– WHAT TO DO IN SIQUIJOR, PHILIPPINES –

WELCOME TO MY BLOG 

Vertu velkominn á bloggsíðuna mína elsku ferðalangur ❤  Ef þú ert ný/nýr hér inni þá geturðu lesið meira um mig hér.

// Welcome to my blog dear traveler ❤ If you are new here then you can read more about me and what my blog is about here.

FROM MANILA TO CEBU CITY

Við flugum til Manila á Filippseyjum og fórum svo beint þaðan til Cebu City. Við gistum þar í eina nótt og lögðum svo af stað í langt ferðalag til að komast á draumaeyjuna, Siquijor.

Við ákváðum að vera ekkert að eyða tíma í þessum tveimur borgum í þetta skiptið en kannski maður skoði þær betur þegar ég fer aftur til Filippseyja.

// We flew to Manila and from Manila to Cebu City. We stayed there for one night and then we had a looong day of traveling to get to the dream island, Siquijor.

We decided not to spend any time in the cities, so maybe next time.

FROM CEBU CITY TO SIQUIJOR

 Þetta var laaaaangt ferðalag!!

Við erum að tala um tvær rútuferðir og tvær bátsferðir til að komast til Siquijor. En um leið og við stigum á eyjuna þá sáum við bara að þetta var staður sem okkur langaði til að vera á.

// It was a looooong way to get to Siquijor.

We took two bus trips and two boat trips to get to our destination. But the moment we stepped on the island we knew that this was THE place. An island that we would like to stay on for some time.
 

SIQUIJOR

Siquijor, eða SIGGI HOR eins og þau bera það fram, er ein af þessum draumeyjum sem þú vilt heimsækja…ég á líklegast eftir að endurtaka orðið ,,draumaeyja” nokkrum sinnum í viðbót.

SiggiHOR er lítil og sæt eyja, staðsett beint fyrir neðan Cebu. Hún einkennist af gullfallegum fossum sem hægt er að baða sig í, hvítum ströndum með kristaltærum sjó sem hægt er að snorkla eða kafa í, það er ódýrt að lifa þarna og heimafólkið er yndislegt. Svo er hægt að keyra um eyjuna á um tveimur klukkustundum, eins og ég sagði, lítil og sæt draumaeyja.

Hljómar vel ekki satt?

// Siquijor is a dream island in the Philippines and I can promise you that you will love it!

Siquijor is a small island located right under Cebu. There are many beautiful waterfalls that you can bath in, white beaches with crystal clear water that you can snorkel or dive in. It is cheap to live there and the locals are very welcoming and nice. You can also drive around the island in about two hours. 

Sounds good, right?


HOTELS:

– PINEWOOD VILLA

TORY’S PARADISE

ALOHA SEASIDE RESORT

PINEWOOD VILLA

Við gistum í þessari villu sem var staðsett alveg upp við ströndina. Við vorum nokkuð ánægð með dvölina þarna aðallega vegna þess að villan var svo vel staðsett. En ég get ekki sagt að húsið sjálft hafi verið neitt frábært. Sumt sem stóð á heimasíðunni var ekki alveg rétt en vonandi hefur það breyst.

Í villunni er eitt hjónaherbergi með útsýni yfir ströndina og sjóinn, baðherbergi, stofa og ,,eldhús” þá meina ég hrísgrjónagræjur og ísskápur en ekki mikið meira en það. Uppi á háaloftinu voru tvær dýnur sem við færðum bara niður í hjónaherbergið og gistum þar öll saman. Mjög kósý.

Það kom eitt stykki óvelkominn aðili inn í villuna okkar eitt kvöldið…

// We booked us this Villa with a beach view. We were really happy with the location but so happy with the villa. Well, we thought we could cook food but it wasn’t much available like we thought after reading on the website. But hopefully, they have changed that.

