– PEPP VIKUNNAR –

on

PEPP VIKUNNAR
(ÁMINNING)

Hverjir eru vinir þínir?

Umkringdu þig fólki sem lætur þér líða vel og bara AÐALLEGA fólki sem dregur þig upp en ekki niður! Svo er líka MJÖG gaman að umgangast þá sem þú lítur upp til. (t.d.Mamma <3)

Í dag þá finnst mér við öll vera svo rosalega upptekin, allir alltaf á fullu í vinnu og skóla! Þá er svo ótrúlega mikilvægt að við eyðum frítímanum okkar með fjölskyldu eða vinum…manneskjum sem fá okkur til að líða vel, sem fá mann til að hlægja og sem við getum talað við!

Það er svo mikilvægt að tala um hlutina, og þá er gott að eiga einhvern að sem þú treystir, mamma, pabbi, maki, vinkona, vinur, frænka, systkini eða jafnvel amma og afi ❤

Kannastu við það að vera í vinahópi sem dregur þig hreinlega niður? Hópurinn talar ekki vel um aðra og þú ert kannski alls ekki sammála? Þegar þú umkringir þig fólki sem talar mikið neikvætt um annað fólk þá stimplast það inn í hausinn þinn að það sé verið að tala svona um þig líka… ÚFF þetta er svo óheilbrigt og SMITANDI og svo er alltof alltof mikið um þetta á íslandi!  

…ef þú ert að upplifa þetta í kringum vini þína, þá er best að fara að hugsa sig aðeins um. Ég veit að það er ekki auðvelt og ég er ekki að segja að þú eigir bara að labba í burtu og aldrei tala við vinahópinn aftur. Ég er meira að minna þig á að það er svo mikilvægt að manni líði vel í kringum vini sína og að geta verið 100% maður sjálfur. Það er til svo mikið af æðislegu fólki í kringum okkur öll! Í skólanum, í vinnunni, á kaffihúsinu, heima eða jafnvel í ræktinni…(þó ég vilji nú yfirleitt ekki tala við fólk á meðan ég er að æfa) 😂

Við viljum öll eiga vini sem styðja við bakið á okkur! Er það ekki annars?

Ég get lofað þér því að um leið og þú áttar þig á því hverjir það eru sem gera þig hamingjusama/n þá verður lífið svo mikið skemmtilegra!! Og þú verður auðvitað að gera það sama fyrir þína vini, að hlusta, vera til staðar, gera eitthvað skemmtilegt og KNÚSA! 

Knús er það besta sem ég fæ! Skil ekki hvernig það er ekki hægt að elska KNÚS!!? ❤ 

Ég vona að þetta PEPP hafi komist rétt til skila, hugsaðu aðeins um þetta í dag og eigðu góða viku kæri lesandi…

Knús, 

ArnaPetra (undirskrift)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s