– CAPE TOWN –

Við eyddum 3 dögum í Cape town áður en við lögðum af stað í Afríku ævintýrið. Cape Town er mjög skemmtileg borg í Suður Afríku og er full af flottum veitingastöðum, skemmtilegum gönguleiðum með trufluðu útsýni og fallegum ströndum. Þetta er staður sem við Tómas værum alveg til í að prófa að flytja til enda fórum við líka strax að skoða flugskóla þar á þeim tíma.

Eftir 9 tíma flug frá Dubai til Cape Town þá fórum við beint upp á hostel. Once in Cape Town (hostelið) sem við gistum á er mjög vinsælt fyrir ferðafólk og er mjög vel staðsett. Það var tekið virkilega vel á móti okkur. 

20180125_193906

Á hostelinu voru þau með töflu sem mér fannst svo sniðug og á henni var vikuplan með hugmyndum fyrir okkur til að gera á daginn með fólkinu á hostelinu og svo hittust allir á kvöldin á veitingastaðnum á hostelinu, sem er STÓR plús. Ég mæli mjög mikið með Once in Cape Town, brjáluð stemning.

20180127_090020
Það var mikill vatnsskortur á þessum tíma og voru þau að búa sig undir vatnsleysi sem yrði í apríl þannig við þurftum að safna vatninu í fötur eins og þessa sem þau tóku svo á morgnanna.

Við splittuðum okkur upp og við Hrönn kíktum í litríka Bo Kaap hverfið.

20180126_145536

Svo fórum við með krökkunum á hostelinu á Clifton 4 ströndina og kynntumst þar fullt af skemmtilegu fólki.

Dagur 1 í afríku pakkanum:
Við löbbuðum upp Lion’s head og útsýnið yfir Cape Town var svo fallegt! Við ætluðum að fara upp Table Mountain en það var of mikill vindur, við eigum það þá bara eftir.

Enduðum svo á því að fara alla leið að Cape Point sem er syðsti punktur Afríku þar sem Atlantshaf og Indlandshaf mætast.

20180128_120842

Í Cape Point hittum við einn snarklikkaðann apa, nei ég held að allir sem voru á staðnum hafi verið skíthræddir (nema kannski hann Óskar sem fór að elta hann?). En þarna sjáiði apa með peningaveski hjá einum túrista. Þannig ég myndi segja að það sé mjög góð regla að vera ekki með mat í bakpokanum í kringum apa af því að þeir geta verið mjög árásagjarnir.

20180128002529_img_1225-1

Við komum við á Boulder beach sem er strönd full af mörgæsum.

Enduðum svo daginn á vínsmökkun með hópnum.

Tips fyrir Cape Town:

  • Gistu á Once in Cape Town, eða allavega miðsvæðis
  • Þurftum ekki visa og það var auðvelt að komast inn í landið
  • Ekki gleyma sólarvörninni
  • Leigðu hjól! Tómas og Óskar gerðu það og voru svo ángæðir með daginn
  • Muna að passa sig á kvöldin og slepptu því að vera að labba um einn í bænum
  • Passa sig á öpunum, bannað að vera með mat í töskunni…

Hér getið þið séð myndir á insta higlight frá Cape Town.

 Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst og hvort þið hafið farið á þennan frábæra stað eða hafið áhuga á að fara. Þið megið alltaf kommenta hér að neðan ef þið hafið spurningar eða fleiri hugmyndir eða bara senda mér á instagram ef þið viljið létt spjall. Ég er búin að  vera að tala við nokkra á instagram og reyna að hjálpa eins og ég get og það er svo gaman.

ArnaPetra (undirskrift)

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s