Västerås er lítil og sæt borg rétt fyrir utan elsku bestu Stockholm sem allir ættu að þekkja. Það er svo gott að geta bara hoppað í lestina í klukkutíma og vera komin í stórborg! En meira um Stockholm seinna . .
Västerås er ein elsta borg Svíþjóðar og þar búa um 150 þúsund manns, sem er nú aðeins meira en í Reykjavík. Við búum í sirka 10 mínútna fjarlægð frá miðbænum og það mætti segja að við búum í sveitinni af því að hér í kring er fólk á hestbaki fyrir utan hjá okkur og á kvöldin sjáum við dádýr og hoppandi héra, hægri og vinstri. Dæmigert fyrir Svíþjóð kannski.
Hér að neðan getið þið séð myndir af bæði hverfinu okkar og miðbæ Västerås.
Fékk að trufla strákinn þennan sunnudaginn í smá kaffipásu en þetta er Stoflight Academy, skólinn hans Tómasar sem er í 5 mínútna göngufjarlægð frá íbúðinni okkar.
Í gegnum Västerås rennur áin Svartån sem gerir bæinn alveg hrikalega sætan. Yfir ána liggur lítil brú þar sem hægt er að festa lása við, og það vill svo til að við Tómas eigum einmitt eitt stykki lás sem við keyptum í París en gleymdum að finna stað fyrir í bæði skiptin sem við fórum þangað. . flott. Kannski við skellum honum á þessa litlu brú hér heima. En báðum megin við ána eru fínir veitingastaðir og kaffihús sem ég er að vinna mig í gegnum.
Það er búið að vera mjög vinsælt hjá kaupsjúku Örnu að fara svo í smá búðarölt eftir skólann.
–