– SRI LANKA –

20180227_15561420180227_15573520180227162857_img_325220180227165741_img_325320180227145536_img_3247

DAGUR 1:
NEGOMBO

Eftir stutt og gott flug vorum við mætt til Sri Lanka. Á flugvellinum tók á móti okkur bílstjóri sem átti að ferðast með okkur á milli staða.

Ég veit ekki alveg hvað mér fannst um það að hafa bílstjóra vegna þess að mér leið alltaf eins og honum leiddist svo mikið. Hann var yfirleitt bara í bílnum sínum að bíða eftir okkur og ég hef ekkert rosalega gaman af því þegar fólk er að bíða eftir mér.

// It was a short flight from Maldives to Sri Lanka. When we arrived we had a driver waiting for us and he was going to drive us around Sri Lanka.

Our driver was always around and we felt really safe. But I don’t really like it when people are waiting for me, and especially when I felt like he was bored…but hopefully he had a good time with us.

Bílstjórinn keyrði okkur upp á hótel þar sem við fengum heila svítu fyrir okkur fjögur. Við vorum orðin rosalega svöng þannig við skelltum okkur út í leit að kvöldmat. Við duttum inn á veitingastað sem heitir fish & chips & pizza. Við vorum svo svöng að við gátum ekki hugsað okkur að leita lengi að veitingastað, þannig duttum við inn á þennan stað.

Ég pantaði mér fish&chips og haldiði að klaufinn hafi ekki slegið öll met. Ég var að salta matinn minn og lokið á staupinu var ekki skrúfað á og saltið hrúgaðist á matinn minn! Þannig að ég fer til þjónanna og fæ að skila matnum mínum og afsaka mig verulega þar sem ég gat ekki borðað matinn minn svona. En þeir dustuðu bara saltinu af og létu mig fá diskinn aftur hahaha. Ég fékk saltsjokk (ef það er til)…svo fæ ég að smakka pizzusneið hjá Tómasi og botninn bragðaðist eins og tyggjó.

TIPS: Í Sri lanka er bara lang best að halda sér við local matinn, hann er svo góður!

// Our driver drove us to our hotel and we got a nice and big room for us four. We were really hungry after the flight so we went out looking for something to eat. We didn’t have the energy to search for a restaurant so we went to a place called Fish & chips and Pizza. I ordered a fish & chips and I needed to put a little bit of salt but the salt was not completely closed so I got a salt mountain over my food. I went straight to the kitchen and I was really sorry about this, but there was no way for me to eat this like that. They took my food and took the salt off with their fingers and gave me the food back… no way that I could eat it after that! So I got a pizza from Tómas and that tasted like gum. 

TIPS: Just eat the local food, it is so delicious!

20180228_075511img_3384

Morgunmaturinn í Sri Lanka:
Hrísgrjón með kanil og kókos, pönnukökur og síðan spælt egg með andliti.

// Breakfast in Sri Lanka:
Rice with cinnamon and coconut flavor, pancakes and sunny side up eggs with a face.

20180228_16114620180227225544_img_325920180228_16150220180228_16153020180228_16132020180228_17221620180227224704_img_325620180227225722_img_326220180227225924_img_326820180228_17205920180228_17051320180228_17043820180227225355_img_3258

DAGUR 2.
SIGIRIY, Lions Rock

Lions Rock er 200 metra hár klettur sem stendur upp úr Sri Lanka. Kóngurinn átti víst að hafa byggt höll sína ofan á honum. Þegar labbað er upp er hægt að sjá ljónsmynd úr klettinum, sem konungurinn átti að hafa gert. Nafnið á klettinum er því komið af því.

// DAY 2:
SIGIRIY, Lions Rock

Lions Rock is 200 meters high rock. There was a king in Sri Lanka that built his palace on the top of this rock. About halfway up the side of this rock, he built a gateway in the form of an enormous lion and the name of this place is derived from this structure.

20180228_19235820180228_19295020180228_200942

 

Fórum í kvöldmat á stað sem bílstjórinn okkar mælti með. Byrjuðum á því að fá súpu í forrétt sem minnti á stafasúpu. Svo fengum við þennan stóra disk sem við deildum, hann var misvinsæll meðal okkar þar sem einn ónefndur er ekki aðdáandi fisks og hvað þá risarækju!

