– NÝR MÁNUÐUR, NÝ MARKMIÐ –

on

2351287027892589396_img_9142.jpg

Það voru svo skemmtilega margir sem flæddu inn á bloggsíðuna mína þegar ég skrifaði seinasta póst, MONDAY MODIVATION. Eftir það ákvað ég að segja ykkur aðeins meira frá því hvað ég hef verið að gera á þessu ári til að koma mér af stað og gera hlutina sem mig langar til að gera. Að setja sér markmið er besta leiðin. 

5118045157688334850_img_9140

Núna er kominn maí og sumarið alveg að detta inn. En vitið þið hverju ég hef verið að taka eftir seinustu ár?

Á hverju sumri þá langar mig til að gera svo mikið, fara í bústaðarferðir með vinkonuhópum, útilegu, útlandaferð, tónleika, fjölskyldubústað, skoða hitt og þetta, en einhvern veginn tekst mér að láta sumarið fljúga framhjá mér. Sumarið líður svo hratt! Maður er á fullu að vinna, kannski aðra hvora helgi sem þýðir að þá ertu bara með tvær lausar helgar í mánuði?? 

Það sem ég ætla að gera fyrir þetta sumar er að setja mér markmið/To do lista fyrir hvern mánuð eins og ég hef verið að venja mig á að gera núna þetta árið og mér tekst nánast alltaf að gera það sem mig langar til að gera eftir að ég er búin að skrifa það niður. Ég hef einnig tekið eftir því að það eru margir að búa sér til skemmtilega Bucket lista fyrir sumarið með þið vitið svona litlum check-boxum fyrir framan, sem mér líkar svo vel við. Ég er að elska þessa hugmynd!! Kannski ég skelli sjálf í einn Bucket lista? Væruð þið til í að sjá minn lista?

MAÍ – MARKMIÐ:

Það sem ég geri er að skrifa niður það sem mig langar til að gera í mánuðinum og einnig það sem ég veit að ég er að fara að gera. Ég skrifa markmiðin í símann minn, nota appið Wunderlist og skýri listann eftir mánuðinum.

Hér er smá brot af þeim markmiðum sem ég hef sett mér fyrir mánuðinn:

img_1679

VIKUMARKMIÐ:

Síðan skipti ég mánaðar markmiðunum mínum niður á vikuplanið mitt eftir því sem hentar. Ég nota vikuplanið frá Reykjavík Letterspress úr MEMO línunni sem hægt er að kaupa hér. Það vill svo heppilega til að hún mamma mín er ein af eigendum fyrirtækisins, Reykjavík Letterpress. Svo dugleg kona ❤ 

894390165248087331_img_9207

-8684021778312029497_img_9158
Litli skipulags lúðinn:):) & Tómas hristir hausinn

Þetta hjálpar mér svo mikið við að eiga góðan og viðburðaríkan mánuð, svo er líka svo gaman að hafa allt skrifað niður og geta svo leitað í þetta aftur til að sjá hvað maður gerði í hverjum mánuði. Og hvað þá í byrjun næsta árs, að geta skoðað og farið yfir allt árið sitt.

Er ég kannski alveg snarbiluð með öll þessi markmið??

Þetta virkar allavega rosalega vel fyrir mig.

Takk æðislega fyrir að lesa og ég vona að þér hafi þótt þessi færsla skemmtileg. Endilega segðu mér hvað þér finnst best að gera þegar kemur að markmiðum og skipulagi. Ef þú hefur spurningar þá máttu endilega skjóta. Það er svo mikilvægt fyrir mig að vita hvað þér finnst og ef þér þykir gaman að lesa það sem ég hef að segja.

ArnaPetra (undirskrift)

 

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s