E L E P H A N T S A N D S
( B O T S W A N A)
Eins og vanalega áttum við að setja upp tjaldið okkar EN í þetta skipti var mjög mikilvægt að hafa nógu mikið bil á milli tjaldanna og helst upp við runna, svona svo fílarnir kæmust alveg örugglega á milli tjaldanna!
Eins og flest önnur kvöld þá sátum við öll saman í hring við varðeld en í þetta skipti bættust tveir við í hópinn! Það var eiginlega ekkert skemmtilegra en að hlusta á allar ferðasögurnar sem Wyatt (guide) hafði að segja… þær voru óteljandi margar. En í miðri sögu þá fer Tómas skyndilega niður á fjórar og skríður í burtu frá mér og hvíslar ELEPHANTS! ELEPHANTS! Þarna voru tveir fílar röltandi framhjá hringnum okkar til að fá sér smá vatnssopa í vatninu sem var þarna nálægt. Magnað hvað það heyrðist ekkert í þeim! Og svo fór kvöldið allt í að gera grín af Tómasi, hvernig hann brást við. Hann ætlaði ekkert að passa uppá kærustuna heldur vildi hann bara koma sér í burtu sjálfur og skilja mig eftir með fílunum hahaha…ég fæ kast!
//
We put up our tents and this time it was really important to make some space between the tents so the elephants could walk between them:)
Like usually at the end of the day, we were in a circle around a bonfire talking and laughing about all the stories that Wyatt (guide) was telling us. But in the middle of a story, Tómas went down on his knees and started to crawl away from me whispering ELEPHANTS! ELEPHANTS! Then we saw two big elephants walking past us. So crazy that we didn’t hear anything! they were so quiet. But the rest of the evening we were laughing about how Tómas reacted when he saw them, he was just going to leave me with the elephants hahaha.
Z I M B A B W E
Ég var dregin í river rafting, fyrir hálfan handlegg það var svo dýrt. Ótrúlegt en satt þá var ég mun stressaðri yfir þessu heldur en fallhlífarstökkinu. Ég hef bara alltaf verið mjög hrædd þegar kemur að vatni eða sjó og ekki nóg með það þá var mjög mikill straumur og krókódílar í ánni. Ég fæ hroll við að hugsa út í þetta, enda vaknaði ég daginn eftir með harðsperrur í puttunum ég hélt svo fast í bátinn…nei ég segi svona. Það voru samt nokkur hlátursköst í þessari ferð, sem gerði þetta bara skítsæmilegt. Já, þið fáið ekki einu sinni mynd:)
//
I was begged to go to river rafting… no, you will not get any pictures because I didn’t take one. I don’t take pictures if I am not having a good time:) I was actually more scared of this than the skydive! That sounds weird but there is just something that freaks me out when it comes to water or the ocean. But we had many funny moments on the way that made this river rafting okay:) especially when Óskar flew in the water.
Ég borðaði Krókódíl! Veit ekki hvort mér leið eins og ég væri að borða kjúkling eða fisk…ojojoj.
//
I ate a crocodile! It was like eating chicken and fish at the same time. OUGH!
Hamingjusöm og glöð, komin í prinsessurúm (moskítórúm).
//
Happy kids in a princess bed (mosquito bed)…
Við skelltum okkur í nudd, okkur var sagt að við værum að fara í spa en þetta tók á móti okkur. Allt mjög vinalegt og opið. Við elskuðum þetta!
//
We had a massage and this ”spa” as they would say. But it was all open and so friendly and we loved it!
Dinner á svo skemmtilegum veitingastað þar sem við fengum slæður utan um okkur og trommur til að spila á. Það var auðvitað sungið og dansað.
//
Dinner at this funny place where we got dresses, and drums to play with. We danced and sang so much and even some of us went up on a chair and sang for all the people… Elisabeth & Naomi XD.
V I C T O R I A F A L L S
HALDIÐ FYRIR AUGUN! Það er kossamynd…og mögulega eina kossamyndin af okkur. En hér sjáið þið Victoria falls sem liggur á milli Zambiu og Zimbabwe.
//
CLOSE YOUR EYES! Kisskiss, the one, and only photo…I think.
Þetta var ekki leiðinlegur göngutúr sem við fórum í á meðan við biðum eftir kvöldmatnum. Ég hef ekki töluna á því hversu marga fíla við sáum.
Takk æðislega fyrir að lesa og ég vona að þér hafi þótt þessi færsla skemmtileg. Þú mátt endilega likea & commenta ef þér líkaði vel við þessa færslu og ef þú hefur spurningar þá máttu endilega skjóta. Það er svo mikilvægt fyrir mig að vita hvað þér finnst og ef þér þykir gaman að lesa það sem ég hef að segja.
//
Some of us went out for a walk while we waited for dinner and we saw so many elephants! I couldn’t even count how many they were!
Thank you so much for reading and I hope you liked this post. Please give it a like and of course comment if you have any questions or if you just want to tell me what you think or maybe your experience. It is always fun to know what you all like to read and what you think.
Lovelove,