– DIVING IN KOH TAO –

WELCOME TO MY BLOG 

Velkomin á bloggsíðuna mína! Hér er hægt að finna heila heimsreisu sem ég fór í árið 2018, hálfu ári eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla. Þið eruð eflaust þó nokkur sem dreymið um að fara í svona ferðalag eða jafnvel gera ykkur ferð á einhverja af þessum áfangastöðum og það skil ég mjög vel! Þið getið fundið fullt af skemmtilegum hugmyndum fyrir draumaferðalagið og einnig sniðug ferðaráð á þessari bloggsíðu.

Við eigum að vera dugleg að ferðast og skoða jörðina okkar, upplifa og njóta þess að vera til:) Endilega haltu áfram að lesa um Koh Tao, ég hef það sterklega á tilfinningunni að þú eigir eftir að falla fyrir þessum stað alveg eins og ég gerði…

// Welcome to my blog! Here you can follow me around the world and read all about my 4-month world trip that I went on in 2018, just half a year after graduation. I guess there are few of you that have that dream about going to one of those world trips or maybe just visiting one of those places that I have been writing about, and I understand that because I have been there and I am still dreaming about seeing more.

We should explore our planet, experience more and enjoy being alive:) Keep on reading about Koh Tao, I can just feel that you’re going to love Koh Tao as much as I do…

SHOULD WE LEARN HOW TO DIVE?

Við Tómas töluðum oft um það að okkur langaði til að læra að kafa í ferðalaginu en það var aldrei ákveðið almennilega. Ég var alveg á báðum áttum að gera þetta vegna þess að ég er ein af þeim sem er skíthrædd við sjóinn. Ég er ekki viss um hvort það sé hægt að kalla það fóbíu en ég fæ bara þessa slæmu tilfinningu yfir sjónum sérstaklega af því að ég veit ekkert hvað er þarna ofan í!

Er ég ein um það?

Áður en ég fór í heimsreisuna þá hafði ég heyrt svo frábæra hluti um köfun og að fólk alveg festist í þessu og vill prófa að kafa alls staðar í heiminum. Það eru svo margir sem mæla með þessu og það skemmtilega er, að um leið og þú ert komin/nn með réttindin þá geturðu kafað á næstu áfangastöðum í þinni ferð. Það hljómar svo ótrúlega vel en fyrir ykkur sem eruð hrædd við sjóinn eins og ég þá er þetta ekki eins auðvelt. Lestu aðeins meira um mína rosalegu upplifun og hvort ég mæli með því að kafa…

// Me and Tómas always talked about learning how to dive in our world trip but we never decided where and when. I was never 100% sure that I wanted to try it because I am that kind of a person that is really scared of the ocean. I am not sure if you can call it a phobia but I always get this bad feeling when I think about the ocean. We have no idea what is in it!! 

Am I the only one??

Almost everybody that goes traveling around the world tries this and so many people that we know loved it and they want to travel more just to dive in new places. It sounds so good! But for people like me that are a bit scared of the ocean, it’s not easy. Read more to know my experience and if I recommend you to learn how to dive.

STEP 1.
DIVING EQUIPMENT 

Fyrsti dagurinn í köfunarskólanum, Simple Life Divers. Það fyrsta sem við lærðum á var köfunarbúnaðurinn. Við áttum að fara yfir nokkur skref til að setja á okkur allan búnaðinn og endurtaka það 5 sinnum í RÉTTRI röð. HJÁLP!  Ég mundi alveg hvað átti að gera en í RÉTTRI röð?? Geymdu því!

Svo horfði ég á Tómas endurtaka þetta 5 sinnum og þetta var eins og að drekka vatn fyrir hann. Tómas var síðan mín hægri hönd og hjálpaði mér að muna þetta hahaha. Þetta tókst á endanum!

// It was the first day at the diving school, Simple Life Divers. The first thing we needed to learn was all about the diving equipment. We had to repeat some steps to put it on and it was really important that it was done in the right row. We had to do it five times in a row and again in the RIGHT row. HELP! I remembered what I needed to do but in the RIGHT row??? Forget it!

Then I looked at Tómas do it five times and it looked so easy for him. But then Tómas was by my side and helped me remember it hahaha. I managed to do it in the end!

STEP 2.
DO YOU KNOW HOW TO SWIM?