// Our driver dropped us at this restaurant that he recommended. We got soup for a starter and then we shared one big plate with all kinds of food. Some of us were not so happy with the scampi but it was fun to try something like.

20180301_10080320180301_10121120180301_10345720180301_103838

DAGUR 3:

Á leiðinni frá Sigeriy til Kandy stoppuðum við í Spice Garden. Þar var alls konar skemmtilegt, krydd, ananas, kakó og aloa vera. Við enduðum heimsóknina á kynningu á vörunum þeirra, þar sem sölumennirnir reyndu að selja okkur allt mögulegt…við féllum ekki fyrir því af því að við höfðum bara ekkert pláss fyrir neitt slíkt. Svo auðvitað hættu þeir ekki. Sölumennirnir rifu Tómas og Óskar úr bolunum en við Hrönn fengum að halda í okkar boli haha! En svo byrjuðu mennirnir að nudda okkur með olíunni sem þeir voru að selja, sem við báðum bara alls ekkert um. Svo settu þeir bara höndina út og báðu um þjórfé.

TIPS: Passa sig á sölumönnunum, þeir vilja yfirleitt alltaf fá þjórfé og reynið frekar að segja nei við þá áður en þeir fara að rífa ykkur úr bolunum hahaha.

// DAY 3 – We visited a Spice Garden on our way to Kandy. Before we went back to the car the staff introduced us to their products that they were selling. Of course, I would recommend you to buy some spices or oils if you have space, but we didn’t have any space in our backpack. But they could not stop trying to sell us things, they even started to massage us with the oil they were selling and we didn’t even ask for it hahaha. And after the massage, they put their hands in front of us, asking for tips.

TIPS: Look out for the salesmen and the guides. They want tips and if you know that you can’t buy from them or you don’t want to buy their products just say no to them in the first place.

20180301184806_img_330820180301184559_img_329820180302_121048

2x áhugaljósmyndarar

// 2x photography enthusiasts

20180301175851_img_328220180301180303_img_328820180301180250_img_328720180301180041_img_328320180301180237_img_328620180301180703_img_328920180301182058_img_329220180301182120_img_3293

Glenloch Tea Factory

Ég er meiri kaffi aðdáandi eins og þið ættuð að vita en það var gaman að fá að skoða þessa verksmiðju og svo að fá að smakka allskonar te 🙂

// I am more of a coffee person as you should know, but it was fun to visit this tea factory and get to see and know more about teas.

20180301_15243920180301_152456

Kandy, Sri Lanka
Fullkominn staður og útsýni hér yfir hluta af kandy, með kaffibolla í einni og dagbókina í annarri. (Ég gæti líklegast ekki skrifað neitt af þessu ef ég hefði ekki skrifað dagbók)

// The perfect place with a view over part of Kandy, with coffee in one hand and my diary in the other. 

20180301_16352720180301_18195320180301_18185520180301_18150520180301_18155820180301_181922

Við þurftum að labba um berfætt ásamt mörg hundruð manns sem voru einnig á tásunum!! Ég ætlaði ekki inn, ég lofa! Ég hef verið með táfóbíu síðan ég man eftir mér, þetta var stórt skref út fyrir þægindarammann og ég varð að taka mynd til að sanna það fyrir þeim sem þekkja mig. Ég gerði þetta bara!

// We needed to walk around this place on our bare feet with hundreds of other people also on their bare feet! I was not going in at first because I have had foot/toe phobia since I can remember and this was a big step out of my comfort zone. I even took a picture to have proof that I did it!

20180301_201624

Kvöldið var síðan nýtt í að spjalla fram á kvöld og sötra á Lion (bjór). Þið bjóraðdáendur verðið að smakka Lion þegar þið heimsækið Sri Lanka!

// That evening we stayed at the hotel and had some dinner and talked over a couple of beers (Lion). If you are going to Sri Lanka, you should try Lion.

20180302_08444420180302_085303.jpg

Morgunmatur í Kandy

// Breakfast in Kandy

20180301192915_img_332520180301191945_img_331820180301191413_img_331320180301192434_img_332220180302_18573920180302_191929

DAGUR 4:

Ferðinni var haldið upp á fjöll og var hotelið okkar í um 6000ft hæð.

