Þetta er eitthvað sem ég mun mjög líklega vilja endurtaka! Að hafa eitt heilli viku í að æfa, borða hollt og slaka á í sólinni var eins og ég hafi verið núllstillt. Það var svo gott að brjóta upp ferðina með svona viku. Við kynntumst fólki á hótelinu sem hefur verið að koma á þennan stað árlega bara til að gera vel við sig, koma sér í form og dreifa huganum frá vinnu…elska það! Svo er Phuket líka frábær staður til að vera á, margt hægt að skoða og gera:) Endilega haltu áfram að lesa ef þú vilt byrja að plana draumaferðalagið þitt! Mig langar aftur…VÁ hvað mig langar aftur!!
HOTEL:
– Anchanlina
– Happy Cottage
Við prófuðum bæði hótelin og þau voru æði! Mæli mikið með að vera á öðru hvoru vegna þess að þau eru í sömu götu (Soi Tad-led) og ræktarstöðin, Unit 27.
// This is something I would love to do again! We spent a whole week at this place in Phuket, trained a lot, ate good and healthy food and spend our free time laying in the sun. After this week I felt like a new person, this is something I would recommend you to do if you are traveling for a long time like us. We met a few amazing people at our hotel that have been coming here every year to just train, get in shape and think about something else than work…love that!! And Phuket is also such a great place to explore, many things that you can do and see:) Please keep on reading if you want to plan your dream trip!
HOTEL:
– Anchanlina
– Happy Cottage
We tried both of these hotels and they were both really nice. I would recommend staying at one of those because they are in the same street (Soi Tad-led) as the gym, Unit 27.
WHAT TO DO IN PHUKET?
– UNIT 27
– Patong Beach, Illusion
– Monkey Hill
– Big Buddha
– Cinema
– Tattoo
– UNIT 27 –
Líkamsræktarstöðin heitir UNIT 27 og þar er boðið upp á allskonar skemmtilega hópatíma, crossfitæfingar, yoga, hlaup, spinning og fleira. Þú þarft alls ekki að vera í þínu besta formi þar sem þau bjóða upp á allskonar level, þetta er fyrir alla og allir eru vinir.
// The name of the gym is UNIT 27 and they offer so many different types of fun group workouts. Me and Tómas loved the CrossFit and I loved the yoga! It was so much fun! This is suitable for everybody because they have different levels of workouts so you don’t really have to be in the best shape.
Ykkar kona prófaði Muy Thai og var ROSALEG! Við prófuðum það reyndar ekki á í UNIT 27 heldur fórum við og prófuðum aðra stöð sem heitir Tiger Muay Thai og er í sömu götu. Mig minnir að María vinkona hafi verið þar í heila viku að æfa þegar hún fór til Phuket. Mjög gaman að prófa Muy Thai, það er eitthvað við þessa útrás!
// Yours truly tried Muy Thai and I killed it! It was so much fun!
Yndislega fólkið sem við kynntumst á hótelinu, þau voru svo frábær! Þau buðu okkur í kvöldmat og svo fórum við saman á skemmtistaði niðri í bæ, Patong Beach.
// These are the amazing people that we met at our hotel, they invited us for dinner and then we went to Patong for some party.
ILLUZION
Risa stór skemmtistaður í Phuket!
// Huge club in Phuket!
Monkey Hill
Þetta var svo magnað! Það voru apar bókstaflega út um allt en HEY passa sig! Sumir eru alveg snældu vitlausir og bíta fast. Ég var svo heppin og var sú eina sem fékk brjálaðan apa á mig og stuttu seinna beit hann mig:) Það er ekkert kosý við það skal ég segja þér.
// This was so fun! There were monkeys EVERYWHERE but HEY you need to watch out! Some of them are crazy and they can bite! I was so lucky that one attacked me and bite me:) not so nice.
Big Buddha
Við leigðum okkur vespu á meðan við vorum í Phuket og notuðum hana til að koma okkur á milli staða. Tómas keyrði með okkur alla leið upp að Big Buddha og þar fengum við mjög fallegt útsýni yfir borgina!
// We had a Vespa while we were in Phuket. We decided to explore a bit more and Tómas drove us to Big Buddha where we had this amazing view over the whole city!