Step 2 var að sanna það að við værum synt. Til að sanna það áttum við að synda í 10 mínútur án þess að snerta neitt. Ég veit ekki hvað það er en þegar ég er að synda og get ekki stutt mig við neitt né náð í botninn þá fer ég í hláturskast og liggur við drukkna. En við stóðumst þetta með nokkrum hlátursköstum sem gerði þetta bara skemmtilegra.

Eftir það prófuðum við að setja á okkur búnaðinn og fara í sundlaugina. Þarna prófuðum við að anda undir vatni í fyrsta sinn! Þessi tilfinningin var RUGLUÐ!

// In step 2 we needed to prove that we were able to swim. To prove that we had to swim for 10 minutes without touching anything. I don’t know what it is but when I am swimming and I can’t hold on to something or not even touch the bottom I just start laughing so much that I almost drown myself. But we of course passed that test and a lot of laughing (because of me almost drowning) made it more fun. 

After that, we put on our equipment again and jumped into the pool. There we tried to breathe underwater for the first time! That feeling was so weird but amazing!

STEP 3.
EVENING SCHOOL AND TEST

Kvöldskóli. Ég man bara hvað ég saknaði þess ekkert að sitja í skólastofu og læra. En þarna eyddum við kvöldinu okkar, í skólastofu að læra um köfun.

Við tókum svo próf sem við fengum að hjálpast að með. Til að ná prófinu máttum við vera með 12 röng svör og við auðvitað náðum því!

Næst á dagskrá var SJÓRINN!

// Evening school. I would say that I did not miss being in school at that time. But there we spent our night in a classroom studying about diving.

The day after our class needed to take a test and we just helped each other, although we were supposed to do it by ourselves. To pass you couldn’t have more than 12 wrong answers so of course, we passed! 

Next up: THE OCEAN!

12 METERS DIVE IN THE OCEAN

Fyrsti köfunardagurinn okkar í sjónum! Þarna var þetta fyrst orðið alvöru…

Ég var bæði spennt og mjög stressuð. En þennan dag áttum við að kafa niður á 12 metra dýpi. Ég stressaðist öll upp og var svo handviss um að hljóðhimnan myndi springa (núna er ég bara að hleypa ykkur inn í minn litla stresshaus) en til að komast hjá því að það gerist, verður maður að vera duglegur að losa um þrýstinginn 🙂  

Þegar við vorum komin á staðinn sem við áttum að kafa á, settum við á okkur allan köfunarbúnaðinn (sem ég var btw búin að mastera) og svo var bara að henda sér út í sjóinn.

// Our first day diving in the ocean! 

I was both really excited and also a bit stressed. But this day we were supposed to dive down to 12 meters. I was so afraid that my eardrum would explode (now I am welcoming you into my head) but to avoid that I needed to get rid of the pressure while going down 🙂 

When we came to the diving area we put on our diving gear (btw I had become a master at it!) and then the next step was to jump in the ocean.

img_5986

PANIC!

Við byrjuðum svo að láta okkur sökkva hægt og rólega. Ég var svo stressuð að ég gat ekki hætt að hugsa um eyrun mín, þannig að ég ofnotaði taktíkina að losa um þrýstinginn í eyrunum með því að blása og það endaði með því að ég blés einu sinni aðeins of harkalega og þá fylltist gríman mín af vatni. Við vorum búin að læra það 100 sinnum í sundlauginni hvernig átti að losa vatn úr gleraugunum… en  niðri í 12 metra dýpi í sjónum þá þurfti ég auðvitað að gleyma ÖLLU sem ég var búin að læra…

Ég reyndi og reyndi en þá fyllti ég grímuna mína af enn meira vatni. Auðvitað Arna. Vel gert. Eve kennari reyndi að sýna mér hvað ég átti að gera en ég skildi hana bara ekkert þar sem hún var að nota þetta fáránlega kafaratáknmál sem ég skildi EKKERT.

Þarna var ég niðri í 12 metra dýpi í sjónum með fulla grímu af sjó og vildi ekkert meira en að komast upp á yfirborðið.

Tómas kom síðan til bjargar og talaði við mig á táknmáli sem ég skildi hahaha! Ég náði að losa vatnið úr grímunni og halda áfram að kafa með krökkunum.

// We started to go slowly down all together following a rope that led us all the way down to 12 meters depth. I was still so stressed about my ears, so I just equalizing the ear pressure by blowing out from the nose while holding it. It was the only thing I could think about. But one time while doing it my mask got filled with water.