In the Villa, we had one bedroom with a view over the beach and the ocean, one bathroom, a small living room and a ”kitchen” which was basically a fridge and a rice pot/cooker. But we made it really cozy, we moved two mattresses downstairs from the attic because it wasn’t that nice to be upstairs. So we made it really cozy and nice:)

BUT. We had an unwelcome guest that came to our Villa one night…

img_7537

UNWELCOME GUEST

Ég lá upp í rúmi þegar ég sá svartan stóran skugga fara hratt yfir mig í loftinu. Við kveiktum ljósið og sáum þessa!!!!!!!! Nei ég bilast og ég segi bara SORRY fyrir að vera að setja þetta inn, en þetta gerðist og þá á þetta heima hér á blogginu. Ég vil sýna ykkur að það er ekki allt eins fullkomið og á myndum haha.

Óskar og Tómas sóttu kústa til að redda málunum…? Svo fór Óskar í einn fyndnasta gír sem ég hef séð. Við vorum öll í kasti yfir honum en á sama tíma var ég með hroll um allan líkamann. 

Ég hélt við myndum aldrei ná að sofna þetta kvöld.

//I was in my bed when I suddenly saw a black shadow going really fast in the air! We turned on the lights and then we saw this!!!!! I am so sorry for putting this up here but this happened and then it belongs here on the blog. I want to show you that it is not so perfect as it looks on the pictures.

Óskar and Tómas got a broom and started to try to get the spider outside. Óskar was so funny and we were all laughing so much. But I felt so uncomfortable in this Villa after that!

I thought we could never fall asleep that night!

img_7535

TORY’S PARADISE

Mjög fínt hótel, með þessu frábæra útsýni yfir ströndina eins og má sjá á myndinni. Það er veitingastaður á hótelinu og bar. Ég myndi kannski segja að þetta væri flott fyrir fjölskyldur 🙂

// Very nice hotel with this great view as you can see in the picture. They have a restaurant and bar, swimming pool and the beach right in front. So I would recommend this hotel for a family.

ALOHA SEASIDE RESORT

Æðislegt hótel í sömu götu og Pinewood villan. Það var mjög nýtt þegar við gistum þarna og starfsfólkið var svo frábært. Mæli mikið með þessu!

// We really liked this hotel! It was new when we were there and the staff was lovely. It is on the same street as the villa so we knew all the restaurants around:) I would really recommend this place.

WHAT TO DO:

-RENT A VESPA AND GO FOR A ROAD TRIP

– LUGNASON FALLS

– SUNSETS

– DIVE

RENT A VESPA

Maður verður eiginlega að leigja vespu til að auðvelda sér lífið og að koma sér á milli staða hér í Siquijor. En eins og má sjá á myndinni ferðuðumst við svona með allt draslið okkar til að komast á milli hótela.

// I recommend you to rent a Vespa to make it easier for you to get around here in Siquijor. As you can see in the picture, we traveled like this with all of our stuff to get to our Villa.

GO FOR A ROAD TRIP

Það er mjög gaman að keyra um og skoða eyjuna. Það tekur kannski um tvær klukkustundir að keyra hringinn í kring um Siquijor.

// Go for a road trip around the island and it maybe takes around two hours.

THIS PLACE!

Við vorum dugleg að leika okkur í þessari rólu inn á milli þess að drekka Red Horse (local bjór) og liggja í sólbaði. Ég get líka sagt ykkur það að við misstum öll takið á þessari rólu og duttum á rassinn:) en lendingin var ekki svo slæm þarna í sandinum.

// We went to this place almost every day in between drinking Red Horse (local beer) and laying in the sun. It was so much fun! And I can tell you that every one of us lost the grip and fell in the sand.

img_7536

LUGNASON FALLS 

Það tók okkur um 15 mínútur með vespunni að komast á staðinn. Við eyddum öllum deginum þar og vorum nánast alveg ein. Nema hvað að seinnipartinn þá byrjaði að koma fleira fólk, en það voru ekki túristar heldur heimafólk. Heimafólkið var langt frá því að vera eðlilegt! Þau voru hoppandi og skoppandi út um allt, takandi heljarstökk hægri og vinstri úr öllum áttum. Algjörir apakettir. Ég vona að þið fáið að kynnast þeim líka þegar þið heimsækið staðinn.

