Við stelpurnar ákváðum að hittast á Espresso House og litla Luna fékk að koma með (nýjasti meðlimur saumaklúbbsins)… nafnið á klúbbnum er enn í vinnslu en það kemur í ljós seinna, alveg róleg!
Það er alltaf gott að minna sig á að gefa sér tíma fyrir sína nánustu. Brjóttu upp vikuna þína og farðu helst út úr húsi í gott spjall með vini/fjölskyldu, þó það sé ekki nema klukkutími þá gefur það svo mikið.