Kósý sunnudagur heima fyrir kvöldvakt…
Eftir að hafa lifað á svona skálum í heimsreisunni þá þrái ég oft að fá mér smoothie bowl og sérstaklega þegar ég er ekki það svöng og langar bara í eitthvað ferskt. Uppskriftin hér fyrir neðan er alls ekki flókin. Skálin sem ég gerði í dag hefði mátt vera þykkari en til að gera hana þykkari þá skelliði bara nokkrum klökum út í og blandið meira.
U P P S K R I F T:
– 2 dl. Jarðaberjajógúrt
– 2 dl. Hreint jógúrt
– Jarðaber
– Bláber
– Frosinn banani
– Lúka af spínati
– 1 dl. Hafrar
– Tvær matskeiðar af
vanillupróteini
– Mjólk til að þynna
ef þess þarf
T O P P A Ð M E Ð:
– Granóla
– Kókosflögur
– Bláber
– Jarðaber
Bon appetit . . .