– LOST IN MEDINA MARKET –

Við fórum í dagsferð í miðborgina og VÁ þessi fallega borg sem er svo stútfull af lífi. Við skoðuðum Medina market og mig langaði helst til að kaupa allt á markaðinum og FYLLA íbúðina mína af fallegum hlutum. En ég keypti varla neitt af því sem ég ætlaði, í fyrsta lagi vegna þess að ég er heimsmeistari í að vera léleg að prútta og í öðru lagi hefur Tómas enga þolinmæði fyrir mér, pælið í vandræðunum. Ég er svo mikill röltari og elska að skoða fallega hluti og láta blekkja mig af sölumönnum. Tómas var nú samt furðu slakur og á hrós skilið fyrir að hafa labbaði með mér í hringi um markaðinn í marga klukkutíma. Við vorum bókstaflega villt allan tímann og fundum enga leið út sem var mjög skemmtilegt, eins og völundarhús. En svo þegar leið á daginn, þá fylltist markaðurinn af fólki og þá ákváðum við að segja þetta gott. Við rákumst á mjög sætan veitingastað beint fyrir framan Moskvuna og fengum okkur þar kvöldmat áður en við lögðum af stað upp á hótel.

Ég fór nú samt ekki tómhent heim, ég keypti mér sætasta koddaver heims og svo nokkrar tegundir af kryddi og te-i.


// English version…

We went on a day trip to the city and WOW… Marrakech, I really like you. A city that is filled with people and life. We went straight to the Medina Market and I just wanted to buy everything and fill my apartment of all these things that they were selling. But I didn’t buy a lot and the reason for that was because I am so so so bad at haggling, so if you are bad at it like me, then I can tell you that it is a lost game… and the second reason for not buying a lot is because Tómas doesn’t have a lot of patience for me hehe… I love to walk around in markets like this and I can just forget the time and suddenly 3 hours are gone. But I have to give Tómas a big compliment for walking in circles and getting lost for I don’t know how many hours. This maybe doesn’t sound so much fun but I can promise you that I loved it! Later that day the market started filling up so we decided to go and get us some food before going back to the hotel.

But I didn’t go home totally empty-handed, I bought some spices, tea, and the world cutest pillowcase, yes I bought pillowcase…

-3051187901666832236_img_80072720560336439719110_img_7973
Mig langaði til að spjalla við alla sölumennina, pælið í því að vera að vinna í svona brjálæði alla daga, allan ársins hring… og allt þetta áreiti! Merkilegt alveg.

// English version…

I really wanted to have a chat with these salesmen. If you think about it they are living the same day every day all year. And for me, it was enough being there for a few hours… Imagine working in this environment, It is just craziness!

-5444048492536620449_img_7899-9067475173680301523_img_7969-3644159927192453119_img_79006537039737583606946_img_7895

A happy kid lost at the market, but loving it!

img_8319.jpg3387427973196947277_img_7997img_8321img_8309-1564224638643167664_img_7938-2477123290006891410_img_80176828257358109347782_img_8020-8020349568135528335_img_8030

Eins og ég hef oft komið inn á áður,
þá er ekki auðvelt að ná eðlilegri mynd af honum Tómasi.

-5381256444602538147_img_7927
-2820873385463319693_img_78673491792106841852952_img_79632091072337314291719_img_7937-43045046139707325_img_7987

Mig langaði helst til að prófa alla veitingastaðina sem voru þarna í kring og borða á mig gat og láta mig svo rúlla á þann næsta… mmm ég elska mat.

// English version:

I really wanted to stop at every restaurant and eat until I couldn’t breathe and just roll on to the next one.

-8607873141768923531_img_7978

Það er MUST að fá sér ferskan djús/smoothie!

// English version:

You need to try these fresh smoothies!

-1145072012319159088_img_79844790725849188414686_img_7955-5381256444602538147_img_79462729178083304409527_img_79578763451257923160342_img_7953

Við keyptum te-ið og kryddin hér og ég hefði verið til í að borga þessum manni helmingi meira en ég átti, bara af því að hann var svo yndislegur! Ég mun alltaf hugsa til þín gamli kall þegar ég borða matinn minn… ókei kannski smá skrítið haha.

// English version:

From this really old man, we bought all the spices and tea. I wanted to give him all my money he was so nice. Now I will always think of you when I eat my food… okay maybe that is a bit weird haha.

Núna ætla ég að vera alveg hreinskilin við ykkur svona af því að það er ekki annað í boði á þessari bloggsíðu minni, EN við lúðarnir tveir fórum aðeins einu sinni í miðbæinn… já einu sinni!? Ég spyr mig ennþá að því afhverju við fórum ekki oftar… svona þegar maður er kominn alla leið til Afríku. En við einangruðum okkur í búbblu á þessu guðdómlega resorti sem er staðsett rétt fyrir utan miðborg Marrakech. Við ákváðum að leyfa okkur bara að slaka á, hvílast vel og njóta þess að vera saman.