The good thing was that we had learned so many times how to get rid of the water if that would happen. Wich is normal by the way.  But of course, I just had blanked out and couldn’t remember what to do. PANIC!

I tried and tried but I just always filled the mask more and more with water. Of course. This wouldn’t happen to anyone else than me… or people like me haha. So our teacher Eve tried to talk to me but I just couldn’t understand these signals that she was giving me.

So there I was panicking with my mask full of saltwater, 12 meters from the surface.

Then Tómas stepped in and helped me with some signs that I actually understand. I was able to get the water out of my mask and keep on diving and exploring with the group.

COULDN’T LET TÓMAS GO

Þarna náði ég loksins að sá eitthvað! Ég var í svo miklu panikki að ég sleppti ekki Tómasi hahaha. Stuttu eftir á var ég búin að ná að róa mig niður og þá náði ég að njóta mín í botn og sjá alla fallegu fiskana og kóralrifin.

// But after this terrible situation, I just couldn’t let go of Tómas. So he was stuck with me. But after a few minutes, I was able to let it go and enjoy. We saw so many fishes and beautiful coral reefs.

 18 METERS AND A FREE DIVE

Fyrsta köfunin okkar niður á 18 metra dýpi var ekki beint sú besta vegna þess að það var mikill straumur og þá varð sjórinn mjög gruggugur og við sáum ekki neitt. Við komumst niður á 18 metra dýpi, gerðum nokkrar æfingar og fórum síðan strax aftur upp. Við ákváðum að koma okkur á annan stað þar sem við myndum sjá eitthvað.

Staðurinn sem við fórum á eftir þennan var mun fallegri og í þetta skiptið var Free dive sem þýddi að við þurftum ekki að gera neinar æfingar með kennaranum heldur bara kafa, skoða og hafa gaman.

Við sáum svo mikið flott þarna ofan í, þetta er bara allt annar heimur! Ég er að segja ykkur það að við sáum ALLA fiskana í NEMÓ…ókei kannski ekki Bruce en næstum alla.

// Our first dive down to 18 meters!
The first dive was not so good because the current in the ocean was pretty bad. But we managed to get down to 18 meters but for not so long. We couldn’t see anything and it was actually really creepy so we went straight up again to find another spot where we could actually see something.

The place that we went to afterward was so beautiful and we also had what is called a Free dive. So when you are doing a free dive you don’t have to do any exercises with the teacher, you can just explore and have fun. But you need to be close to the teacher. 

We saw so many amazing things that I have never seen before. This is just another world down there! And I am telling you that we saw ALL of the fishes in NEMO… okay maybe not Bruce but almost every fish from Nemo.


WE ARE OPEN WATER DIVERS!

Eftir þessa köfun þá vorum við orðnir OPEN WATER DIVERS!

Þrátt fyrir þessar uppákomur þá var þetta svo ótrúlega gaman! Ég steig stórt skref út fyrir þægindaramman með því að læra að kafa. Núna verður maður bara að vera duglegur að prófa að kafa á fleiri stöðum.

// After this dive, we were an OPEN WATER DIVERS!

But in spite of me having a panic attack in one of these divings, this was one of the most amazing things I have ever done in my life. I went so far out of my comfort zone and I loved it! And now I have to dive in more places. 
 

DO I RECOMMEND YOU TO DIVE?

Mæli ég með því að kafa?

JÁ! Og veistu hvað, það er líka allt í lagi að vera stressaður. Prófaðu að fara út fyrir þægindarammann og prófa að læra eitthvað nýtt.

VÁ hvað þetta var gaman!

// Yes, I would recommend you to dive! And do you know what? It is okay to be a little bit nervous and it is even better to go out of your comfort zone.

This was so much fun and I do not regret this!

img_5331

THANK YOU FOR READING ❤ 

Takk fyrir að gefa þér tíma til að lesa færsluna mína. Ég hlakka til að heyra hvað þér finnst og hvort þú hefur lært að kafa eða hefur áhuga á því að prófa að kafa. Ekki hika við að senda inn þína upplifun þegar þú kafaðir, hér fyrir neðan í kommenti.

Endilega skelltu í ,,follow” ef þig langar til að fylgjast enn betur með mér hér á blogginu.

// Thank you for reading my post! Looking forward to hear what you think and if you have been diving before or if you want to. Feel free to comment below and tell me your experience.

Press the ”follow” button to keep up with my world trip!

Instagram:
https://www.instagram.com/arnapetra/

ArnaPetra (undirskrift)

 

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s