JANÚAR UPDATE

Screenshot 2020-01-23 at 18.03.37

Jæææja,

Verið velkomin á bloggið ❤

Hér í þessari færslu langaði mig að gefa ykkur smá Janúar UPDATE eins og fyrirsögnin gefur til greina…það er nefnilega svolítið spennandi sem mig langar til að gera með ykkur😱

Eins og þið eflaust vitið þá er ég lasin. Æj æj Arna, lífið heldur áfram. Já ég er nú bara með flensuna & já lífið heldur áfram.

En yfirleitt þegar ég er föst heima eins og núna þá fæ ég mikið af skemmtilegum hugmyndum. Allt í einu er ég með miklu fleiri klukkutíma til að brainstorma (já, hér má enskusletta).

Úr einu í annað að þá er ég að læra fjölmiðlafræði & ef kennararnir mínir myndu sjá hvernig ég skrifa hér á blogginu, þá veit ég ekki hvað þær myndu gera við mig. Jafnvel henda mér úr bekknum?? 🤭jæja, áfram gakk.

En aftur að hugmyndunum, þá hefur mér dottið í hug allskonar skemmtilegt seinustu daga. Það sem stóð allra mest upp úr var hugmyndin um að læra betur á LIGHTROOM & enda á því að gefa ykkur aðgang að mínum eigin PRESETS (filters).

VÁ hvað það væri mikill draumur, ég hef svo lengi ætlað að láta reyna á þetta. Þið hafið líka mörg sent á mig spurningar varðandi myndirnar mínar & hvernig ég vinn þær… þannig að þessi hugmynd er nú ekkert svo vitlaus.

Hvað finnst þér? ❤

En af því að það er líklegast langt í að Lightroom PRESETS verði að veruleika að þá skal ég sko segja þér að núna á sunnudaginn þá kemur inn NÝTT & skemmtilegt helgar VLOG! Það er mjög skemmtilegt, ég lofa 🙂 þannig að þú bíður bara spennt/ur.

img_5331
Takk fyrir að lesa!

Knús,

ArnaPetra (undirskrift)

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s