– BARNIÐ MITT ER 1 ÁRS –

on

10766638112_img_6257

TÍMINN FLÝGUR

…og í dag er arnapetra.blog eins árs.

Þetta seinasta ár er búið að líða það hratt, að ég fattaði ekki einu sinni að bloggið mitt ætti afmæli fyrr en ein í vinnunni spurði mig hvaða mánaðardagur væri í dag…ég sá að það var fimmti október og ég var alveg viss um að þetta væri einhver merkisdagur! 

JÁ. Merkisdagur!

Svo loksins áttaði ég mig á hvaða dagur var og þá fékk ég þennan rosalega hnút í mallakút! Ég á að vita hvenær barnið á afmæli?! Bloggið er barnið, jájá. EN lífið er ekki beint eins og fyrir einu ári síðan…

// Time flies, my blog is one year old today! 

LIFE UPDATE 

LÍFIÐ er aðeins öðruvísi svona ári seinna…

Minn venjulegi dagur byrjar eldsnemma á fallegasta og besta morgunverðarhlaðborði hér í Svíþjóð á Steam Hotel. Svo hoppa ég á kaffihús og reyni að sinna náminu mínu. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er ég í fjarnámi í Fjölmiðlafræði við HA, ég veit samt sem áður ekkert hvort það sé það sem ég vil læra EN maður verður að prófa og sjá.

Svo enda ég daginn á því að skrifa hér á blogginu mínu, það er eitthvað sem ég elska mest við daginn! Skrifa og vinna úr myndunum mínum ❤ 

& ári eftir að ég opnaði bloggsíðuna mína fékk ég það tækifæri að fara í svo skemmtilegt verkefni með KILROY sem hægt er að skoða hér.


// Now I am working at Steam Hotel, studying Media (trying to figure out what I want to do) and using my free time on my blog. One year later after opening my blog I got the opportunity to work with KILROY, you can take a look at it here.

acs_0078

HOPPAÐU Í DJÚPU

Ég er svo glöð að hafa hent mér í að opna bloggsíðuna mína fyrir einu ári síðan, lítil stressuð skotta nýflutt til Svíþjóðar með endalausan frítíma. Ég hvet ALLA til að prófa að henda sér í djúpu laugina, alveg sama hversu lítið eða stórt það er sem þú vilt gera. Maður hefur svo gott af því. Svo er mikilvægt að pæla ekki í hvað öðrum finnst, það getur verið erfitt en ef maður ætlar alltaf að vera að velta sér upp úr öðrum þá verður lífið bara leiðinlegt. 

Það sem ég er að reyna að segja er…að ef maður prófar ekki þá veit maður ekki. 

Ókei þessi setning hljómar svo mikið betur á ensku HAHA. Jæja…

// I am so happy that I took the step and opened my blog one year ago!

I had just moved to Sweden at the time, I was just studying Swedish and coaching gymnastics girls here in Västerås, but I had a lot of free time, so I decided to open a blog. I think everybody should try new things, and just see what happens. If you love it, I can promise you that something good will happen. 

If you never try you’ll never know.

5. OKTÓBER 2019

Í dag, 5. október 2019, er ég í einu sætasta sumarhúsi hér í Svíþjóð með tengdarforeldrum mínum og við skálum fyrir deginum og lífinu. Núna ætla ég að njóta þess að fá að vera með þeim hér ❤

Takk fyrir að lesa færslurnar mínar og takk fyrir fallegu skilaboðin sem þið sendið mér ❤ Mér þykir rosalega vænt um það og ykkur sem lesið!

// Today, 5. October 2019 I am in a Swedish summer house with Tómas’s family.
We are having the best time and celebrating this day and just life. 

Thank you for reading my blog ❤ 

ArnaPetra (undirskrift)

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s