– LAKKRÍSTOPPAR –

10775235632_img_6168

Við Magga erum svo heppnar að hafa íslenskt nammi í ICA (matvöruverslun hér í swe) en við keyptum bara poka af lakkrískurli og notuðum uppskriftina aftan á pokanum. Mjög einfalt!

3 eggjahvítur
200g púðursykur
150g rjómasúkkulaði, smátt saxað (við slepptum því)
300g Lakkrískurl

img_3932

Ofninn hitaður í 150 gráður. Eggjahvítur og púðursykur stífþeyttar í u.þ.b. 15 mín. og lakkrískurli og rjómasúkkulaði blandað varlega saman við með sleif.

img_3934

Gerið litla toppa með tveimur teskeiðum og setjið á pappírsklædda bökunarplötu. Bakið í u.þ.b. 14 mín.

En þó að uppskriftin sé auðveld þá er líka mjög auðvelt að klúðra henni.
Reynið að passa þetta:

– Engin rauða í hvítuna!
– Stífþeyta! Þið eigið að geta hvolfað skálinni án þess að deigið leki úr.
– Muna að hiti og tími getur verið breytilegur eftir ofnum, þannig ef þær falla þegar þú tekur þær út þá skaltu skella þeim strax aftur inn.

img_3943

Kvissbammbúmm!

ArnaPetra (undirskrift)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s