Nai Harn Beach
Nai Harn beach var algjör draumur en það var hún Aldís sem býr í Phuket sem mæltii með henni! Svo ánægð að hafa hitt hana og fengið smá tips. Þið ættuð kannski að fylgjast með Aldísi ef þið eruð að fara til Phuket, hún er svo dugleg að segja frá og er bara hreinskilnislega, alveg frábær! Þið getið skoðað hana betur hér.
// Nai Harn beach was a dream! We met Aldis and she lives in Phuket and she recommended some places for us to visit while we were in Phuket. So glad that we met her! You should follow her around if you are going to Phuket, you can see her profile here.
KRAKKAR!!! Ég er ekki eini klaufinn í þessu sambandi…
Við Tómas fórum í risastórt moll og á meðan við vorum að skoða í búðum þá fattar drengurinn að hann var ekki með vespulyklana??? PANIKK lífs míns. Mér líður eins og þetta hafi gerst í gær, við bókstaflega sprettum í gegnum allt mollið og fólk reyndi að stoppa okkur af til að vita hvort það væri ekki allt í góðu hahaha. Og hvar haldiði að lyklarnir hafi verið?? NÚ auðvitað í vespunni! Maður hlær að þessu eftir á, en vá hvað ég hló EKKI þegar þetta gerðist! En já svo fórum við í bíó til að róa taugarnar, fórum í lúxus sal og fengum sófa út af fyrir okkur, mjög kósý.
// OKAY PEOPLE!! I am not the only clumsy person in this relationship…
Me and Tómas were at a BIG shopping mall and we were walking around stores when Tómas realized that he didn’t have the keys to the Vespa! PANICK! It feels like it happened yesterday… we ran through this big mall and people were trying to stop us just to know if everything was okay hahaha. And where do you think the keys were?? Of course in the Vespa!! I am laughing now but there was no way that I would have laughed when it happened. After that panic attack, we went to a VIP cinema with a big sofa for us to relax in… It was so cozy and good decision after that kind of a day.
Afhverju ekki að skella sér í tattoo?? 😀
// Why not get yourself a tattoo?? 😀
Ég veit ekki einu sinni hvort ég megi segja frá þessu, en vonandi er það í lagi Elísabet<3
Þetta var mögulega eitt það fyndasta… en á móti alveg hrikalega stressandi aðstæður sem við Tómas vorum búin að koma okkur í. Við vorum að fara að láta sérhanna brúðarkjól handa Elísabetu systur Tómasar. Við gáfum klæðskeranum allar mögulegar upplýsingar um líkamsbyggingu hennar og svo gáfum við honum myndir af svipuðum kjól sem hún var með í huga og þetta var útkoman! Ég átti að máta kjólinn til að sýna Elísabetu en ég komst ekki einu sinni í hann. Það sést kannski ekki á þessari mynd hversu lítill hann var, en þetta var eins og á fimm ára barn og ég er aðeins stærri en það get ég sagt ykkur…hahahaha ég fæ kast!
// I don’t even know if I can tell you about this, but I hope it is okay Elisabet ❤
But this was probably the funniest AND most stressful situation that me and Tómas have been in. Well, the thing is that we had already promised to help Elisabet (Tómas’s sister) with the wedding dress and we found this tailor that was really promising. We gave him all the measurements and we even gave him pictures of a similar dress and this was the result. I was supposed to try the dress on for her and I couldn’t even get it on, I don’t think you can see it on the picture but I would say that this dress was for a five year old…and I am a bit bigger than that hahaha.
Hún fékk svo draumakjólinn sinn, engar áhyggjur!
// But no worries, she got her dream dress.
Takk fyrir mig elsku PHUKET! Ég mun mjög líklega koma aftur ❤
Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst og hvort þið hafið farið á þennan stað eða hafið áhuga á að fara. Þið megið endilega kommenta hér að neðan ef þið hafið spurningar eða fleiri hugmyndir eða bara senda mér á instagram ef þið viljið létt spjall. Ég er búin að vera að tala við nokkra í gegnum instagram-ið mitt og hef verið að reyna að hjálpa eins og ég get. Það er mjög gaman að tala við ykkur! ❤
Instagram:
https://www.instagram.com/arnapetra/
Thank you PHUKET! Looking forward to hearing what you think and if you have visited Bangkok before. Feel free to comment below if you have any questions or if you have more ideas for my readers. It is always fun to hear about your experience. And you can, of course, send me as well on Instagram, I have been helping out some travelers and it is so much fun to be able to help you as much as I can.