Það var lítið hægt að gera í þessu þorpi þannig að við höfðum það bara gott á hótelinu og spiluðum pool. Um kvöldið fengum við okkur vel sterkan og góðan kvöldmat og með því pöntuðum við okkur vinsælt local kókos áfengi (romm) sem við borguðum víst aðeins of mikið fyrir! En það var ekki beint góð hugmynd að vera að drekka þar sem við áttum að vakna klukkan 5 daginn eftir.

// DAY 4 – We went up to the mountains and the hotel we were staying at was up to 6000 ft. There was not much to do in this village so we took it easy at the hotel, played some pool and had a nice dinner with a bottle of Old Arrack which is a local rum. It wasn’t a really good idea to be drinking that much because the plan was to wake up at 5 the next morning.

20180303_050844

Þarna sjáið þið mig hvernig ég lít út klukkan 5 að morgni, mínus kaffi!

// Here you can see how I look like at 5 in the morning and no coffee!

20180303_07183420180303_074819

DAGUR 5:
Horton plains, WOLD’S END!

Við vöknuðum klukkan 5 til að fara í Horton plains eða svokallað World’s End. Það var óhugsandi að vakna klukkan 5 þennan morguninn þar sem við vorum örlítið þunn. En við hörkuðum þetta af okkur með fílusvip þar sem við fengum ekki einu sinni kaffi! Þið viljið ekki kynnast þeirri Örnu…

Planið var að ganga 9km til að komast að World’s End og í hreinskilni sagt, þá vorum við bara ekki í stuði fyrir þessa göngu. Þannig að við letingjarnir (þynnkuhausar) fengum aldrei að sjá World’s End. Við tilltum okkur í grasið og umhverfið minnti okkur smá á íslenska náttúru. Eftir að hafa drepið tímann ein og við gátum þá löbbuðum við til baka. Um leið og bílstjórarnir sáu okkur þá sprungu þeir allir úr hlátri. Ég veit ekki afhverju, mig grunar að þeir voru búnir að veðja á milli sín hvenær við myndum koma til baka. Það var greinilega mjög áberandi að við vorum í engu stuði fyrir þetta. En það var nú bara betra fyrir þá, þeir fengu að fara fyrr heim úr vinnunni.

// We woke up at 5 to visit the Hortons Plains / World’s End. It was no way that I could wake up at 5 that morning! We were a bit hungover and they didn’t even have coffee! And you don’t want to get to know Arna without a coffee!

The plan was to walk 9 km to get to the World’s End…to be honest, we were not in the mood for that. So we (lazy heads) never got to see the Wold’s End. We just sat in the grass and chilled as long as we could and then we walked back. As soon as the drivers saw us, they started laughing… I guess they knew that we would never walk all this way. 

20180302201732_img_344220180303_14321920180303_152036_0_-1.jpg20180303_13580120180302202415_img_346120180302201306_img_341420180302200253_img_339520180303_15101820180303_155917

Eftir þetta fórum við á lestarstöðina til að taka lest til ELLA. Okkur var boðið að fara með bílstjóranum en okkur langaði að prófa að taka lestina. Lestarmiðinn fyrir bæði mig og Tómas kostaði litlar 200kr íslenskar! Enda pöntuðum við miða í 3 farrými og fengum menninguna beint í æð. Lestin var STÚTFULL af fólki og lyktin… ó lyktin var svooo hrikalega vond. Það voru menn að troða sér í gegn með mat umvafinn í fréttablaði í körfu og svo sótti hann bara matinn með puttunum og skellti í poka fyrir fólkið.

// We went to the train station and took the train to ELLA. We bought a ticket on the 3rd class and we paid only 2 dollars for both me and Tómas. Traveling on this train was, in my opinion, a culture shock. There were so many people in this tiny little area and the smell, oh the smell was so bad. People selling food that was in a basket covered in newspaper and when they served it, they took it up with their hands. And people were buying this! 

DAGUR 6:
ELLA

Þennan dag fengum við að sofa út, eða til 9:00! Eftir morgunmatinn tókum við æfingu öll saman fyrir utan og eftir það fórum við í cooking class. Það var eitt það skemmtilegasta sem ég gerði í Sri Lanka! Ég elska mat, læra að búa til mat og borða mat… maturinn var  líka bara með þeim betri sem ég hef á ævinni smakkað. Ég er ekkert að ýkja! En eftir þessa kennslu þá held ég nú samt að ég gæti ekki endurtekið þetta haha.

