Þetta voru mjöög skemmtilegir klukkutímar sem ég eyddi í það að fara yfir þetta FRÁBÆRA ár!
Ég hafði ekki hugmynd að ég hafi gert svona mikið skemmtilegt á árinu…einhvernvegin næ ég að gleyma svo miklu og þess vegna ELSKA ég að taka myndir til að eiga þessar minningar. Þetta ár er svo sannarlega STÚTfullt af allskonar minningum. Hér fyrir neðan getið þið skoðað allar myndir frá árinu . . .
J A N Ú A R
ÍSLAND
Seinustu dagarnir á ÍSLANDI & yndislegu vinir mínir ❤ ❤
KVÍÐAKAST
Þarna var ég komin aftur til SVÍÞJÓÐAR & svo tilbúin í að vinna yfir mig eftir langt og gott frí heima sem endaði ekki með einu, ekki tveimur, heldur þremur kvíðaköstum 👍🏻 Bannað að keyra sig út! Ég lærði það á árinu…
En hvað ég á gott fólk sem knúsaði mig í tætlur ❤ ❤ ❤
F E B R U A R Y
MARÍA KOM Í HEIMSÓKN
María kom til mín í heimsókn ❤ Tómas flaug með okkur prinsessurnar og svo fórum við í smá vinkonuferð til Stokkhólms. Við gerðum ekki neitt annað en að hlægja á þessum örfáu dögum saman, enda fékk ég líka FLOTT sixpack…JÁ trúðu því bara!
Bloggfærsla hér.
M A R C H
MARRAKECH Í MARS
Þetta var svo GEGGJUÐ ferð! Við fórum í þessa ferð í mjöög miklu skyndi af því að Tómas fékk smá pásu frá skólanum. Ég mæli svo ótrúlega mikið með því að heimsækja þennan stað, getið lesið meira um Marrakech hér.
BLOGGIÐ varð HÁLFS árs!
HEIMSÓKN
Stelpurnar komu til mín í heimsókn ❤ ❤
Ég er svo óendanlega þákklát fyrir ykkur sem viljið koma í heimsókn!!!
A P R I L
ÍSLAND Í APRÍL
Við skutumst til Íslands af því að litli Agnar fermdist!(ókei STÓRI Agnar, hann er nefnilega að ná mér…ræðum það ekki)
SUMARIÐ ER KOMIÐ
Sunny SWEDEN tók vel á móti okkur þegar við komum heim aftur.
M A I
GARÐAR STÚDENT!
Ég hoppaði aftur heim til að fá að fagna með Garðari…stolt systir!
J U N I
WARSAW, Poland
Við stelpurnar fórum til WARSAW, Poland. Það var svo ótrúlega gaman að fara til Pólands og hvað þá með þessum tveimur. Svo fór ég inná pólskt heimili og eignaðist nýja vini…hægt að vita meira í YT myndbandinu sem ég gerði af ferðinni.
Ég fór í mitt fyrsta samstarf með Hóteli,
það var mjög gaman!
VÄSTERÅS FESTIVAL
Við létum auðvitað sjá okkur á festivalinu, fórum á tónleika með Molly Sandén sem við erum svo skotnar í! Mjög gaman 😀
ROADTRIP til Falkenberg, Svíþjóð.
YouTube myndband hér.
Bloggfærsla hér.
J U L Y
Við áttum nokkrar svona morgunstundir saman í sólinni…
AFMÆLISSTRÁKUR
Tómas afmælismottuSTRÁKUR varð 22 ára!
Sjá hann HAHA! Mottan fékk svo að fjúka eftir að hafa talað mömmu mína…😂
MORA
Tómas & Tim flugu okkur til MORA sem er mjög lítill bær hér í Svíþjóð þar sem allir eru vinir og ferðast um á bátum. Þetta var mjög gaman!
YouTube myndband hér.
Bloggfærsla hér.
Garðar og Hekla komu í heimsókn og þessir dagar voru bara eitt stórt hláturkast! Hér fyrir neðan getið þið horft á öll myndböndin sem ég gerði frá þessum dögum…
YouTube myndband: Vinnan mín, hér.
YouTube myndband: Tómas flaug okkur til VISBY, hér.
YouTube myndband: Stockholm, hér.
Tómas flaug með afa sinn, það var eitthvað svo fallegt við það af því að afa hans hafði alltaf langað til þess að verða flugmaður. Svo varð Agnar eftir hjá okkur og við fórum á þennan guuuðdómlega stað sem þið getið séð hér á myndunum.
A U G U S T
Við Tómas fórum á deit ❤
Guðrún kom í heimsókn ❤
ROADTRIP til KÖÖÖBEN
Við Tómas héldum upp á 7 ára afmælið okkar í Köben. Rauða þruman (bíllinn okkar) kom okkur alla leið til Danmerkur, pælum aðeins í því!!! Ferðinni var síðan haldið áfram daginn eftir…
ESBJERG, Danmörk
Bílferðin laaaanga endaði hjá systur Tómasar og fjölskyldu í Esbjerg. Það var ótrúlega gaman að koma í heimsókn til þeirra, við vorum trítuð eins og kóngafólk.
Bloggfærsla hér.
Við íslensku stelpurnar í SVÍÞJÓÐ fórum í roadtrip
Ég tók þá ákvörðun að færa mig yfir í morgunmatinn á Steam Hotel. Núna byrja ég daginn snemma og klára snemma sem er yndislegt!
S E P T E M B E R
KILROY ÆVINTÝRI
Ég vann mjög skemmtilegt verkefni með Kilroy þar sem ég fékk að kynna mína heimsreisu í gegnum mitt blogg og þá einnig á Kilroy blogginu. Núna er heimsreisan mín seld á heimasíðu Kilroy sem þið getið skoðað betur hér. Þetta var ótrúlega lærdómsríkt og gaman að fá vinna með Kilroy.
FYRSTA STOPP: MILANO
Við fjölskyldan fórum í ferð til Ítalíu . . .
YouTube: hér.
Bloggfærsla: hér.
TOSCANA var magnaður staður!
YouTube: hér.
Bloggfærsla: hér.
ROME ég mun heimsækja þig aftur!
YouTube: hér.
Bloggfærsla: hér.
AMALFI & RAVELLO
YouTube: hér.
Bloggfærsla: hér.
O K T O B E R
Við Hera fórum í dagsferð til Stokkhólms sem endaði svo á John Mayer tónleikum. Síðan fórum við heim til Heru sem býr í Uppsala.
Foreldrar Tómasar komu í heimsókn ❤
Helena kom aftur til mín í heimsókn ❤ elsku besta vinkona!
N O V E M B E R
Í sumar þá vann ég í keppni og fékk frítt í spaið og kvöldverð fyrir að vera besti áfengis sölumaður og ég segi það með STOLTI! Við nýttum tækifærið beint eftir prófin hjá Tómasi af því að ég var að byrja sjálf í prófum. Þetta var svo aldeilis gott getaway svona eftir þennan dimma og þunga NOVEMBER.
D EC E M B E R
Það var mjög gott að koma heim til allra ❤
Núna er ég spennt fyrir nýju ári og ég hef það á tilfinningunni að 2020 verði ENNÞÁ betra! Takk ÆÐISLEGA fyrir að fylgja mér og lesa færslurnar mínar á árinu. Ég væri ekki að þessu nema fyrir ykkur og TAKK þið sem eruð dugleg að senda á mig… ❤ ❤ ❤
Hafðu það gott í kvöld kæri lesandi,