– PEPP VIKUNNAR –

INNBLÁSTUR

Mig langaði bara að koma hingað inn til að gefa ykkur smá UPDATE af mér, þar sem ég er ekki búin að vera að láta heyra neitt í mér á mínum miðlum.

Núna seinustu daga er hausinn minn búinn að vera á milljón, ég var að hugsa svo mikið að ég þurfti bara hreinlega að taka mér nokkra daga til að vinna í sjálfri mér.

Af því að mig langar alltaf að vera hreinskilin hér á blogginu mínu þá er mér ekki búið að líða neitt sérstaklega vel. Ég ætla ekki að fara neitt frekar út í það afhverju, heldur langar mig að þið vitið að við höfum öll allskonar tilfinningar, við eigum öll erfiða eða klaufalega daga, sem er líka bara allt í góðu. 

Þegar mér líður ekki vel þá vil ég helst bara borða snakk, nammi og ís og liggja yfir þáttum, sem lætur mig bara gleyma því hvernig mér líður. Við erum nú öll misjöfn en svona er ég haha!…tengir einhver?

 En það sem er svo mikilvægt er að við eigum að leyfa okkur að LÍÐA og prófa að pæla aðeins í tilfinningunum sem við erum að upplifa. Það er alls ekki auðvelt, eða mér finnst það allavega ekki. Þannig að, mig langar aðeins til að segja ykkur hvað ég hef verið að gera núna seinustu daga til að vinna í sjálfri mér…

VINNA Í SJÁLFRI MÉR

S K R I F A 

Ég hef verið að skrifa niður hvernig mér líður, bara allar tilfinningar sem ég er að upplifa. Ekki hugsa of mikið, skrifaðu bara það sem kemur upp í hausinn. Þú getur skrifað í litla bók, á blað eða jafnvel í notes. Það hjálpar mér mjög mikið, einhvernveginn verður allt skýrara eftir að ég fæ hlutina skrifaða á blað. 

L E S A

Ég hef verið að lesa bókina VELDU, sem ég fékk í gjöf (takk æðislega). Það hefur verið mjög gott að lesa hana rétt fyrir svefninn. Bókin hefur hjálpað mér að velja jákvæðni fram yfir neikvæðni. Bókin hjálpar manni við að taka ákvarðanir í sambandi við það sem ÞÚ vilt gera og við að læra aðeins betur á sjálfa sig. Mæli mikið með…

Úr bókinni Veldu:

,,Allar tilfinningar eiga rétt á sér, sumar eru óþægilegar og aðrar þægilegar. Leyfum okkur að finna fyrir þeim öllum”

Y O U T U B E

Svo er ég búin að vera að horfa mikið á YouTube, það er svo magnað hvað Youtube nær að hjálpa mér og gefa mér mikinn innblástur.

Myndböndin sem ég hef verið að horfa á, hafa hjálpað mér að skipuleggja mig og peppa mig í daginn! Ég ætla að skella örfáum myndböndum neðst í þessa færslu, myndböndum sem ég er búin að vera að horfa á og gáfu mér innblástur.


VIÐ ERUM ÖLL
MISJÖFN

Eins og ég sagði áðan þá erum við öll MISJÖFN og það sem hentar mér hentar þér kannski ekki. En ég held að allir hafi gott af því að skrifa niður tilfinningar sínar. Lesa bók & horfa á YouTube, prófaðu! YouTube er að mínu mati skemmtilegasti miðillinn eins og er, það er hægt að læra svo mikið og þú færð að kynnast fólki mun betur og svo færðu innblástur í leiðinni.

YouTube mynbönd sem ég hef horft á núna seinustu daga:

Ég get svo SVARIÐ það að ég ætla að kaupa mér svona BULLET Journal fyrir 2020 og alla þessa penna!! Ég elska elska ELSKA að skipuleggja mig og hvað þá þegar ég get teiknað og leikið mér með það nákvæmlega eins og ég vil…þetta er kannski einum of langt gengið en við sjáum til! 

Elska að skoða gömlu myndböndin hennar . . .

Get your SHIT together . . . haha elska þetta!

Mjög áhugavert . . .

 

Takk fyrir að lesa!

Ég vona að þið séuð öll bara hress, kát, jákvæð og hamingjusöm en EF ekki þá er það líka allt í lagi ❤ við upplifum það öll . . .

Eigðu æðislega viku kæri lesandi!

Knús,

ArnaPetra (undirskrift)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s