(Þessi færsla er ekki kostuð)
Desert camp,
Skoðaðu kortið hér fyrir ofan og sjáðu hvar við erum stödd.
Það fór heill ferðadagur í að koma okkur í eyðimörkina í Namibiu þar sem við vorum að fara að gista. Við vorum 19 manna hópur saman í eyðimörkinni með bókstaflega ekkert í kringum okkur að gista í tjaldi…
Vona að þú gefir þér tíma til að lesa meira.
ENGLISH VERSION :
// Desert Camp
Look at the map above and see where we are.
It took us around one day to drive to the desert because we stopped on some places on the way.
Á leiðinni stoppuðum við til að skoða Fish River Canyon sem er stærsta gljúfur í Afríku.
//
On the way, we stopped to see the Fish River Canyon which is the biggest canyon in Africa. Such a beautiful place.
Að fara frá Orange River og í eyðimörkina var svo mikil breyting. Á leiðinni fylgdumst við með landslaginu snöggbreytast frá því að vera grænt og yfir í sand og nánast engan gróður.
Á myndinni hér fyrir ofan sjáið þið fallega heimilið okkar Tómasar… en þarna vorum við að setja upp tjaldið okkar í fyrsta sinn sem gekk bara eins og í sögu, ef þið voruð að forvitnast. Ég verð bara að viðurkenna það að við fjögur (íslensku vitleysingarnir) vorum ekki búin að kynna okkur ferðina nógu vel til að vita nákvæmlega hvað við vorum búin að koma okkur út í. Ég held að við höfum öll verið að hugsa, hvar í andskotanum við værum og hvað við værum að gera þarna?!? Þegar við skoðuðum í kringum okkur þá sáum við ekkert nema eyðimörk og stórar grjóthrúgur. Við vorum bókstaflega alein í eyðimörkinni í Afríku að gista í tjaldi! Hversu ruglað er það? Þetta var svo mikið ævintýri og sérstaklega af því að hver dagur kom okkur á óvart og það komu alltaf ný og ný skemmtileg tækifæri til að fara langt út fyrir þægindarammann og upplifa eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei upplifa.
//
Going from Orange River to the desert was a big change. On the way we were looking out of the window and we just saw everything change from being all green to just sand and the desert.
On the photo above you can see our beautiful ”home”. This was our first time setting up our tent and we did such a good job, or well I think so. But I need to tell you that we Icelanders were not so sure what we were doing there, to explain that better I want to tell you, that everyone in our group knew so much about this trip and well… Of course, we didn’t know as much. We just went with the flow. It was actually really fun not knowing everything about this trip because every day was different with some new things to do and to experience. We were on an adventure!
Já krakkar, það voru úti-sturtur og útiklósett! FANCY, ég veit.
//
There you can see outside showers and toilets. FANCY, I know.
Við fórum nokkur úr hópnum í smá göngu til að horfa á sólsetrið.
//
Sunset spot.
Kvöldinu var eytt við varðeldinn og þar spjölluðum við fram á nótt.
Wyatt sagði okkur fullt af skemmtilegum sögum frá fyrri ferðum sínum sem guide. Það sem hann er búinn að upplifa! Það er ekkert grín að bera ábyrgð á svona stórum hópi.
//
We spent our evening by the fire. Wyatt told us so many funny stories about other trips that he guided. He has experienced so much! It’s no joke being a guide because you have so much responsibility.
Við byrjuðum daginn snemma vegna þess að um 12 leytið var orðið ólíft af hita. Við fórum í langa göngu með Wyatt um eyðimörkina og hann fræddi okkur um allskonar merkilegt þar í kring. Eftir það þá fengum við bara að slaka á í sólinni í pínulítilli sundlaug sem var þarna uppí steinunum… Ég steingleymdi alveg að taka mynd, en ég tók myndband sem er hægt að sjá hér fyrir neðan:
//
We started our day early because it was going to be a hot day. We took a walk for a few hours with Wyatt and he taught us a lot about nature in the desert and what lives there, really interesting. The rest of the day we just relaxed in the sun. We had this little swimming pool, but I forgot to take a picture but you can see a video just down below:
Þessi safari ferð sló alveg í gegn! Við lögðum af stað í þessa umtöluðu ferð til að sjá öll villtu dýrin í eyðimörkinni. Við sáum tvo fugla, HAHA. En ástæðan fyrir því að við sáum ekki nein dýr er að það hafði ekki rignt í um heilt ár, þannig að öll dýrin voru farin annað til að geta lifað af. Fyrir tveimur árum síðan hafði þetta svæði verið stútfullt af dýrum. En sem betur fer vorum við í góðum félagsskap og gerðum gott úr þessu, það er það mikilvægasta… Það er alltaf hægt að hafa gaman þó maður sé að gera eitthvað sem manni finnst ekki það allra skemmtilegasta, ef maður er í góðra vina hópi.
//
This safari trip… BEST DAY EVER! Sorry Wyatt if you are reading.
So we went on this safari trip to see all the wild animals… we saw two birds. HAHA. The reason for that was that there haven’t been raining for two years so all the animals had left the place. So we all just made this trip fun by singing together and of course doing the Icelandic thunderclap. Have it in mind that you can always make boring situations fun, just by being with the right people.
Þarna sjáið þið antilópu sem var nokkrum metrum frá okkur og tjöldunum okkar!
Afríku pakkan er hægt að skoða betur hér.
//
Here on the photo above you can see an Antilope just a few meters from us and our tents!
If you want to know more about this trip you can see it here.