R O M E . . . W O W!
Ó Róm…Óóóó Róm. Hvað get ég sagt…
Eitt risa stórt VÁ! Í allar áttir sem við litum sáum við ekkert nema fallegar byggingar, búðir, veitingastaði og svo margt fleira. Þessi borg er GULLfalleg og hefur upp á svo margt að bjóða. Þess vegna segi ég við ykkur að það er aldrei hægt að skoða borgina á tveimur dögum. Punktur.
// Our stay in Rome was AMAZING! WOW!
It’s such a beautiful city with all these beautiful buildings, stores, restaurants and so much more. So I have to tell you that there is no way that you can explore the city in two days!
D A Y 1.
HOTEL STAYS?? HVAR??
(not soo happy)
BRILLO RESTAURANT
Eftir mjög mikið hótel vesen þá var eitt stykki ítölsk pizza og Peroni nákvæmlega það sem okkur vantaði í kroppinn. Ég ætla því miður ekki að mæla með neinu hóteli í Róm vegna þess að ég var bara hreinskilnislega sagt, ekki ánægð og ég vil auðvitað mæla með hótelum sem ég er ánægð með…
Þetta er ástæðan fyrir því að ég þarf ykkar HJÁLP! Þannig ekki hika við að mæla með hótelum ef þið vitið af einhverjum góðum, uppá næstu ferð að gera ❤
En ég mæli hins vegar mikið með BRILLO ❤ Brillo er með þessar týpísku ítölsku pizzur sem eru svo góðar og svo ELSKA ég þegar ég fæ að sitja svona úti, aðallega til að geta fylgst með fólkinu.
// After having a lot of trouble with our hotel, we really needed an Italian Pizza and one or two Peroni. This time I can’t recommend any Hotel because we had a really bad experience. So if you have any tips, feel free to comment below… ❤
But I really recommend BRILLO.
SPANISH STEPS – WORTH IT?
Þegar við heimsóttum Spanish Steps var allt mjög rólegt, nánast ekkert af túristum og bókstaflega engin læti. DJÓK. Svo var aldeilis ekki, ég hef held ég sjaldan verið í eins miklum troðningi og látum.
Það var samt mjög gaman hjá okkur. Tómas sýndi og sannaði ljósmyndahæfileika sína og smellti nokkrum myndum af einhverju pari. Þið getið fundið það í highlights hér. Svo löbbuðum við upp tröppurnar og Tómasi var boðin rauð rós til að gefa mér en neinei hann neitaði henni auðvitað. Mér er bara ekki ætlað að fá blóm frá drengnum…🙄🙈
// When we visited the Spanish Steps there were almost no people, really quiet and calm. JOKE! It was definitely not like that, it was a CAOS. But fun…
TREVI FOUNTAIN
Ég ætla ekki einu sinni að ræða það hvað var mikið fólk þarna líka…við köstuðum pening í brunninn og drifum okkur svo í burtu!😂
// I am not even going to tell you how many people were there as well…we just through a coin and left right away!😂
Í HVERJU ER ÉG BEST?
Að labba í hringi!
Veistu hvað er yndislegt að bara taka því rólega og labba á tilfinningunni, stoppa í kaffi (eða vínglasi?) og horfa á fólkið…og síðan halda áfram. Það er það besta sem þú getur gert! Maður þarf ekki alltaf að gera það sama og allir aðrir túristar.
// Those who know me know that I am a master at walking in circles when I am traveling…that is what you should do in Rome!
Just walk somewhere and stop on the way for a coffee (or wine?) and then keep on exploring. Love it! You don’t always have to do exactly the same as all the other tourists.
DATE ❤
CASARETTO
Við fundum þennan yndislega stað sem er mjög miðsvæðis í Róm. Við sátum úti við eikartunnur og fylgdumst með fólkinu labba framhjá, drukkum vín og spjölluðum. Sumir vilja meina að ég sé orðin aðeins of heimilisleg í þessum aðstæðum (farin úr skónum).
Ég elska svona deit ❤
// We found this place which is really central here in Rome. We sat outside and watched the people walk by, while we were sipping on a glass of wine over a nice conversation.
Love these kinds of dates ❤
D A Y 2.
HEIMSÆKIR MAÐUR RÓM ÁN ÞESS AÐ SKOÐA…
COLOSSEUM??
Auðvitað EKKI. En þarf maður að láta sig hafa 2 klst. röð?? neeeehhh.
Við komum líklegast á versta tíma dagsins og sáum þessa guðdómlegu byggingu einungis utan frá. Við plöntuðum okkur bara á kaffihúsi beint fyrir framan Colosseum og skáluðum í búbblum.
Þið voruð reyndar nokkur mjög óánægð með mig yfir því að hafa ekki farið inn en engar áhyggjur ég mun heimsækja Róm aftur.
// DO YOU VISIT ROME WITHOUT SEEING COLOSSEUM??
Of course NOT. But do you need to wait in line for 2 hours to see inside Colosseum? Nooo.
I at least wasn’t going to wait in line for two hours…so we found a nice spot with a view of Colosseum. But I know that there were some people that were not so happy with us not going inside but no worries! I will do it next time. I can’t wait!
HITTUM PÁFANN!! 😏
VATICANIÐ
Við tókum leigubíl til að komast í Vaticanið og á leiðinni störðum við út um gluggann með galopinn munn yfir þessari gullfallegu borg. Það er eiginlega bara synd að hafa verið þarna svona stutt…
Fyrir ykkur sem vitið ekki þá er Vaticanið borg eða ríki inni í Rómaborg. Vaticanið er minnsta ríki heims og þar búa aðeins um 1000 manns. Merkilegt ekki satt??
Við heimsóttum auðvitað páfann, eða við vorum allavega í leit að honum og biðum heillengi en hann var ekki mjög áhugasamur um að láta sjá sig þennan daginn.
// We took a taxi to the Vatican City and on our way there we were all looking out from the window with our mouth open, over this beautiful city. It’s a shame that we were here for only two days…
But for you that don’t know, the Vatican is a City-State inside Rome. And it’s the smallest state in the world by both area and population, with only 1000 people. Cool right?
We, of course, visited the pope or we at least waited for a long time after him.
But he never showed his face…that was a disappointment! 😅
HVERNIG HLJÓMAR FERÐ TIL RÓMAR NÚNA??
Ég vona allavega að þetta gefi ykkur einhverjar skemmtilegar hugmyndir!
Allt sem kom í þessari færslu mun einnig koma fyrir í skemmtilegu myndbandi 😃 sem mun líklegast koma á næstu dögum…
& EF þið eruð ekki búin að horfa á myndböndin mín frá Milano & Toscana þá er hægt að finna þau hér:
TAKK FYRIR AÐ LESA ❤
// I hope you liked this blog post and that you have now some ideas for what to do in Rome!
I will also make a video from this blog post. But if you haven’t seen my videos from Italy you can find them here:
Thank you for reading!