Það kemur ekki annað til greina en að heimsækja Morocco aftur og þá mun skipulagsfríkið (ég) vera með allt á hreinu. Þið bíðið spennt veit ég.

// English version:

Now I am going to be totally honest… I will always be 100% honest on this blog, okay?? So me and Tómas went only one time in the city! I feel bad just writing this. Arna, why did we only go to the city once?? And you went all the way to Africa?! Well, we were just so happy with this dreamy resort that we stayed at and we were living in a happy little bubble, relaxing, laying in the sun and enjoying each others company.
This was actually just the perfect vacation!

But I will for sure visit Marrakech again and then I will have everything organized and planned!

img_8319

TIPS & TRICKS

 1. Alltaf að semja um verð áður en þið farið upp í leigubíl í Marrakech!

  – Ég vil nú samt taka það fram að þegar við lentum í þessu atviki (sem má sjá í insta highlights) þá sömdum við um verð áður, en svo ákváðum við að breyta leiðinni sem tók um helmingi styttri tíma en hann vildi halda verðinu eins og átti að vera. Að mínu mati er það langt frá því að vera sanngjarnt en svona er þetta bara.
 2. Mætið snemma á markaðinn

  – Við mættum um klukkan 10 og þá var alls ekki mikið af fólki en um 2 leytið þá var gjörsamlega STAPPAÐ af fólki. Þannig ef þig langar að sleppa við innilokunarkennd þá skellirðu þér fyrr en seinna. En samt sem áður er fólk að mæla með því að fara á markaðinn að kvöldi til, en ég er ekki með neina reynslu af því.
 3. Passið verðmætin ykkar!

  – Best er að vera með svokallaðan pung utan um sig eins og ég er alltaf með. Það þarf sérstaklega að passa sig þegar maður er í kringum svona mikið fólk eins og á markaðinum.
 4. Fatnaður

  – Það eru ákveðnar reglur um klæðnað sem maður verður að virða. Helst að fela axlir, upphandleggi og fætur. Ég fór í kjól sem faldi axlir en náði samt ekki alveg niður fyrir hné en mér sýndist það alveg vera í lagi en það skiptir hins vegar máli ef þú ætlar að fara inn í til dæmis Moskvu. Við verðum að muna að maður á að virða þeirra menningu.
 5. Ekki gleyma sólarvörninni heima!

  – Það er alls ekki auðvelt að finna sólarvörn í Marrakech og ekki nóg með það, hún mjög dýr. Við fórum í svo mörg apótek og þau áttu alltaf bara 10 vörn með olíu eða 50 vörn… en ekkert á milli.
 6. Æfðu þig í að prútta!

  – Þú ættir að geta náð verðinu niður um helming, en passaðu þig samt að vera ekki dóni.

// English version:

 

TIPS & TRICKS

 1. Always decide a price before going into the taxi!
 2. Go to the market early when there is not a lot of people.– We arrived around 10 and there were not so many people but around 2 the market started filling up with so many people and that was not so nice. But I have read that it is also recommended to go at night time but I don’t have that experience.
 3. Look out for your belongings!– Especially at the market when you are around so many people.
 4. Dress properly– Respect their culture. Try to wear clothes that cover your shoulder and upper arms and your legs.
 5. Don’t forget your sunscreen at home!– It is not easy to find in Marrakech and also really expensive.
 6. Practice your haggling skills before coming…– It is really important to know how to haggle because they ask for a way too much!

img_1561

Takk æðislega fyrir að lesa og vona að þér hafi þótt þessi færsla skemmtileg. Þú mátt endilega likea & commenta ef þér líkaði vel við þessa færslu og ef þú hefur spurningar eða bara vilt segja mér frá þinni reynslu. Það er alltaf gaman að heyra fleiri ferðasögur! Það er svo mikilvægt fyrir mig að vita hvað þér finnst og ef þér þykir gaman að lesa það sem ég hef að segja.

Love,

ArnaPetra (undirskrift)

 

 

 

4 Comments Add yours

 1. Anonymous says:

  Ljómandi frásögn ArnaPedra mín gaman að fylgjast með ykkur

  Like

  1. arnapetra says:

   Takk ❤️

   Like

 2. Anonymous says:

  Elska bloggið þitt, lætur allt hljóma meira spennandi. Núna langar mig svo rosalega að plana ferð og skoða þennan fallega stað!!

  Like

  1. arnapetra says:

   Gaman að heyra❤️

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s