Loksins komu mamma og pabbi í heimsókn til okkar Tómasar. Til að byrja með ætlaði mamma bara að koma ein til okkar en auðvitað var ég búin að plana ansi mikið og panta fyrir okkur þrjú, hér og þar… Þannig rétt áður en mamma kom þá sagði hún mér að Pabbi væri að koma líka og átti það að vera óvænt!
Svo gott í hjartað að fá þau bæði til okkar en það vantaði bara þig Garðar… þú kemur næst<3
Borðuðum saman lunch á NOM sem er í miðbæ Västerås.
Sjá ykkur<3<3
Enduðum kvöldið heima hjá okkur í dinner og vín.
– STEAM HOTEL –
Að ég skuli vera svo heppin að fá að vinna á þessu hóteli!
En um helgina fékk ég að prófa Voltage Lounge spa í fyrsta sinn og VÁ. Ég skal lofa ykkur því að ein helgi hér á Steam Hotel í slökun, spa og góðan mat er hin fullkomna helgi.
– Dinner á Steam –
Það var svo gaman að bjóða þeim á vinnustaðinn minn og leyfa þeim að hitta frábæra fólkið sem ég vinn með.
Takk endalaust fyrir okkur, þessi helgi var fullkomin.