Nei núna hef ég verið að hugsa þetta lengi… AFHVERJU þola svona fáir mánudaga??
Svo margir sem tengja allt klúður, leiðinlegt veður og leti við þennan blessaða mánudag… ég hef sjálf verið að gera það en hef verið að vinna í því að breyta því hugarfari og ég er að elska það! Því þetta á að vera dagurinn sem kemur okkur af stað inn í nýja viku sem einkennist af nýjum markmiðum og þá nýjum tækifærum.
Nýtt hugarfar til ykkar ✌️

Skrifaðu niður markmiðin þín fyrir þessa vikuna…
& á sunnudaginn check-aru í öll box, mjööög góð tilfinning!
Fyrir mig er mjög mikilvægt að skrifa markmiðin mín niður á vikuplanið mitt, því annars gleymi ég þeim. Um leið og ég er búin að skrifa þau niður þá verð ég að klára þau til þess að geta check-að í öll box! Þetta hjálpar mér mjög mikið til að halda mér gangandi yfir daginn, af því að ég er yfirleitt alltaf að vinna á kvöldin.
ERTU MEÐ FRESTUNARÁRÁTTU?
Já, ég líka.
Frestunarárátta er eitthvað sem ég kannast vel við og ég alveg þoli það ekki… en eftir að ég byrjaði á því að skrifa niður markmiðin mín og to-do lista, þá er frestunaráráttan smám saman að hverfa. Þetta er eitt besta sem þú getur gert til að klára hlutina af sem eru hangandi yfir þér og þá sérstaklega það sem þér þykir hundleiðinlegt að gera.
Sæktu þér blað og penna og prófaðu. Markmiðin verða að vera raunhæf og þau þurfa heldur ekki að vera neitt svakaleg, heldur bara það sem ÞIG langar til að gera. Ef þú veist ekki hvernig þú átt að setja þér markmið þá er gott dæmi hér fyrir neðan…
Dæmi:
– Heyra oftar í Mömmu & Pabba þessa vikuna (rækta sambandið við fjölskylduna)
– Kaffihús með Möggu (rækta vinasamböndin)
– Elda með Tómasi (rækta sambandið mitt)
– Yoga 2x í þessari viku (hugsa um heilsuna)
– Taka til… (hugsa um heimilið)
Þessu kemurðu svo fyrir á vikuplanið þitt og þá meina ég að skipta þessu niður á dagana sem henta þér, og þá ertu ennþá líklegri til að framkvæma markmiðin þín. Svo á sunnudaginn ferðu yfir vikuna þína og sérð hvað þú varst dugleg/duglegur :):)
Takk æðislega fyrir að lesa og ég vona að þér hafi þótt þessi færsla skemmtileg. Endilega segðu mér hvað þér finnst best að gera þegar kemur að markmiðum og skipulagi. Ef þú hefur spurningar þá máttu endilega skjóta. Það er svo mikilvægt fyrir mig að vita hvað þér finnst og ef þér þykir gaman að lesa það sem ég hef að segja.
2 Comments Add yours