er í gangi. Þetta hefur verið mikið í umræðunni seinasta árið eins og margir hafa tekið eftir, en það eru kannski ekki allir sem vita hvað liggur á bakvið þetta allt saman.
// English:
This man you can see on the picture above was our guide through the park. He works with Rhinos and I can tell you that I have never met a person that has as much passion for his job as he had. So I hope you will get this experience, both to see rhinos and to experience it with this guide. But after listening to him talk about the situation today, we all were heartbroken…this was just awful to hear. But I will tell you more if you keep on reading.
Hvað er að gerast og afhverju eru nashyrningar að deyja út?
Í dag eru hornin meira virði en gull og fólk er að selja hornin fyrir rosalegar upphæðir. Ástandið er óásættanlegt og eiginlega bara óskiljanlegt.Það er verið að drepa nashyrninga hægri og vinstri, vegna þess að Kínverjar þurfa hornin þeirra af einhverri ástæðu. Þetta er víst einhver kínversk trú þar sem fólkið frá Kína vill meina að ef þeir drekka hluta af horninu, muni það gefa þeim eiginleika dýrsins, hjálpa við að auka kynhvöt og einnig til að nota í að lækna allskyns sjúkdóma… þetta er það brenglaðasta sem ég hef á ævinni heyrt. Þeir eru að drepa þessi dýr til einskis og núna eru nashyrningar að deyja út. Ég er bara ekki að ná utan um þetta. Ég skil ekki.
Ég get ekki sagt að ég viti allt um þetta en ég veit að ástandið er mjög slæmt og nashyrningar eru að deyja út. Í fyrra dó seinasti karlkyns hvíti nashyrningurinn og núna eru einungis tvær kvenkyns eftir af þeirri tegund. Svörtu nashyrningarnir eru hins vegar fleiri en þeim hefur fækkað alltof hratt.
//
What is happening with the Rhinos?
Today the horns are worth more than gold and people are selling a part of them for a lot of money. The situation is so bad and maybe in a few years, we will no longer have any rhinos left. Why is that happening? It is because people from China believe that if they drink a part of the horn, they will get some power from the animal and that it will help them with their libido??…and cure some diseases. They are killing these animals because they believe this, I just don’t understand.
Last year the last male white rhino died and now there are only two female left of the white ones. There are more black rhinos left but they have also decreased rapidly over the last few years.
Til að komast hjá því að drepa nashyrningana þá var verið að skera hornin af (sem vaxa síðan á aftur en það tekur um 10 ár) og selja til þeirra sem þörfnuðust hornanna…EN auðvitað var ekki hlustað, fólk var að koma vopnað inn á þjóðgarðana og drepa þá fyrir hornin.
//
To avoid killing these animals, they started to cut their horns off (they grow back on but it takes around 10 years) to sell to the people in ”need”. BUT of course, no one listens. People were showing up armed to kill them for the horns. Can someone please help me understand? I just think this is bullshit, sorry for my language but I get so angry and sad writing about this.
Þegar við heimsóttum garðinn þá máttum við ekki gefa upp hvar við værum á meðan við vorum þarna. Með okkur voru tveir vopnaðir verðir. Okkur var sagt að fleira fólk er drepið í þessum garði heldur en nashyrningar vegna þess að þetta fólk er að koma inn í garðinn til að drepa nashyrningana.
Við vorum svo heppin að hafa séð 5 nashyrninga, sem voru þarna beint fyrir framan nefið á okkur! Ég vona svo innilega að þeir deyja ekki út og að þið fáið að upplifa að sjá þessi mögnuðu dýr.
Takk æðislega fyrir að lesa ❤
//
When we visited the park we couldn’t give up our location because then they would know where they were. With us were two guards that were armed. We were told that there are more people killed at this park than rhinos. These people that are killed are the ones that are going to kill the animals.
We were really lucky to have seen 5 rhinos all at the same spot, just in front of our faces. I really hope that you will experience the same.
Thank you for so much reading ❤
One Comment Add yours