– PEPP VIKUNNAR –

on

IMG_4554

PEPP VIKUNNAR:

Lærum að hlægja að hlutunum 😄

Oft þá á maður bara virkilega slæmann dag sem er bara fullkomnlega eðlilegt, við eigum öll þannig daga. Ég er að eiga einn þannig í dag og stundum á ég nokkra svoleiðis daga í mánuði sem er ekki svo gaman…

Þess vegna er gott að venja sig bara á að hlægja.

Ég veit þetta hljómar skringilega og það er ekki beint auðvelt að hlægja af aðstæðum sem láta manni ekki líða vel en prófaðu allaveg að brosa 🙂 þú ræður algjörlega sjálf/sjálfur  hvernig dag þú vilt eiga þótt það komi upp erfiðar og leiðinlegar aðstæður inn á milli. Þú hefur val, viltu hlægja af þessu og halda áfram eða vera pirraður og ákveða að dagurinn verði glataður?

Ekki taka lífinu of alvarlega, maður má alveg hlægja smáá 🙂

Núna ætla ég að halda áfram að læra fyrir prófið sem er í dag og gera mitt besta.
Eigðu góða viku & takk fyrir að lesa ❤

ArnaPetra (undirskrift)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s