Velkomin á bloggsíðuna mína! Hér er hægt að finna heila heimsreisu sem ég fór í árið 2018, hálfu ári eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla. Þið eruð eflaust þó nokkur sem dreymið um að fara í svona ferðalag eða jafnvel gera ykkur ferð á einhverja af þessum áfangastöðum og það skil ég mjög vel! Þið getið fundið fullt af skemmtilegum hugmyndum fyrir draumaferðalagið og einnig sniðug ferðaráð á þessari bloggsíðu.
Við eigum að vera dugleg að ferðast og skoða jörðina okkar, upplifa og njóta þess að vera til:) Endilega haltu áfram að lesa um Koh Tao, ég hef það sterklega á tilfinningunni að þú eigir eftir að falla fyrir þessum stað alveg eins og ég gerði…
// Welcome to my blog! Here you can follow me around the world and read all about my 4-month worldtrip that I went on in 2018, just half a year after graduation. I guess there are few of you that have that dream about going to one of those world trips or maybe just visiting one of those places that I have been writing about, and I understand that because I have been there and I am still dreaming about seeing more.
We should explore our planet, experience more and enjoy being alive:) Keep on reading about Koh Tao, I can just feel that you’re going to love Koh Tao as much as I do…
YOU DON’T HAVE TO HAVE EVERYTHING PLANNED
Það var heljarinnar ferðalag að koma okkur til Koh Tao. Við þurftum að taka bát til Krabi, síðan rútu til Surat Thani og þaðan tókum við svo bát til Koh Tao.
Það skemmtilegasta við þetta var að við vorum ekki með neitt planað, ekki einu sinni gistingu. Við mættum seint um kvöldið og fundum okkur leigubíl sem skutlaði okkur í köfunarskóla sem við höfðum skoðað aðeins fyrr um daginn, en ekkert meira en það. Við vorum svo heppin að fá gistingu á hostelinu sem var tengt köfunarskólanum.
// It was a long way for us to go from Phi Phi to Koh Tao. First, we needed to take a boat to Krabi, then take a bus to Surat Thani and there we took another boat to Koh Tao.
The best part was that we didn’t have anything planned, not even a hotel stay! So when we arrived we found a taxi and he drove us to a Diving school that we had just looked at earlier that day. We were really lucky and got a room at the hostel that is connected with the diving school.
GO OUT!
Eins og ég hef komið inn á áður þá ferðuðumst við fjögur saman en við splittuðum hópnum í Thailandi. Við Tómas vorum farin að sakna ferðafélaganna okkar og ákváðum að koma Óskari og Hrönn á óvart þar sem þau höfðu ekki hugmynd um að við værum líka í Koh Tao. Við fundum hvar þau voru í gegnum snapchat og leituðu þau uppi. Þetta var svo fullkomið þar sem þau voru einmitt úti að borða þegar við fundum þau, þeim brá svo mikið! Við skelltum okkur svo öll saman út á lífið og fórum á nokkra staði en ég myndi segja að fish bowl hafi staðið upp úr.
// For you that don’t know, on this world trip we were traveling four together but we split the group up when we were in Thailand. Me and Tómas were starting to miss our travel buddies so we decided to surprise them and go to Koh Tao. They had no idea. We found them by looking at maps on snap chat. They were sitting outside eating and we ran up to them…you should have seen their faces, they were so surprised. That night we went out and I would say that fish bowl was the best place.
VISIT SHARK BAY
Shark Bay er falin strönd sem við fundum en það var ekkert grín að komast að henni! Við þurftum að klifra upp og niður kletta, ég labbaði á tré og Tómas flaug á hausinn og honum blæddi helling. EN þrátt fyrir það þá vorum við bara góð.
// Shark Bay is a hidden beach or at least it wasn’t easy to find. We needed to climb up and down some rocks, I walked into a tree, Tómas fell and there was blood everywhere. But except for that, we had a great time at Shark Bay.
WHERE TO STAY?
Hótelið sem við gistum á var mjög vel staðsett. Hægt er að skoða það hér fyrir ofan.
// The hotel we stayed at was at a really good location. You can press the link under the picture for more information.
TRY THIS INFINITY POOL
– Aminjirah –
Aminjirah er falið draumahótel sem Hrönn og Óskar fundu. Við fengum að nota sundlaugina frítt en í staðinn þurftum við bara að kaupa okkur eitthvað að borða eða drekka. Ég held að það viti fáir um þennan draumastað af því að staðsetningin er frekar falin. Ég get ekki lofað því að þetta sé ennþá frítt eða opið eins og það var fyrir einu ári en það sakar ekki að prófa að kíkja og jafnvel gista þarna??
// Aminjirah was a dream hotel that Hrönn and Óskar found. We were not staying at the hotel but we were able to use the swimming pool but instead, we needed to buy something to eat or drink. That was a fantastic deal, to be honest. But I can not promise that it is still like that, so check with the hotel before visiting or maybe just stay there??:)
THE SUNSET IN KOH TAO ARE AMAZING
Sólsetrin í Koh Tao…VÁ!
// The sunsets in Koh Tao…WOW!
EXPLORE THE ISLAND ON A VESPA
Skoðunarferðin á vespunni um Koh Tao endaði á pínulitlu kaffihúsi. Við Tómas skiptumst á að opna dagbókina mína á einhverjum stað og lesa um eitthvað sem gerðist í ferðinni, það er svo gaman að rifja upp ferðalagið og ég man bara hvað við hlógum mikið!
// We went on a Vespa around Koh Tao and ended our trip on this cute little place. We sat there for almost two hours drinking coffee and reading my diary from other places. I just remember how much we laughed when reading all those good memories!
Afsakið Bogga! Þetta er mögulega ástæðan fyrir því að hárið mitt eyðilagðist eftir heimsreisuna.
// This is maybe one of the reasons why my hair got ruined after this trip.
EAT THE CHEAP AND AMAZING FOOD
Hamingjusöm með nýja hárið og góðan mat. Hárið var nú alveg fínt en það brotnaði alveg rosalega, gæti alveg eins hafa verið sjórinn og sólin líka:)
// happy kid with new hair! It was probably the ocean and the sun that ruined my hair as well:)
BECOME A OPEN WATER DIVER
Svo má ekki gleyma því að við Tómas nældum okkur í köfunarréttindi! Ég ætla að segja ykkur betur frá reynslu minni af því að kafa, hún er skrautleg…en þið fáið ekki að vita það fyrr en í næstu færslu. Þið bíðið bara spennt<3
Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst og hvort þið hafið farið til Koh Tao eða hafið áhuga á að fara. Þið megið endilega kommenta hér að neðan ef þið hafið spurningar eða fleiri hugmyndir eða bara senda mér á instagram ef þið viljið létt spjall. Ég er búin að vera að tala við nokkra í gegnum instagram-ið mitt og hef verið að reyna að hjálpa eins og ég get. Það er mjög gaman að tala við ykkur! ❤
// And then we can’t forget that me and Tómas are an Open Water Divers! But I am working on another blog post that is only about my experience, what happened to yours truly and if I recommend it! ❤
Thank you Koh Tao! Looking forward to hearing what you think and if you have visited Koh Tao before. Feel free to comment below if you have any questions or if you have more ideas for my readers. It is always fun to hear about your experience. And you can, of course, send me as well on Instagram, I have been helping out some travelers and it is so much fun to be able to help you as much as I can.
Instagram:
https://www.instagram.com/arnapetra/