– FYRIR EINU ÁRI –

afrika

S W A K O P M U N D

Skoðaðu kortið hér fyrir ofan og sjáðu hvar við erum stödd.

//

Look at the map above and see where we are.

20180204_19463720180205_01402920180205_014543

Við mættum til Swakopmund og fórum beint í að skrá okkur í fallhlífarstökk fyrir daginn eftir. Það var alls ekki á planinu að hoppa út úr flugvél einhversstaðar í Afríku í pínkuponsu litlum bæ, en málið var að við vorum nánast öll úr hópnum að fara að gera þetta þannig við gátum bara alls ekki sleppt því.

Um kvöldið fórum við saman út að borða og fengum okkur pizzu, loksins eitthvað annað en kjöt! Við vorum búin að borða kjöt seinustu 8 dagana að mig minnir, ekki minn vani. Síðan var ferðinni haldið í Casino vegna þess að það var enginn annar staður opinn fyrir okkur, en við fengum okkur nokkra drykki og strákarnir fóru að leika sér að því að tapa peningum. Enduðum svo nokkur saman úr hópnum á ströndinni í drykk og það var mööögulega dansað smá. Við vorum með tvo virkilega hæfileikaríka dansara í hópnum… um að gera að dilla sér smá daginn fyrir fallhlífarstökk.

MIKILVÆGT Tips: Ekki drekka áfengi daginn fyrir fallhlífarstökk :):)

//

We showed up in Swakopmund and we planned to go skydiving the day after. That evening we finally got something else to eat other than meat, pizza night! After that, we went to a Casino for some drinks because there was nothing else open and the boys had the chance to lose some money… after that few of us went to the beach and we listened to some music and maybe danced a little bit and maybe make some neighbors around that area really angry. We had two really good dancers in this group, Elisabet and Sanele who taught us some moves. Why not dance a little bit the day before who knows what can happen??

IMPORTANT Tips: Do not drink alcohol the day before a skydive :):)

20180205_12160120180205_135536

Daginn eftir vorum við rúmliggjandi, kannski smá þunn en við vildum aðallega slaka á og safna okkur smá orku fyrir stóra daginn! Klukkan 2 vorum við sótt og við fórum á skrifstofu fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í að henda fólki út úr flugvél í 10.000 feta hæð… en við mættum þangað til að borga og skrifa undir líf okkar. Ég hef aldrei í mínu 5 ára sambandi séð Tómas svona stressaðan, það sást langar leiðir að hann langaði ekkert að gera þetta.

//

The day after, we just slept in and relaxed for the big day.

We had a pickup at 2 o’clock and we went to the skydive office to pay and to sign our lives. After being with Tómas for 5 years, I have never seen him so stressed, I am sure that he did not want to do this at all.

20180205_145529

Tómas hoppaði á undan, þannig ég hafði þá engan tíma til að pæla í hvernig mér liði með það að ég væri í alvöru að fara að hoppa út úr flugvél, af því að ég var svo mikið að hugsa um það hvort Tómas kæmi ekki örugglega heill á húfi niður… fallhlífin hans opnaðist! Svo heyrði maður Tómas fljúga niður syngjandi og gólandi.

//

Tómas jumped first. So I didn’t have time to think about me and that I was also going to jump… I was only thinking of him and crossing my fingers that his parachute would open. But of course it opened and I just heard Tómas having the time of his life singing and yelling on his way down.

20180205_162109

Eruð þið að sjá þennan dverga geimfara! Myndi seint klæðast þessu aftur en hvað gerir maður ekki fyrir að hoppa út úr flugvél??

//

Look at this tiny little astronaut! I can’t say that I would wear this again, but of course, you need to be all in for this kind of experience.

20180205_155737

Svo er Tómas bara algjört módel í þessum galla.
Sætur geimfari:)

//

Ofcourse does Tómas rock this!

20180205_162912

Besti David minn ❤

20180205_162154

Svo var komið að mér! Ég var ekki beint stressuð, ég var meira bara að fara yfirum af spenningi.  Ég veit ekki afhverju ég var svona róleg. En þetta var eitthvað sem mig hafði alltaf langað að prófa. Ég var samt alltaf að bíða eftir stress tilfinningunni sem ég var svo viss um að ætti eftir að hellast yfir mig, sem kom síðan aldrei.

Það tók um 15 mínútur að komast upp í 10.000 fet, en á leiðinni upp þá voru allir bara að leggja sig! Nema flugmaðurinn auðvitað. Jæja, svo vöknuðu þeir loksins og byrjuðu að undirbúa sig og svo opnuðu þeir hurðina. Mjög skrítnar aðstæður að vera í flugvél með opna hurð. Kristófer (strákurinn sem hoppaði með mér) hoppaði og svo hoppaði ég rétt á eftir. Tilfinningin var ólýsanleg!!! Ég hoppaði út úr flugvél, ég var í lausu lofti, ég var að fljúga!

//

Finally, it was me and Kristofer’s turn. It took around 15 minutes to get up to 10.000 feet and while we were going up, the guys were just sleeping or maybe not sleeping just with their eyes closed. That was not helping people that were a bit scared, right Kristofer? But I think that is more normal than not be scared. It is a bit crazy to be just calm before something like this. And I was calm… a crazy person that I am. Then they woke up and opened the door, that was a really wired situation, to be in an airplane with an open door.

Kristofer jumped and then me right after him. This feeling was indescribable, I jumped out of an airplane, I was falling down or can I say flying?? It felt like flying, but anyway that was the best thing EVER!

20180205_22491720180205_22461920180205_22473820180205_224518

Þegar fallhlífin hafði opnast þá fór ég að reyna mitt besta til að losna við krampana í kinnunum (ef það er til) en ég gat bara ekki hætt að hlæja og brosa! Og svo fór hann David (maðurinn sem hrinti mér út úr flugvélinni) allt í einu í mjög gott spjall við mig um íslenskar pylsur (pulsur eins og ég myndi segja það;)) hahaha. Mjög fyndnar aðstæður. Ég er svo ánægð að hafa hoppað með honum, hann var nú meiri snillingurinn!

Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu og ég mun 100% gera þetta aftur, kannski ég hoppi hér í Västerås með Tim nýja vini mínum sem er skydiver… Tim hvað segiru um það??

//

When my parachute opened I tried to relax my cheeks because I could not stop laughing and smiling! That feeling, that feeling. But on the way down, me and David (the guy that jumped with me) were just talking about Iceland and Icelandic hot dogs, on the way down. It was so funny and we were just talking and falling and laughing on the way down. So weird but so much fun!

This was so just the best day ever and I know that I will 100% do this again. Maybe here in Västerås with my new friend Tim, who is a skydiver… Tim what do you say about that??

screenshot_20180206-101644

 

ArnaPetra (undirskrift)

 

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s