– 24 HOURS IN SYDNEY –

ERU 24 TÍMAR NÓG Í SYDNEY??

Nei…ég hefði verið til í að vera aðeins lengur og sjá meira. Við áttum ekki einu sinni að stoppa í Sydney, þar sem við ætluðum bara að millilenda þar á leiðinni til Fiji. 

En það var ekki í boði að vera komin alla leið til Ástralíu og fara ekki inn í landið og geta ekki krotað Ástralíu af heimskortinu…það hefði bara ekki verið nógu gott.

// Is 24 hours enough to see Sydney?? 

No… I would have liked to stay there a bit longer. We weren’t even supposed to stop in Sydney because we were only going to stop there to change flights, on our way to Fiji. But we needed to stop in Sydney so we could say that we had been there! 

20180508_13492220180508_133412

COFFEE & CROISSANT

Við drukkum kaffi á þessum sæta stað og fylgdumst með öllu fólkinu. Ástralir eru greinilega mjög duglegir að nýta vinnupásurnar sínar vel og við sáum mjög marga úti að hlaupa eða æfa á grasinu!

Bara ef veðrið væri alltaf svona frábært hér líka, þá værum við líka svona dugleg í hádegishléinu!…eða hvað?

// We drank coffee and watched the people. It looked like Sydney people are really active because we saw so many people running or doing workouts at this spot.

If we Icelanders or Swedish people would have this weather like they have, I am sure we would be that active as well!

20180508_204703

OPERA HOUSE – SYDNEY

Hversu falleg bygging er óperuhúsið??

Við eyddum nánast öllum deginum okkar þarna í kring, borðuðum góðan mat og skoðuðum borgina með því að labba í hringi. Það er alltaf gaman að labba eftir tilfinningunni og enda einhversstaðar, helst á local bar. Það eina sem maður þarf að hafa í huga fyrir svoleiðis óvissuferðir er að vera búin að borða vel áður! Það er alls ekki gaman að verða hANGRY á svona rölti, ég tala af reynslu!

Hér fyrir neðan koma myndir frá deginum, eina deginum okkar í Sydney…

// How beautiful is this Opera house??
Here we spend the whole day, eating good food and just exploring the city while we were walking around in circles. I love it when I explore a new city by foot and not knowing where I am going! TIPS: But just remember to eat before you go, it is no fun to get hANGRY on these kinds of walks.

I WILL BE BACK 

Ég var mjög hrifin af Sydney og er spennt að heimsækja Ástralíu aftur til að skoða meira!

// I liked Sydney a lot and I’m really excited to come back to see more of Australia. 

32349353_10216274430599114_2676283414507683840_nTÓMAS / HERRA KLAUFI 

Hér hafið þið herra Tómas eða herra klaufa réttara sagt og ég er frú klaufi…😂

Þarna á myndinni er hann nokkuð hress en ef þið hefðuð séð hann hálftíma áður en myndin var tekin, þá hefðuð þið ekki verið mjög hrifin. 

Við lögðum af stað um morguninn upp á völl með Uber og haldið þið ekki að Tómas hafi gleymt töskunni sinni í bílnum, með tölvunni sinni og öllu því mikilvæga. Við hringdum auðvitað beint í Uber bílinn en NEINEI það er ekkert hægt að ná í bílstjórann aftur. Fyrst héldum við að síminn okkar gæti ekki hringt þannig að við fengum hjálp frá starfsfólki á flugvellinum. Þau náðu ekki heldur að hringja! 

Þarna missti Tómas vitið í smá stund! Við hugsuðum strax: gæti verið að þessi yndislega kona sem skutlaði okkur hafi bara ætlað að stela töskunni?? Svo fórum við inn á uber appið og þar gátum við tilkynnt að við værum hefðum týnt hlut og þá hafði hún strax samband við okkur og kom beint með töskuna til okkar. 

TIPS

Þetta er bara smá tips til ykkar. Fyrst og fremst á að passa upp á dótið sitt en EF þið gleymið einhverju í Uber að þá tilkynnið þið það á appinu og bílstjórinn hefur samband við ykkur.

// Here you can see HAPPY TÓMAS but if you would have seen him half an hour earlier you wouldn’t have seen this happy face. 

So we took an Uber to the airport. While we were waiting in the line to check in our bags, Tómas realizes that he forgot his bag in the Uber!! So we try to call our driver but nothing happens…so we talked to some staff at the airport and they called as well but they couldn’t call either. 

So we really thought this woman stole his bag. But then we realized that we could report a missing item on the Uber app and then our driver called right away and came with the bag as soon as possible.

TIPS
So just a small tip for you…remember to take all your belongings with you but if you forget you have to report it in the Uber app and then your driver will contact you.

img_5331

THANK YOU FOR READING ❤ 

Jæja, þetta var stutt færsla um Sydney sem ég féll fyrir á aðeins nokkrum klukkustundum, það var bara svoleiðis! En takk æðislega fyrir að gefa þér tíma til að lesa færsluna mína.

Endilega skelltu í ,,follow” ef þig langar til að fylgjast enn betur með mér hér á blogginu.

// Thank you for reading my post! 

Press the ”follow” button to keep up with my world trip!

Instagram:
https://www.instagram.com/arnapetra/

ArnaPetra (undirskrift)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s