Það sem ég elskaði við þennan stað var að þetta var ekki túristastaður! Allavega ekki þegar við heimsóttum Lugnason Falls.

// It took us around 15 minutes to drive to this place and we spend the whole day there. As you can see, we were alone. But in the afternoon it started to get more crowded but not with tourist…just local people. Local monkeys. They were jumping from all around like monkeys. I hope that you will meet them when you visit Lugnason Falls.

What I loved about this place was that it was not so touristy! Or at least not when we were there.

SUNSETS IN SIQUIJOR

Svona var þetta öll kvöld.

// This is how we spent our nights, watching the sunsets. Every night. 

DIVE WITH SEA PEARL DIVERS

Að kafa við Filippseyjar var svo fallegt, allt öðruvísi en í Koh Tao. Sjórinn var svo rosalega tær! Við vorum bókstaflega syndandi með skjaldbökur alls staðar í kringum okkur! Og viti menn það var EKKERT panikk í þetta skiptið! Hægt er að lesa meira um það þegar ég var í köfunarskólanum hér.

// Diving in the Philippines was so beautiful and so different from diving in Koh Tao. The water was so clear! And we were just swimming with turtles all around us. This experience was the best and there was no panic attack this time, you can read more about that here.

MEET THE LOCALS

Verið opin fyrir því að kynnast heimafólkinu, það er yndislegt! Við vorum til dæmis að keyra um á vespunum þegar við sáum alla þessa krakka spila körfubolta og þeir buðu okkur að vera með. Strákarnir tóku nokkra leiki og unnu ekki einn einasta! Þessir litlu krakkar voru SNILLINGAR! Sorryy Tómas og Óskar en þið voruð því miður ekkert rosalega góðir í körfu miðað við þessa litlu atvinnumenn.

//Be open for meeting the locals, they are so lovely! We were, for example, driving around on the Vespa when we saw all these kids playing basketball and they invited us to join them. Tómas and Óskar played a few games with them but they didn’t even win one time…these young kids were SO GOOD! Sorry, Tómas and Óskar but you were not as good as these tiny little professionals.


SALAGDOONG BEACH

Eftir að Tómas var búinn að hoppa 5x þá ákvað ég að hætta að hugsa svona mikið og bara HOPPA! 10 metrar!!! Ég hoppaði og fékk einn vel góðan skell á rassinn. Ég á skilið medalíu eftir þetta hopp.

//After watching Tómas jump 5 times I decided to stop overthinking and just JUMP! It is 10 meters!!! I think I deserve a medal after this jump.

MONKEY BUSINESS

Við fórum út að borða á Monkey Business. Þar var live music og bara svo skemmtileg stemning.

// We had dinner at Monkey Business. They had live music which was so fun! I really liked this place.  

CHEERS FOR SIQUIJOR!

Skálum í Red Horse fyrir að hafa fundið þessa draumaeyju sem við ákváðum síðan að vera á allan tímann okkar á Filippseyjum. 

Núna er ég orðin spennt að fara aftur til Filippseyja og þá ætla ég að skoða fleiri nýja staði!

//Cheers for finding this dream island!

We were so glad to have found Siquijor. We loved it so much that we didn’t even explore the Philippines more than Siquijor… So I am excited to go back to the Philippines and visit some new places.

THANK YOU FOR READING ❤ 

Takk fyrir að gefa þér tíma til að lesa færsluna mína.

Endilega skelltu í ,,follow” ef þig langar til að fylgjast enn betur með mér hér á blogginu.

// Thank you for reading my post! 

Press the ”follow” button to keep up with my world trip!

Instagram:
https://www.instagram.com/arnapetra/

ArnaPetra (undirskrift)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s