// DAY 6 – ELLA
That day we slept in…but only till 9:00! After breakfast, we worked out together and then we had a cooking class. That was one of my favorite things we did in Sri Lanka! I love food, making food and eating food… and that lunch was one of the best that I have ever tasted. But after having this cooking class, I am sure that I could not repeat what we did and learn. I would need a few more classes to be able to cook this by myself.

20180304_16112820180304_160943

Við leigðum tvær vespur og fórum á stað þar sem við gætum fylgst með lestinni koma.

// We rented a scooter and drove to a place that we could see the train arriving.

20180304_17281220180304_173328

Við biðum í tvo klukkutíma eftir að hún kæmi en það þurfti enginn að vita það;)

// We waited for almost 2 hours before the train came, but no one needed to know that;)

20180304_173454img_3368

Hvaða svipur/pósa er þetta???
Þessi pósa ætti ekki að vera leyfð hér inni…minnir mig smá á 8.bekkjarpósu?!

En þetta kvöld tókum við Hrönn smá stelpukvöld þar sem við fórum í smá búðarölt og enduðum á að fara í heilnudd.

// What face is this?? Well, it reminds me of the 8. grade, when everybody were posing like this! hahaha. Terrible face, but this was the only picture that I found from this night. That night, me and Hrönn went shopping and after that, we got a full body massage.

20180228_083109

Alltaf tilbúin með myndavélina!

// Always ready!

20180304150523_img_353120180304163805_img_360620180304163814_img_360820180304160402_img_3579-e1559478436353.jpg

DAGUR 7:

COLOMBO
Heimsóttum Udawalala national park í game drive.

20180305_183218

SRI LANKA TRAVEL TIPS:

BORÐAÐU LOCAL MAT!
Hann er svo góður að þú trúir því ekki:) svo er hann líka mjög ódýr!

COOKING CLASS
Lærðu að gera local mat!

BILSTJÓRAR
Ef þú búin að panta bílstjóra (eins og við gerðum) sem fylgir ykkur allan tímann, þá er fínt að vera með það í huga að þú ert búin að borga fyrir hann og að hann er bara að vinna vinnuna sína. Við gáfum honum samt sem áður þjórfé í lokin.

LESTIN
Prófaðu að ferðast með lestinni!

ÞJÓRFÉ
Fínt að vera alltaf með klink á sér til að geta gefið þjórfé. Við lentum oft í þeim aðstæðum að geta ekki gefið þjórfé af því að við vorum með of stóra seðla.

LION
Smakkaðu Lion bjórinn!

//

EAT THE LOCAL FOOD!
It is so good and really cheap.

COOKING CLASS!
Learn how to make their local food.

DRIVERS
If you have booked a driver like we did, that follows you everywhere. Just have it in mind that you paid for having a driver and he is just doing his job. We gave him some tips after the trip.

TRAIN
You need to try to travel with by train!

TIPS
Good to always have some coins on you so you can tip your guides.

LION
Taste the Lion beer!

20180305_053418

Svefngalsi í þessum öll kvöld…en þarna vorum við orðin mjög spennt fyrir næsta áfangastað!

NÆSTA STOPP: BANGKOK

Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst og hvort þið hafið farið á þennan stað eða hafið áhuga á að fara. Þið megið endilega kommenta hér að neðan ef þið hafið spurningar eða fleiri hugmyndir eða bara senda mér á instagram ef þið viljið létt spjall. Ég er búin að vera að tala við nokkra í gegnum instagram-ið mitt og hef verið að reyna að hjálpa eins og ég get. Það er mjög gaman að tala við ykkur! ❤

// Tómas always like this every night…but there we were really excited about our next destination!

NEXT STOP: BANGKOK!

Looking forward to hearing what you think and if you have visited these places in Sri Lanka. Feel free to comment below if you have any questions or if you have more ideas for my readers. It is always fun to hear about your experience. And you can, of course, send me as well on Instagram, I have been helping out some travelers and it is so much fun to be able to help you as much as I can. 

ArnaPetra (undirskrift)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s