– HVAÐ SÁUM VIÐ EKKI?! –

afrika

E T O S H A

Skoðaðu kortið hér fyrir ofan og sjáðu hvar við erum stödd.
Etosha er þjóðgarður í norðvestur Namibiu.

//

Look at the map above and see where we are.
Etosha is a national park in northwestern Namibia.

20180207_190008

Það sem mig langaði sem allra mest að sjá voru ljón, en það var víst mjög ólíklegt enda hristi Wyatt bara hausinn þegar ég sagði þetta… hann sagði að ef við myndum rekast á ljón þá værum við mjög heppin.

//

Most of all I wanted to see lions, but that was not likely to see. When I told Whyatt that I wanted to see lions, he just shook his head and said to me: Arna if we will see lions we are really lucky.

IMG_2106 as Smart Object-1
This picture was taken by Josefin Flygare… more about her down below

Nánast það fyrsta sem við sáum voru ljón!

//

Almost the first thing we saw were Lions!

20180208041907_img_1742

Stuttu seinna hljóp gíraffi yfir götuna,
það er eitthvað verulega rangt við það að sjá gíraffa hlaupa… samt mjög sætt.

//

We saw some giraffes running over the street just in front of us. But I have to tell you that, seeing a giraffe running is just not right, they are SOOO clumsy… but cute.

20180207054747_img_1620

R I V E R   F R O N T

Eftir kvöldmat fórum við á stað sem er kallaður River front þar sem dýrin safnast saman til að fá sér vatn að drekka. Þetta útsýni var svo fallegt og sólsetrið VÁ! Himininn bleikur, þrumur og eldingar inn á milli og þarna stóðum við bara og biðum eftir dýrunum.

Sebrahestarnir komu fyrstir og stuttu seinna kom einn nashyrningur og þá fóru sebrahestarnir. Allt í einu byrjuðum við að sjá eitthvað hreyfast frekar langt í burtu, þetta var fíll! Stuttu eftir að fíllinn var kominn þá byrjuðum við að taka eftir tveimur gíröffum langt í burtu sem nálguðust frekar hægt. Þetta var eins og í einhverju ævintýri! Við stóðum bara þarna með galopinn munn. Það langaði engan að fara aftur til baka í tjöldin sín, við vildum alls ekki missa af því ef fleiri dýr kæmu. Svo byrjaði að rigna og það hlupu allir í tjöldin sín.

//

After dinner we went to a place called river front where the animals meet each other and have a chat over a glass of water (not really)… but almost. This evening was just amazing! The sky was pink, there were thunders and lightning and we were just standing there, waiting for the animals to show up.

First, we saw some Zebras and then one big rhino came and the zebras left. A few minutes later an elephant came and suddenly some giraffes. This felt so unreal! We just stood there with our mouths open and watched all these animals coming and going. None of us wanted to go back to our camp, but later that evening it started to rain so all of us ran to our tents.

20180207_20435020180207_20402220180208040142_img_1713

PUMBAA!

20180207171820_img_1627-1

D A G U R  2 – E T O S H A

Við vorum mjög heppin þennan dag vegna þess að við sáum 4 nashyrninga. Wyatt fræddi okkur mikið um ástandið á nashyrningunum, sem er alveg hræðilegt. En ég mun fara betur í það í annari færslu.

ATH! Dagurinn á undan:

Daginn áður nefndi guidinn okkar að það mætti alls ekki hafa læti á meðan game-drive stendur… auðvitað gleymdum við því eftir að vera búin að sitja í um 10 klst. í Cookie Monster að horfa út um gluggann og leita að villtum dýrum. Þrátt fyrir að hafa séð öll þessu flottu dýr þá tók þetta alveg smá á ef ég á að vera alveg hreinskilin. Tómas og Óskar ákváðu að hrista aðeins upp í hópnum og settu lagið “Vinir” með Áttunni á hæstu stillingu svona til að gera þetta ennþá verra… það varð allt BRJÁLAÐ. Wyatt stoppaði bílinn og ætlaði nánast að keyra okkur upp á völl og senda okkur heim til íslands… HJÁLP þetta var svo óþægilegt. Hvernig átti maður eiginlega að muna þetta… eftir svona langa keyrslu og allir dauðþreyttir.

En jæja, þarna fældum við sem sagt öll dýrin með háu tónlistinni… úff ég var alveg miður mín yfir þessu.

//

I don’t know if I want to write this in English. But I have promised you to be 100% honest and this was absolutely our mistake…

The day before: 

Whyatt had told us that we could NOT make any noises on the game drive because then we are going to scare the animals away and that makes so much sense.

BUT after sitting in the Cookie monster for a whole day we just forgot. Tómas and Óskar wanted to cheer up everybody because so many were really tired. They put on an Icelandic song and it was so loud which was not helping… Wyatt stopped the Cookie Monster and he really wanted to drive us to the airport and send us back to Iceland:):) OHHHMY! Can you imagine how bad we felt?!

20180207054040_img_1617

Josefin Flygare

Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar af henni Josefin. Hún er algjör snillingur og tók þessa STÓRU myndavél með sér allt sem hún fór. VÁ hún er með svo gott auga og ég vona að þið gefið ykkur tíma til að skoða allar þessar sturluðu myndir.

//

All the photos down below are taken by Josefin Flygare. She took this BIG camera along with her everywhere she went! She has such a good eye and I hope that you will take some time to look at all these amazing pictures.

IMG_2443 as Smart Object-1IMG_2410 as Smart Object-1IMG_2526 as Smart Object-1IMG_2230 as Smart Object-1IMG_2532 as Smart Object-1IMG_2307 as Smart Object-1IMG_2494 as Smart Object-1IMG_2460 as Smart Object-1IMG_2456 as Smart Object-1IMG_2445 as Smart Object-1IMG_2442 as Smart Object-1IMG_2428 as Smart Object-1IMG_2407 as Smart Object-1IMG_2343 as Smart Object-1IMG_2341 as Smart Object-1IMG_2320 as Smart Object-1IMG_2293 as Smart Object-1IMG_2175 as Smart Object-1IMG_2166 as Smart Object-1IMG_2149 as Smart Object-1IMG_2138 as Smart Object-1IMG_2135 as Smart Object-1IMG_2133 as Smart Object-1IMG_2124 as Smart Object-1IMG_2106 as Smart Object-1IMG_2099 as Smart Object-1IMG_2083 as Smart Object-1IMG_2065 as Smart Object-1IMG_2044 as Smart Object-1IMG_2021 as Smart Object-1IMG_2008 as Smart Object-1IMG_2541 as Smart Object-1IMG_2431 as Smart Object-1IMG_2391 as Smart Object-1IMG_2377 as Smart Object-1IMG_2243 as Smart Object-1IMG_2215 as Smart Object-1IMG_2205 as Smart Object-1IMG_2202 as Smart Object-1IMG_2194 as Smart Object-1

Takk fyrir okkur Etosha!

Er mögulega ennþá smá aum í bossanum eftir þessa keyrslu:) en þetta var nú alveg þess virði þegar ég hugsa til baka um öll dýrin sem við sáum. Litla Arna er líka ekki oft skömmuð þannig þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta sat í mér. Greyið ég…

//

Thank you Etosha!

ArnaPetra (undirskrift)

 

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s