Þetta var virkilega löng vinnuhelgi hjá mér og ákvað Tómas að brjóta hana aðeins upp fyrir mig með því að bjóða mér og Möggu í flug. En þetta er í fyrsta sinn sem ég flýg með Tómasi hér í Svíþjóð og VÁ hvað ég er stolt!
Flight Planning… Planið var að fljúga frá Västerås til Borlänge sem tekur um eina klukkustund.
Hér vorum ,,við” að undirbúa vélina fyrir flugið, já ég gerði nú ekki mikið gagn en reyndi mitt besta. En þvílík vinna sem tekur að koma flugvélinni úr flugskýlinu.
Þessi fallegi dagur
Við tókum stutt stopp í Borlänge.
Það sem ég er heppin að búa í Svíþjóð með þessum snillingum og hlakka mikið til að fljúga meira með þeim og heimsækja fleiri staði hér í Svíþjóð!