EIN VIKA Í PARADÍS
Þessi ferð var algjör skyndiákvörðun. Tómas átti inni smá frí fyrir næsta tímabil í skólanum og þegar það byrjar þá mun allt fara á fullt hjá honum. Þá verður lítill sem enginn tími til að gera eitthvað saman. Þetta er týpískt Örnu & Tómasar move að taka svona skyndiákvarðanir, mæli með. Við vildum aðallega komast í sól og svo þegar við sáum hvað flugmiðinn var ódýr til Marrakech þá þurftum við ekki einu sinni að hugsa okkur um. Það var kominn tími til að fá smá sól í augu og D-vítamín í kroppinn, þið vitið hvernig maður er á veturna…alveg eins og draugur!
//
ONE WEEK IN PARADISE
This trip was not on the plan. The thing is that we just realized that Tómas had some time off before he would start the next block in school. And when this block starts we will not have a lot of time together. We just needed some sun and when we saw the price for the flight to Marrakech we didn’t even have to think about it. This is just typical Arna and Tómas to do something like that… just go for it! It was definitely time to get some sun in our eyes and D-vitamin. Well, you know how we are in winter time… like ghosts!
L’OLIVERAIE DE L’ATLAS
Þetta hótel er algjör P A R A D Í S og fullkominn staður til að vera á ef þig langar til að slaka á og liggja í sólbaði. Marokkóski stíllinn á bæði hótelinu sjálfu og herberginu okkar var svo fallegur eins og má sjá á myndunum. Svo var starfsfólkið í einu orði yndislegt.
Hótelið er í mjög rólegu umhverfi í um 20 mínútna fjarlægð frá miðbæ Marrakech. Ég myndi segja að þetta hótel væri fullkominn staður fyrir ykkur sem langar til að slaka á og njóta þess að vera í leti, liggja í sólbaði, borða góðan Marrakókskan mat, á milli þess að fara í dagsferðir til líflegu Marrakech.
//
Ohh this hotel! Where to begin…
This is just the perfect place to go to if you want to relax and lay in the sun. The hotel has this beautiful Moroccan style as you can see on the pictures. There where orange and lemon trees all around in the garden. And the lovely staff that wanted to make us feel like home. And if you want to go to the busy Marrakech in between relaxing at the hotel, it takes around 20 minutes with taxi.
HÓTELHERBERGIÐ OKKAR
Ég var að taka myndir fyrir hótelið og fyrir það vorum við uppfærð í þetta draumaherbergi en ég vil taka það fram að við greiddum samt sem áður fyrir gistinguna sem við pöntuðum til að byrja með.
Þið ættuð mjög líklegast öll að kannast við vinsæla hótelið Mamounia hér í Marrakech…
Ekki fyrir svo löngu síðan þá var það tekið í gegn og gert upp. Með því þurfti hótelið að losa sig við fullt af húsgögnum. Nicolas (hótelstjóri L’Oloveraie) var ekki lengi að grípa hlutina og það vildi svo heppilega til að rúmið okkar er rúm frá hótelinu Mamounia. Skil nú bara alls ekki afhverju fólki dettur í hug að losa sig við þetta draumarúm! Einn daginn fæ ég mér svona rúm heim til mín…
//
You all should recognize the popular hotel Mamounia here in Marrakech…
Not so long ago the hotel made some changes and had to get rid of some pieces of furniture, so Nicolas (the hotel manager) grabbed some beautiful pieces of furniture for his hotel. And we were so lucky to get this bed from Mamounia. I can not understand how someone could get rid of such a beautiful bed but well we were lucky.
The lovely staff!
MATURINN
Allur maturinn á hótelinu er heimgerður eins og marmelaðið, appelsínu og sítrónudjúsinn, vanillujógúrtið, brauðið, ólífuolían og grænmetið! Allt svo ferskt og gott.
//
All the food is homemade and so fresh!
We could just see all the passion the chef had for the food she made.
FERSKUR APPELSÍNU & SÍTRÓNUDJÚS
Við vorum umkringd appelsínu- og sítrónutrjám, það var svo mikill draumur að geta týnt úr trjánum og fengið sér þegar maður vildi. Í morgunmatnum fengum við alltaf ný kreistan appelsínusafa… ég hef aldrei fengið svona ferskan og góðan djús, hann varð held ég bara betri vitandi það að hann væri beint úr garðinum.
//
The garden was filled with orange and lemon trees. We could just take some from the trees if we wanted. At breakfast, we always got fresh orange juice and wow I miss it already…
Útsýni yfir ólífuakur frá hótelinu.
//
A view over the Olive field right in front of our hotel.
P A R A D I S E
Á hótelinu eru þrjár ííískaldar sundlaugar sem við hoppuðum í til að kæla okkur, fólk horfði á okkur eins og við værum eitthvað skrítin þegar við hoppuðum í laugina, en ég meina við erum Íslendingar og við verðum að fá að kæla okkur niður.
//
I think we were the only ones that used the swimming pool haha! These swimming pools were pretty cold. Of course, that didn’t stop us… Icelanders need to cool down!
SPURNINGAR
Hér koma svör við spurningum sem ég hef verið að fá síðustu vikuna…
Hvað kostaði ferðin í heildina?
Flugið: Við flugum frá Skavsta airport hér í Svíþjóð og fengum flugið fyrir okkur saman á 38 þúsund kr. fram og til baka, með tveimur 20kg töskum.
Gisting: Það fer auðvitað eftir því hvenær þú bókar gistinguna, hvort þú sért með góðan fyrirvara eða bara lendir á góðu tilboði en vikan sem við fórum kostaði um 62 þúsund kr. með morgunmat fyrir eina viku.
Matur: Maturinn á hótelinu var í rauninni það eina sem var í boði vegna þess að það er ekkert í göngufjarlægð frá hótelinu. Hádegismaturinn var að kosta um 1000 kr. og svo kvöldmaturinn um 2000 kr. sem ég myndi segja að væri í dýrari kantinum miðað við hvað maturinn kostar í miðbænum.
Allt til samans: Sirka 160 þúsund kr. fyrir okkur bæði og þá er ég að meina með öllu (flug + gisting + matur + leigubíll og það sem við keyptum okkur úti).
Við ferðuðumst mjög ódýrt í þetta skipti en við munum 100% koma aftur og þá verður þetta meiri túristaferð en ekki bara slökun.
//
QUESTIONS
Down below I am answering questions that I have been getting the last few days.
How did you pay for this trip?
Flight: We were really lucky and got our flight with Ryan air front and back with two 20kg bags for 38.000 ISL which is around 2900 Swedish KR.
Accommodation: It was such a good price when we went. But it always depends on when you are going and if you have good notice or you are can also just be lucky… but it cost around 4700 Swedish KR with breakfast for one week. That is NOTHING!
Food: The food in Marrakech is not expensive but when you are staying outside the center at a resort it gets a bit more expensive. We were paying between 75-150 Swedish KR for a meal.
All together: Around 12.300 Swedish KR for us both (Flight + accommodation + food + taxti + the things we bought).
YES, you can travel cheap and that is what we did… but next time we will have more time to plan and then we will see more of beautiful Marrakech.
Thank you so much for this perfect week L’OLIVERAIE DE L’ATLAS,
we are so happy with our stay!