Gleðileg jól kæru lesendur ❤
Fyrir nokkrum árum ákváðum við að prófa að vera í sumarbústaðnum okkar um jólin og ég get sagt ykkur það að það er ekkert betra né jólalegra. Það er eitthvað við það að vera í burtu frá allri geðveikinni, það eru allir svo slakir og enginn að stressa sig á því að allt eigi að vera tilbúið klukkan 6 eins og það var þegar við vorum heima.
Ef ég mætti ráða þá værum við í náttfötunum á aðfangadag og ekkert að eyða tíma í að gera okkur fín þar sem við erum bara í kósý upp í bústað. Við borðum í fínu fötunum og erum svo ekki lengi að henda okkur í náttfötin um leið og við erum búin að borða.
Þetta pakkaflóð!
Ég fékk það verkefni að leggja á borð og gera karamellusósuna, alltaf gaman þegar maður má hjálpa til. Við erum alltaf með fallegu jólaservíetturnar (eftir mömmu) frá Reykjavík Letterpress.
Forréttur:
Heitreikt gæsabringa með hindberja-kampavínssósu og hunangs ristuðum furuhnetum.
Aðalréttur:
Við erum alltaf með hreindýrið góða eeen svo er það meðlætið sem er uppáhaldið mitt við jólamatinn … brúnaðar kartöflur, heimalagað rauðkál og rauðlaukssulta, rósakál (það var í staðinn fyrir eplasalatið í ár), rauðvínssósan góða og svo má ekki gleyma Malt&appelsíninu.
Karamellusósa frá grunni að hætti Örnu!! Ég fékk ekki mörg verkefni þó ég hafi verið dugleg að bjóðast til að hjálp henni mömmu en hún vildi bara alls ekkert mína hjálp af því að hún var með þetta allt under control. Þetta er held ég bara uppáhalds tíminn hennar þegar hún er að gera jólamatinn. Hún er nú meiri snillingurinn verð ég að segja ❤
Eftirréttur:
Mini pavlova með berjum, granad eplum og sjáiði þessa karamellusósu!!!
Ég vona að allir hafi átt góðar stundir með sínum nánustu yfir hátíðarnar.
Lovelove,
Æðislegt
LikeLike