PEPP VIKUNNAR

Hæ&HÓ! & GLEEEÐILEG jól

Velkomin í vikulega liðinn, PEPP vikunnar!
Þessa vikuna eru það þær Sólrún Diego & Camilla Rut sem eru PEPP vikunnar.

Í þessari færslu langar mig að taka vel undir nýjasta hlaðvarps þáttinn hjá Bara Við með Sólrúnu Diego og Camillu Rut.

Þær tala um eitthvað sem margir átta sig kannski ekkert á.

Það er svo mikilvægt að minna okkur á að vera góð við hvort annað. Þótt maður sé með miðlana sína opna, þá þýðir það ekki að þú getir sagt hvað sem er við viðkomandi.

Afhverju ætti manneskja sem er með mikið fylgi á samfélagsmiðlum að vera eitthvað öðruvísi en einhver annar? 

Það er manneskja á bakvið þennan miðil og svo erum við líka öll mannleg, með tilfinningar 🙂 ég er allavega alltaf í einhverskonar tilfinningarússíbana og það er líka bara allt í lagi!

En ef þú ert vön/vanur að láta bara allt flakka og segja bara það sem þér dettur í hug, þá væri sniðugt að prófa næst að taka þér smá stund til að hugsa áður en þú ýtir á send. Prófaðu að setja þig í spor þessara manneskju sem er að fá skilaboðin, mig grunar að þú eigir eftir að átta þig á því að þetta sé kannski ekki það sem þú vilt láta koma frá þér.

Fólk sem PEPPAR mann á samfélagsmiðlum!

Það er svo ótrúlega gaman að fá að fylgjast með nýju fólki, fá skemmtilegar hugmyndir og ég get svo svarið það að það eru til svo ótrúlega margir snillingar sem gefa manni innblástur á sínum miðlum. En ef þetta heldur svona áfram, þá veit ég ekki hvernig þetta endar…við verðum að styðja hvort annað!

Það er alltaf svo gott að hlusta hlaðvarpið Bara Við með Sólrúnu og Camillu þar sem þær hafa mikla reynslu þegar kemur að samfélagsmiðlum og ég væri alveg til í að heyra svo mikið meira þessu tengt! Í seinasta þættinum þeirra fær maður að heyra einlægt spjall sem sýnir svo skýrt þeirra hlið…ég bara fékk smá kusk í augun þegar ég var að hlusta á leiðinni í vinnuna í morgunn.

Þær eru svo frábærar, heiðarlegar og einlægar og ég myndi segja að þetta væri skylduhlustun fyrir alla til að sjá aðra hlið á þessu… knús til ykkar beggja, svona ef þið lesið þessa færslu ❤ þið eruð frábærar!

Hér er þátturinn:

Styðjum við bakið á fólkinu okkar, fólkinu sem veitir manni innblástur. Hrósum og tölum vel um hvort annað. Það er alveg MAGNAÐ hvað lífið er mikið auðveldara um leið og maður er jákvæður.

img_5331

Takk fyrir að gefa ykkur alltaf tíma til að lesa færslurnar mínar, þykir rosa vænt um ykkur sem komið hér og lesið og sérstaklega þegar þið sendið á mig. Eigið góða viku og KNÚS til ykkar ❤

ArnaPetra (undirskrift)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s